Þúsundir atvinnutækifæra

Ísland er smám saman að verða vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Ferðaþjónusta er nú í miklum uppgangi og sækja flestir erlendra ferðamenn hingað vegna sérstakrar náttúru  landsins. Við eigum að fara varlega í aukið rask vegna rafmagnsframleiðslu sem gæti skaðað ferðaþjónustuna.

Ljóst er að Reykjanesskaginn er nú nánast fullvirkjaður þegar til lengri tíma er litið. Vísindamenn hafa bent á þetta með rökum. Talið er að jarðhitasvæðið verði e.t.v. í þúsund ár að ná upphaflegum styrk ef meira verði virkjað.

Ber ekki að treysta betur faglegum og varkárum vísindamönnum en áköfum og misvitrum stjórnmálamönnum sem sækjast eftir atkvæðum vegna næstu kosninga?

Reykjanesskaginn býður upp á náttúrufyrirbæri á heimsvísu í örskotsfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli. Jafnvel ferðamenn sem stoppa stutt við, eiga kost á að skoða stórkostlegt landslag Reykjaness.

Spurning er hvort er þjóðarbúinu hagkvæmara til lengri tíma litið: Óbætanlegt rask vegna virkjana og hásennulína eða sjálfbær landnýting í þágu ferðaþjónustu og heimamanna?

Hvað skyldi hafa vera hagkvæmari fjárfesting: 1-3 milljarðar á ári yfir nokkra áratugi í ferðaþjónustu sem vex jafnt en hægt eða meira en 200 milljarða fjárfesting Kárahnjúkavirkjunar á örfáum árum? Sú fjárfesting er að mati forstjóra Landsvirkjunar ekki sérlega hagkvæm.

Góðar stundir


mbl.is Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varðar fjárfestingar kostina sem þú nefnir hér þá er kjörið tækifæri að auka fé til rannsókna í ferðaþjónustu til jafns við aðrar atvinnu greinar i þessu landi svo fram komi marktækar upplýsingar. Að öðrum kosti verða svona vanga veltur aldrei annað en skot í myrkri. Það eina sem núverandi stjórnvöld gera að skattleggja greinina til andkotans svo þessi fyritækis sem þarna starfa verða sennilega óstarfhæf eftir nokkur ár sökum þessa. Gs ( er nemandi í ferðamálafræði )

Guðlaugur (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 20:43

2 identicon

Þetta er náttúrulega ekta kratahagfræði að leggja að jöfnu nokkra daga með of mörgum ferðamönnum (m/v afkastagetu ferðaþjónustunnar) og innlenda orkuframleiðslu sem gæti í alvöru skaffað fleiri ársstörf en Jóhönnu gæti nokkurntíma dreymt um að lofa.

Hafþór (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:47

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðlaugur:

Sammála þér að stórauka mætti rannsóknarfé vegna ferðaþjónustu. Um 0.5% af opinberu rannsóknarfé er varið til ferðaþjónustu meðan hin 99.5% fara í orkurannsóknir, hafrannsóknir og öðru.

Hafþór:

Nú er eg ekki vel að mér í því fyrirbæri sem þú nefnir „kratahagfræði“. Við höfum lengi fylgt svonefndri blandaðri hagfræði þar sem við kappkostum að draga það besta fram úr kapítalisma og sósíalískri hagfræði en auðvitað við misjafnan árangur. Mjög líklegt er að ástæðurnar fyrir því að okkur hefur ekki tekist betur í efnahagsmálum að síðan 1886 frá stofnun Landsbankans höfum við setið uppi með handónýtan gjaldmiðil, krónuna sem í upphafi hefði betur verið gulltryggð þegar í upphafi eins og tíðkaðist lengi vel og gafts yfirleitt vel.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2012 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband