Af hverju loðið orðalag?

Hefði Landsdómsmálið verið fellt niður að ósk Sjálfstæðisflokksins, hefði aldrei fengist almennileg skýring á mikilvægum þáttum í aðdraganda hrunsins.

Eftirlitsstofnanir og ríkisstjórnin virðist hafa verið algjörlega ráðalaus í aðdraganda hrunsins gagnvart þeirri ógn sem lengi var ljós að stafaði að bankakerfinu. Bretar buðu aðstoð sína með því að minnka bankana en slegið var á höndina vegna einhvers „þjóðarstolts“. Þá átti Geir að sýna hvað í honum bjó, kalla saman ríkisstjórnina á neyðarfund ásamt stjórnarandstöðunni, gera grein fyrir stöðu mála, koma með tillögu og taka sameiginlega ákvörðun um að taka tilboði Breta.  Þar með hefði Geir sýnt af sér röggsemi og hann hefði því sennilega aldrei verið í þeirri erfiðu og niðurlægjandi stöðu sem hann nú er.

En aðgerðarleysið endaði með þessari kollsteypu sem var alveg óþörf.

Loðið orðaval er yfirleitt aldrei hyggilegt. Það vekur alltaf tortryggni og er oft tekið sem að enginn vilji sé til samninga. Því verður að greina vel á milli (analysera) hvar hagsmunir liggja og finna raunhæfan umræðugrundvöll og hafa orðaval sem skýrast. Það var ekki gert.

Eg hygg að við verðum að treysta betur þeim sem nú stjórna landinu enda er markmið ríkisstjórnarinnar að koma „þjóðarskútunni“ á lygnari sjó.

Góðar stundir.


mbl.is Notuðu viljandi loðið orðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband