Hávaxnasta illgresið

Aspir eru góð skógartré þar sem jarðvegur er votur. Einnig á opnum svæðum þar sem engar lagnir eru í nánd. Meira að segja geta þær fallið vel sem breiðgötutré en tilhneyging aspanna að skjóta upp rótum hingað og þangað getur gert þau „óvinsæl“.

Gamalt húsráð að losna við ösp í nágrannagarðinum er að grafa sín megin í garðinum niður á rót, negla þar í koparnöglum og moka síðan yfir. Koparinn veðrast í moldinni og spanskgrænan leitar inn í rótina sem annar vökvi og smám saman vinnur koparinn vinnu sína, hægt en bítandi. Eftir nokkur ár fer öspin að veslast upp vegna eyðingarmátt koparsúlfatsins. Eigandi asparinnar veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, kallar kannski til sérfræðings sem lítur á ástandið. Hann sér kannski styrax hvað um er að ræða en kveður upp samstundis dauðadóm yfir öspinni.

Íslendingar eru fremur lítið fyrir trjárækt, hvað þá skógrækt, því miður. Það þarf töluverða faglega þekkingu á þessum lífverum sem við útplöntun eru agnarsmá en vaxa okkur oft á örfáum árum langt upp fyrir haus og þá þarf að grípa til óspilltra ráða.

Sjálfur þurfti eg að fella stórt tré rétt utan við húsið mitt nú í vor. Það var gljávíðir sem hafði á aldarfjórðungi vaxið hátt yfir húsið. En ræturnar leituðu sér raka og vökvunar sem fannst í frálögninni.

Trjárækt og skógrækt eru skemmtilegar tómstundir. En gott er að afla sér sem mestrar fræðslu. Til þess er kjörið að kaupa áskrift að Skógræktarritinu og Garðyrkjuritinu. Þessi tímarit eru endalausir fræðslubrunnar um þessi efni, hvaða trjágróður er hentugastur á hverjum stað.

Góðar stundir!


mbl.is Aspir valda miklum usla í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hefurðu sjálfur prófað þessa koparaðferð?

Spyr af því ég hef prófað það og öspin er enn á meðal vor í fullu fjöri. -- Fékk reyndar hvergi koparnagla í naglabúðum en fann nokkra síðan pabbi var og hét.

Kannski koparnaglar fáist í Bauhausnum.

Sigurður Hreiðar, 6.6.2012 kl. 17:09

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Sigurður

Ef eg svara þér játandi þá er eg kannski að gera mig óvinsælan. Eftir því sem öspin er hærri og stærri um sig þá þarf sennilega meiri kopar.

Ekki líst mér á Bauhausinn. Skrapp þangað til að athuga hvort þeir ættu liðkeðju í eldhúsvaskinn. Jújú þeir áttu hana en kaupa þurfti tappan líka! Þakkaði pent fyrir og var heppinn að þurfa ekki að kaupa vaskinn og jafnvel eldhúsinnréttinguna með. Fór með því sama í Múrbúðina og þar voru þeir með fulla skúffu af því sem mig vanhagaði um og kostaði rúman 300 kall!

Nei Bauhaus getur verið ágæt búð sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af því að týnast. Þar er t.d. óvenjumikð úrval af klósettum og klósettburstum upp um marga veggi af öllum gerðum og í ýmsum litum. En liðkeðju fyrir eldhúsvaska eiga þeir ekki til nema með fylgihlutum.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 6.6.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband