Stór verkefni framundan

Starfandi forstjóri Fjármálaeftirlitisins er örugglega mjög varkár en klár lögfræðingur með víðtæka reynslu í stjórnsýslunni. Þetta starf er vandasamt þar sem gæta verður ætíð mikillrar formfestu en svo virðist sem eitthvað hafi ekki verið í samræmi við reglur og góðar venjur sem varð Gunnari að falli.

En það er ekki neitt sældarbrauð að sinna þessu starfi að óaðfinnanlegt er. Það verður sennilega erfitt að finna duglegan, röskan en jafnframt varkáran forstjóra Fjármálaeftirlitisins eftir það sem á undan er gengið.

Framundan eru stór verkefni þar sem rannsaka þarf fleiri fyrirtæki, tengsl þeirra við banka sem og aðra lykilmenn í samfélaginu, jafnvel þingmenn, stjórnmálaflokka að ógleymdum forseta landsins sem tengdist athafnalífinu mjög nánum böndum. Allt þetta starf þarf að vinnast ötullega en með fyllstu nærgætni, varkárni og eftir góðum stjórnsýsluvenjum. Þar kemur meðalhófsreglan til sögu þar sem aðeins beri að rannsaka  fyrst og fremst þar sem greinilegt er að lögbrot hafi verið framin og réttur gagnvart öðrum brotinn.

Bankahrunið og aðdragandinn að því er einn svartasti kafli sögu íslenska lýðveldisins. Þar komu fram margir verstu lestir mannsins: ágirnd, undirferli, svik, blekkingar og ýmsir aðrir vondir lestir. Megin orsakir hrunsins voru gegndarlaus græðgi við að koma ár sinni betur fyrir borð, að ekki þyrfti að vinna handtak framar. Afleiðingin var gríðarleg sóun á fjármunum og öðrum verðmætum.

Því miður hefur ekki tekist að hafa upp á nema örlitlu broti af þeim verðmætum til baka.

Tíminn tifar og sakir fyrnast. Stóru verkefnin á sviði Fjármálaeftirlitisins verða að halda áfram, öllum heiðarlegum landsmönnum til gagns og jafnvel þeim sem freistuðust. Þeir verða að sætta sig við rannsókn á því sem ástæða þykir til og taka afleiðingum af því sem þeir kunna að verða gerðir ábyrgir fyrir.

Með þeirri ósk og von að við getum rannsakað sem mest og best, þannig að við getum gert upp þennan svarta kafla Íslandssögunnar á ásættanlegan hátt.

Góðar stundir!


mbl.is Með víðtæka reynslu úr stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband