30.4.2012 | 19:37
Þúsundir atvinnutækifæra
Ísland er smám saman að verða vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Ferðaþjónusta er nú í miklum uppgangi og sækja flestir erlendra ferðamenn hingað vegna sérstakrar náttúru landsins. Við eigum að fara varlega í aukið rask vegna rafmagnsframleiðslu sem gæti skaðað ferðaþjónustuna.
Ljóst er að Reykjanesskaginn er nú nánast fullvirkjaður þegar til lengri tíma er litið. Vísindamenn hafa bent á þetta með rökum. Talið er að jarðhitasvæðið verði e.t.v. í þúsund ár að ná upphaflegum styrk ef meira verði virkjað.
Ber ekki að treysta betur faglegum og varkárum vísindamönnum en áköfum og misvitrum stjórnmálamönnum sem sækjast eftir atkvæðum vegna næstu kosninga?
Reykjanesskaginn býður upp á náttúrufyrirbæri á heimsvísu í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Jafnvel ferðamenn sem stoppa stutt við, eiga kost á að skoða stórkostlegt landslag Reykjaness.
Spurning er hvort er þjóðarbúinu hagkvæmara til lengri tíma litið: Óbætanlegt rask vegna virkjana og hásennulína eða sjálfbær landnýting í þágu ferðaþjónustu og heimamanna?
Hvað skyldi hafa vera hagkvæmari fjárfesting: 1-3 milljarðar á ári yfir nokkra áratugi í ferðaþjónustu sem vex jafnt en hægt eða meira en 200 milljarða fjárfesting Kárahnjúkavirkjunar á örfáum árum? Sú fjárfesting er að mati forstjóra Landsvirkjunar ekki sérlega hagkvæm.
Góðar stundir
Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað varðar fjárfestingar kostina sem þú nefnir hér þá er kjörið tækifæri að auka fé til rannsókna í ferðaþjónustu til jafns við aðrar atvinnu greinar i þessu landi svo fram komi marktækar upplýsingar. Að öðrum kosti verða svona vanga veltur aldrei annað en skot í myrkri. Það eina sem núverandi stjórnvöld gera að skattleggja greinina til andkotans svo þessi fyritækis sem þarna starfa verða sennilega óstarfhæf eftir nokkur ár sökum þessa. Gs ( er nemandi í ferðamálafræði )
Guðlaugur (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 20:43
Þetta er náttúrulega ekta kratahagfræði að leggja að jöfnu nokkra daga með of mörgum ferðamönnum (m/v afkastagetu ferðaþjónustunnar) og innlenda orkuframleiðslu sem gæti í alvöru skaffað fleiri ársstörf en Jóhönnu gæti nokkurntíma dreymt um að lofa.
Hafþór (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:47
Guðlaugur:
Sammála þér að stórauka mætti rannsóknarfé vegna ferðaþjónustu. Um 0.5% af opinberu rannsóknarfé er varið til ferðaþjónustu meðan hin 99.5% fara í orkurannsóknir, hafrannsóknir og öðru.
Hafþór:
Nú er eg ekki vel að mér í því fyrirbæri sem þú nefnir „kratahagfræði“. Við höfum lengi fylgt svonefndri blandaðri hagfræði þar sem við kappkostum að draga það besta fram úr kapítalisma og sósíalískri hagfræði en auðvitað við misjafnan árangur. Mjög líklegt er að ástæðurnar fyrir því að okkur hefur ekki tekist betur í efnahagsmálum að síðan 1886 frá stofnun Landsbankans höfum við setið uppi með handónýtan gjaldmiðil, krónuna sem í upphafi hefði betur verið gulltryggð þegar í upphafi eins og tíðkaðist lengi vel og gafts yfirleitt vel.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2012 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.