Beiting ofbeldis er heimska af versta tagi

Því miður telja ýmsir ofbeldi vera auðveldustu leiðina til að ná einhverjum árangri í lífi sínu. Þar fara menn villu leiðar og láta reiðina taka völdin af skynseminni.

Menn kunna að telja sig hafa frelsi til að aðhafast hvað sem er en þar sem nefið á samborgaranum byrjar, þar endar frelsið!

Beiting ofbeldis hefur oft skelfileg áhrif eins og sýndi sig þegar maður sem skuldaði innan við 100.000 krónur veitti manni lífshættulega áverka á lögfræðistofu s.l. vetur. Oft er tilefnið nánast ekkert en ofbeldishneygð stundum mikil og þörfin mikil fyrir að láta til sín taka. Stundum dettur manni í ug hvort þessum mönnum væri ekki gerður möguleiki að fá útrás t.d. að dreifa skít í þágu landbóta? Þar er af nógu af að taka t.d. eru fjallháir skítahaugar sem flytja þarf frá hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu. Þennan skít mætti nýta til eflingar gróðri, þ. á m. trjágróðri á gróðurvana svæðum á Reykjanesskaga. Þar gæti verið unnt að beina þessum mönnum að verkefnum sem nýtast samfélaginu og þeim einnig til einhvers lofs og framdráttar.

Ofbeldi hefur aldrei borgað sig. Þó svo að menn telji sig komast upp um það um stund, þá kemur beiting þess þeim yfirleitt alltaf í koll.

Góðar stundir!


mbl.is Ruddust inn á lögfræðiskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband