Áfall hverra?

Ljóst er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ÖLL tækifæri að koma í veg fyrir bankahrunið eða alla vega að draga verulega úr því. Í byrjun febrúar 2008 var kallaður saman fundur af frumkvæði Davíðs Oddssonar þáverandi bankastjóra Seðlabankans þar sem sátu mikilvægustu embættismenn þjóðarinnar um grafalvarlega stöðu fjárhagsmála. Þessi fundur var leynifundur og þeir sem viðstaddir voru létu þjóðina bíða í meira en hálft ár í fullkominni óvissu þangað til allt var um seinan: bankahrunið var óumflýjanlegt. Hins vegar fengu gullkálfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tækifæri til ráðrúms og umsvifa að stofna ný fyrirtæki til að koma eignum undan en skilja skuldir eftir í eldri fyrirtækjum. Bankarnir voru auk þess etnir að innan með glæpsamlegum umsvifum svo nánast ekkert var eftir.

Augljóst er, að tillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun á saksókn gegn Geir Haarde var til þess fallin að grafa þetta mál í 30 ár eða lengur. Rannsókn þoldi ekki dagsljósið!

Áfall þjóðarinnar vegna kæruleysis ríkisstjórnar Geirs Haarde í aðdraganda bankahrunsins var mjög mikið. Nú er komið að reikningsskilum: Sjálfstæðisflokkurinn SKAL standa frammi fyrir ráðstjórn sinni í aðdraganda bankahrunsins þar sem ekkert, bókstaflega ekkert var gert til þess að draga úr tjóni þjóðarinnar.

Vera kann að þetta sé svartur dagur í lífi þeirra sem stjórna Sjálfstæðisflokknum. En þetta er dagur vona okkar hinna sem töpuðu svo miklu í bankahruninu. Við töpuðum eignum okkar, atvinnu vegna niðurskurðar eða einkavæðingar og sumir vegna glórulítilla lána sem forsprakkar braskaranna töldu því miður allt of marga að taka.

Nú fer kvörn rannsóknar á fullan hraða og malar væntanlega þangað til allt svínaríið er komið í dagsljósið. Dagur vona og nýrra tíma er að renna upp!

Góðar stundir!


mbl.is Áfall fyrir réttarfar landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, áfall hverra! Til að finna það út, eru réttarhöld í Landsdómi nauðsynleg.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband