7.3.2012 | 10:42
Breski þingmaðurinn ætti að vera rólegur
Eftir að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögunum á Íslendinga haustið 2008 voru allar eignir og innistæður íslensku bankanna frystar. Í Englandsbanka er þetta mikla fé varðveitt á ENGUM vöxtum! Credit og debet á þessum inn- og útlánum eru mjög áþekk þannig að ætti að vera nóg fyrir Icesave skuldunum.
Hefði Ólafur Ragnar ekki með inngripi sínu í ákvörðun 70% meirihluta á Alþingi, þá væru öll þessi erfiðu mál öll afgreidd og þar með úr sögunni. Ólafur vildi afla sér vafasamra vinsælda með tilfinningaþrunginni ákvörðun sinni eftir enn tilfinningalegri mótmæli og andófi á einhverjum umdeildum þjóðernislegum sjónarmiðum.
Þessi mikla fúlga fer ekki út úr Englandsbanka að svo stöddu. Breski íhaldsþingmaðurinn ætti að vera rólegur og ekki falla í sömu gryfju og þröngsýnari hluti Íslendinga með Ólaf Ragnar í broddi fylkingar.
Annars er furðulegt að breski þingmaðurinn blandi saman ólíkum málum sem aðildaviðræður við EBE og Íslendinga eru annars vegar, hinsvegar einkennileg millilandadeila milli Breta og Hollendinga við Íslendinga hins vegar.
Ljóst er, að breski íhaldsmaðurinn spilar á ómerkilegt lýðskrum sem alltaf hefur komið mönnum í koll síðar.
Góðar stundir en án lýðskrums!
Vill stöðva greiðslur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hefði Ólafur Ragnar ekki með inngripi sínu í ákvörðun 70% meirihluta á Alþingi, þá væru öll þessi erfiðu mál öll afgreidd og þar með úr sögunni" Mundu hvernig lýðræðisleg atkvæðagreiðsla um málið fór. Ef helferðarstjórninni hefði tekist að negla þjóðina á icesave krossinn Þá værum við að borga tugi milljarða í vexti á ári.
Þér ferst að brigsla öðrum um ómerkilegt lýðskrum. Það er ótrúlegt hvað "vinstri" mönnum virðist umhugað að láta skattborgara á Íslandi borga icesave. Icesave málið snýst um hvort almenningur í landinu er ábyrgur fyrir skuldum örfárra óreiðumanna. Það á ekki að ríkisvæða skuldir úr einkarekstri!!
Hreinn Sigurðsson, 7.3.2012 kl. 14:35
Algjörlega sammála þér Hreinn.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2012 kl. 16:53
Hreinn og Ingibjörg:
Í þessu Icesave máli kaus meirihlutinn með tilfinningunum en ekki skynseminni. Forsetinn afvegaleiddi þjóðina, því miður verður að segja það. Í vörslum Englandsbanka eru nægir fjármunir til að borga Icesave. Þetta fé var fryst með hermdarverkalögunum og er vaxtalaust og það vissi eða mátti Ólafur Ragnar vita allan tímann.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.3.2012 kl. 17:37
Ekki tilfinningum Guðjón heldur PRINSIPPI þ.e. að ekki eigi að ríkisvæða skuldir einkafyrirtækja, það að ríkisvæða skuldir eða tap einkafyrirtækja er sósélismi andskotans. Ef það er skynsemi að borga skuldir annarra, þá ætla ég að biðja þig um að vera skynsamur Guðjón þú getur byrjað á bílaláni nágrannans eða yfirdrætti einstæðu móðurinnar.
Hreinn Sigurðsson, 7.3.2012 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.