Komum í veg fyrir kvótabrask

Eitt af meginmarkmiðum þessa nýja þingmáls er að koma í veg fyrir að kvóti verði gerður að féþúfu. Markmið upphaflegu kvótalaganna komu ekki í veg fyrir þetta og var litið jafnvel svo á að kvóti væri andlag eignarréttar og mætti handhafi hans gera hvað sem er við hann: veiða fisk, gefa, selja eða afhenda réttinn til fiskveiða.

Þetta gekk þvert á meginhugmynd þjóðarinnar að það er þjóðin en EKKI útgerðarmenn sem eiga kvótann. Þeir hafa hindsvegar tímabundinn afnotarétt og nú á að greiða fyrir þessi afnot þegar vel gengur. Ekki er farið fram á meira!

Athyglisvert er að helst virðist gæta andstöðu við þetta nýja þingmál frá talsmönnum og fulltrúum braskara.

Ljóst er að fiskurinn í sjónum er í eigu þjóðarinnar allrar en ekki handhafa kvóta. Í 18 ár gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert til þess að draga úr agnúum upphaflega kvótakerfisins og jafnvel var sáttur við brask og annað misjafnt með kvótann. Veðsetnig og sala kvóta jafnvel skilja byggðalög eftir berstípuð þótti alveg sjálfsagt enda sjónarmið braskarans jafnan haft í fyrirúmi.

Núverandi ríkisstjórnn á miklar þakkir skildar að koma þessu mál inn á skynsamlega braut. Auðvitað eru ekki allir sáttir en í heildina litið er ríkisstjórnin á réttri leið.

Andstæðingar þingmálsins eiga að koma með skynsamar og sanngjarnar breytingatillögur hafi þeir þær á takteinum. Annars hafi þeir ekkert vitrænt viðhorf til þessa, ættu þeir að hafa vit á því að sitja á strák sínum og þegja!

Góðar stundir.


mbl.is „Yrði hrein eignaupptaka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga andstæðingar frumvarpsins að koma með skynsamlegar og sanngjarnar breytingatillögur?

Skiptir það þá engu hversu bjánalegt frumvarpið er? Er til of mikil mælst að þeir sem smíði frumvörp hafi vit á því sem þeir gera, viti hverjar afleiðingarnar eru o.s.frv? Hverskonar vinnubrögð eru það að útiloka alla í sjávarútvegi við smíði frumvarpsins, hafa ekkert samráð við neinn og gera engar athuganir á áhrifum þess á fyrirtæki í greininni eða framtíð hennar? Þetta eru vinnubrögð fólks sem er í pólitískum hráskinnaleik.

Mikið væri nú gott ef þú gætir rökstutt það hvernig þú getur vænt Pétur í Vísi um kvótabrask. Ég efast stórlega um að þú skiljir merkingu orðsins eða að þú gætir útskýrt hvað það þýðir yrðirðu spurður.

VG flokkurinn þinn virðist aðeins verða sáttur þegar búið er að drepa niður núverandi sjávarútveg og breyta honum í óarðbæra, ríkisstyrkta atvinnubótavinnu. Maður sér ekki betur en að "Kúba norðursins" sé takmarkið. Meðan gjaldeyrishöftin eru fest í sessi er reynt að höggva lappirnar undan gjaldeyrisskapandi greinum í landinu. Á sama tíma styðjið þið svo innlimun landsins í ESB og færið útlendingum yfirráðin á silfurfati. Þú mættir líta þér nær þegar þú talar um brask.

Njáll (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 11:18

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Njáll: hvað finnst þér „bjánalegt“ í frumvarpinu?

Ekki kannast eg neitt við Pétur þennan sem þú vísar til. Hvort hann standi utan við brask eður ei er ekki mitt að svara. Að öllum líkindum er hann harðduglegur í sínum rekstri og hefur ekki auðgast á kvótabraski.

VG hefur ásamt Samfylkingunni verið að draga þjóina upp úr svaðinu og óreiðunni sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á. Þessi slagorð „Kúba norðursins“ er eins og hvert annað bull.

Við eigum fremur að hugsa til þess að: „Hættan er frá hægri“ eða rétt eins og í umferðinni.

Aðild að EBE hefur marga prýðisgóða kosti. Þar getum við treyst á betri rétt borgaranna gagnvart bröskurum og fjárglæframönnum, þar er tekið meira tillit til umhverfismála sem Sjálfstæðisflokkurinn vill helst ekki vita að er til. Og þar verður nú staðar numið!

Góðar stundir!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.3.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband