Raunasaga góðs fyrirtækis

Árið 1986 voru Jarðboranir stofnaðar. Reyndar var starfsemin með rætur allt aftur til 1945, þess tíma þegar Hitaveita Reykjavíkur var að auka umsvif sín og Gufuborar ríkisins urðu til. Jarðboranir eru þjóðþrifafyrirtæki stærsta fyrirtæki í heimi sem sérhæfir sig í öflun jarðhita. Því var stjórnað lengi vel af mjög færum og farsælum forstjóra Bengt Einarssyni. Á árunum 1992-1996 var fyrirtækið einkavætt en það var áður í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar sem áttu helmingshlut.

Því miður lenti fyrirtækið í n.k. tröllahöndum þegar Atorka yfirtók það og seinna Geysir Green Energy sem sennilega var stofnað eins og hvert annað braskfyrirtæki með lánsfé í þeim tilgangi einum að hafa fé af fólki. Í hruninu féllu bæði þessi fyrirtæki. Atorka var afhent kröfuhöfum en ekki gefið upp til gjaldþrotaskipta eins og eðlilegt hefði mátt telja. Þar með töpuðu allir sparnaði sínum í formi hlutafjár. Má vera að tilgangurinn með því hafi verið að koma í veg fyrir rannsókn. Tilgangur stofnunar GGE var e.t.v. sá að koma orkulindum landsmanna undir erlend yfirráð sem raunin varð með aðkomu Magna Energy sem keypti eigur GGE á niðursettu verði og með lánsfé!

Þetta allt er mikil sorgarsaga og sennilega hefur Bengt fengið nóg af þessu öllu. Sem stjórnandi Jarðborana var hann ætíð varkár í öllu stóru sem smáu og vildi fara hægt en örugglega. Eg sótti aðalfundi félagsins í áraraðir og minnist þess hve kappkostað var að hafa öll mál í sem besta lagi hvort þar var um að ræða fjármál fyrirtækisins eða öryggismál starfsmanna. Þeir voru margir hverjir meðal hluthafa en hafa væntanlega tapað öllu hlutafé sínu eins og eg og fleiri vegna braskaranna sem vildu vaða á súðum.

Ekki þekki eg nýja forstjórann, hvorki störf hans né reynslu. Ekki kemur fram að hann hafi reynslu af fjármálastjórn fyrirtækis né viðskiptum. Því er spurning hversu vel tekst að stjórna þessu fyrirtæki eftir að Bengt hefur látið af störfum. Vonandi tekst honum að þræða hinar þröngu og vandrötuðu götur farsællrar stjórnunar eins og Bengt forðum.

Eg vil þakka Bengt fyrir góð kynni og vænti þess að hann verði jafnfarsæll stjórnandi við ný verkefni. Það eru beiskar minningar um þetta góða fyrirtæki, hvernig það, stjórnedur og eigendur þess illa leiknir af „útrásarvíkingunum“ sem skildu eftir sig endalausa slóða siðblinnar óreiðu, blekkinga og svika þar sem ofurkapp virðist hafa verið algert.

Góðar stundir!


mbl.is Ágúst Torfi til Jarðborana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband