5.3.2012 | 22:27
Forseti (formaður) Landsdóms tekur ákvörðun
Við skulum athuga að það er forseti Landsdóms Markús Sigurbjarnarson hæstaréttardómari sem tekur þessa ákvörðun. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn lagði ofurkapp á að koma í veg fyrir að Geir yrði dreginn fyrir Landsdóm. Þá er liklegt að hann sé bundinn loforðum einhverra vitna t.d Davíðs Oddssonar um að yfirheyrslum sé ekki útvarpað né sjonvarpað. Sem kunnugt er, var Davíð þekktur fyrir að fá ætíð allar spurningar fyrirfram og áskildi sér rétt að svara. En nú er öldin önnur og vel kann að vera að Davíð verði ákærður vegna 249. gr. hegningarlaganna vegna láns Seðlabanka til Kaupþings banka, 500 milljónir evra án þess að viðhlýtandi veð fyrir láninu voru veitt í aðdraganda hrunsins.
Nú hefur verið óskað eftir því að sjónvarpað verði frá réttarhöldunum og spurning hvort dómsforseti endurskoði ákvörðun sína. Öll rök mæla með því að sjónvarpað sé frá réttarhöldunum enda varða þessi hrunmál alla þjóðina en ekkin aðeins Sjálfstæðisflokkinn sem hafði öll ráð í hendi sinni að afstýra hruninu. Það mun vonandi verða leitt í ljós í þessum réttarhöldum.
Sjálfur var eg í Lagadeild á sínum tíma og sótti tíma hjá dr.Gunnari Thoroddsen veturinn 1972-73 í ríkisrétti. Hann var frábær kennari en fylgdi mjög viðteknum viðhorfum fræðimanna þeirra Lárusar H. Bjarnasonar, Bjarna Benediktssonar og Ólafs Jóhannesssonar en hafði oft eftirminnilegar athugasemdir.
Landsdómur er barn síns tíma, sennilega arfur frá tíma svonefndra Skúlamála sem skóku íslenskt samfélag á síðasta áratug 19. aldar. Hef verið að skoða þau mál nokkuð og komist að þeirri niðurstöðu að ein ástæðan fyrir ofsóknum landshöfðingjaklíkunnar gegn Skúla Thoroddsen var vegna þess að hann rauf ritskoðunarbann gegn merkum menntamanni, Eirík Magnússyni bókaverði í Cambridge sem ritaði gagnrýni gegn starfsemi Landsbankans á fyrstu árum hans. Ekkert mátti gagnrýna og Skúli var eini ritstjóri landsins sem birti greinar Eiríks og aflaði sér óvildar stjórnvalda.
Því miður hefur lítt verið hugað að ritskoðun sem stjórnvaldstæki.
Styrmir: Ótrúleg afdalamennska | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2012 kl. 00:31 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243413
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkuð hefur borið á barnalegum fullyrðingum að það sé ríkisstjórnin sem reyni að hefta upplýsingaflæðið frá réttarhöldunum. Er ekki allt neikvætt og það sem miður fer þessa dagana henni að kenna?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2012 kl. 22:53
Ég hef tekið eftir því að menn eru almennt ekkert að kommenta mikið á blogginu þínu enda yfirleitt tóm froða ,,,en þú getur örugglega rökstutt þetta komment hjá þér "Sm kunnugt er, var Davíð þekktur fyrir að fá ætíð allar spurningar fyrirfram og áskildi sér rétt að svara" hvaðan er það kunnugt????????????????''
Casado (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:22
Axel: Ekki held eg að allt sem miður fer sé unnt að kenna einhverjum um. Við verðum að treysta þeim sem með valdið fara að þeir breyti rétt. Hins vegar þegar einhver önnur sjónarmið koma við sögu ákvörðunar, þá eigum við að segja stopp: Hingað og ekki lengra. Þannig eigum við að koma í veg fyrir miður góð áform að flytja rusl hingað til lands og koma í veg fyrir aðrar vondar ákvarðanir.
Casado: Davíð vildi aldrei koma fram t.d. í Kastljósi nema fá spurningarnar skirflega sér sendar og áskildi sér rétt að svara einungis því sem hann kærði sig um. Svona var nú það á þeim tíma. Nú verður að svara öllum spurningum, líka þeim óþægilegu. Það ´verður alveg ljósara, að ekkert mátti trufla útrásarmennina, ekki einu sinni lög, þingsályktanir né stjórnvaldsákvarðanir. Enda tókst þeim að spila okkur nær gjaldþroti. Annars finnst mér ekki ástæða að rökræða við einhverja huglitla huldumenn sem þora ekki að skrifa neitt nema undir dulnefni.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2012 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.