6.6.2012 | 13:36
Nauðsyn siðareglna
Siðareglur hafa marga góða ótvíráða kosti. Þær leggja siðferðislegar skyldur á aðila og er meginmarkmið þeirra að þeir sem starfa undir þeim, geri sér grein fyrir því að aðhafast ekkert sem umdeilt kann að vera og kann að koma viðkomandi í koll.
Bankar, fjarmálastofnanir og lífeyrissjóðir og fjöldi annarra aðila eiga að setja sér siðareglur. Þær hafa reynst vel og eiga að koma í veg fyrir tilvik sem þetta.
Fyrir um áratug dæmdi héraðsdómari einn veðsetningu ógilda á íbúð níræðrar konu sem hún hafði aumkað sig yfir að skrifa undir skjal einhvers sem ekki stóð í skilum við banka. Rökstuðningur dómarans var mjög skýr og einföld: Það væri siðferðislega rangt að ganga að eigum gömlu konunnar.
Allar lagareglur, verklagsreglur og formreglur bankanna var framfylgt og ekkert nema þessi óvænti héraðsdómur kom öllu bankakerfinu í koll. Ef þá hefði verið brugðist rétt við, þá hefði mátt draga verulega úr öllum þeim áföllum sem bankahrunið kallaði yfir okkur.
Þess má geta að stjórnmálaflokkar, fjölmiðlar, meira að segja embætti forseta lýðveldisins hafa ekki sett sér siðareglur þó svo að fyllsta ástæða sé til. Blaðamenn hafa lengi starfað með siðareglur Blaðamannafélagsins. Auk þess starfa fjölmargar starfsstéttir undir siðareglum, hjúkrunarfólk, læknar, lögfræðingar og prestar. Meira að segja bókasafnsfræðingar og leiðsögumenn starfa undir siðareglum. Siðareglum hafa reynst öllum vel og ekki kunnugt að neinn hafi séð ástæðu til að kvarta.
En það virðist ekki falla öllum í geð að þurfa að undirgangast siðareglur. Meira að segja sitjandi forseti lýðveldisins er andstæður að embætti hans séu settar siðareglur. Til hvers skyldi sú ákvörðun vera? Er það vegna þess að það gæti truflað tilraunastarfsemi hans í meðferð valds í íslenskri stjórnsýslu?
Góðar stundir!
Tekjulítill en skuldaði 145 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kemur fram hjá þér mikil oftú á reglur. Það sem þarna virðist hafa gerzt er að lífeyrissjóðurinn fór að öllum reglum sem honum var skylt að fara eftir, en fór ekki að því sem hann mátti vita, þ.e. að lántakinn var ekki borgunarmaður fyrir einu né neinu. Dómurinn sem þú nefnir er í anda þess að taka skynsemi og réttlæti fram yfir blinda reglufestu. Þegar í hlut á fjármálastofnun annars vegar og einstaklingur/ar hins vegar er eðlilegt að gerð sé meiri krafa um vitneskju hjá stofnuninni. Hún hefur alla burði til að afla sér þeirra upplýsinga sem hún vill (ef persónuverndarlög eru þá ekki búin að banna allt slíkt).
Skúli Víkingsson, 6.6.2012 kl. 14:17
Þakka þér málefnalega athugasemd Skúli. Hins vegar tel eg að siðareglur hafi verið fremur til bóta en til þess gagnstæða. Ekki er mér kunnugt að þær hafi spillt fyrir.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.6.2012 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.