16.2.2012 | 19:49
Frábær hugmynd um náttúrufræðisafn í Öskjuhlíð
Þegar Safnahúsið við Hverfisgötu var opnað 1908, þá voru 4 meginsöfn landsins þar: Landsbókasafn (stofnár talið 1818), Forngripasafn (1863), Náttúrugripasafn (1889) og Þjóðskjalasafn (1882). Talið var að hús þetta sem er eitt af þeim fegurstu í landinu, myndi duga undir starfsemi þessara fjögurra safna í hálfa öld. Það fór svo, að bæði Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið viku úr húsinu um miðja síðustu öld, Forngripasafnið var flutt vestur á Mela þar sem byggt var stórhýsi undir það af miklum myndarskap jafnframt sem nafni safnsins var breytt og nefnt Þjóðminjasafn eins og kunnugt er. Náttúrugripasafnið fór í stórhýsið við Hlemm þar sem það var í sambýli við Náttúrufræðistofnun. Brátt kom að því að þetta safn varð að draga úr umsvifum sínum og virðist hafa verið að mestu leyti varðveitt í kössum.
Í fréttinni er sagt að meginsöfn landsins séu 3 en þau eru í raun 4.
Nú hafa öll hin söfnin fengið sína eigin byggingu: Landsbókasafnið á sömu slóðir og Þjóðminjasafnið í Bókhlöðuna vestan Suðurgötu. Þjóðskjalasafnið fékk gamla mjólkurstöð til ráðstöfunar þar sem húsnæði eru traust enda þurfa skjöl á góðu og öruggu húsnæði að halda sem önnur söfn.
Segja má að sem stendur sé gamla Náttúrugripasafnið eins og munaðarleysingi. Með góðum og gildum rökum má jafnvel fullyrða að það sé safnið sem ráðamenn þjóðarinnar gleymdu.
Fyrir nokkru rituðu tveir kunnir borgarar grein í Fréttablaðið og birtist laugardaginn 4. febrúar síðastliðinn: Perlu í Perluna. Höfundarnir eru Hjörleifur Stefánsson, einn af þekktustu arkitektum landsins og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sýningarhönnuður. Í greininni er varað við að lagfæra slæma skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur með því að selja þetta einstaka mannvirki og með því að setja fram bókhaldsbrellu.
Í greininni segir: Hugsið ykkur hve merkilegur staður Perlan er fyrir sýningu um náttúru Íslands. Þarna er risastór sýningarhöll sem hituð er upp með orku úr iðrum jarðar. Þarna er fagurt útsýni til fjallahringsins þar sem sjá má jökla og eldfjöll. Þetta getur ekki verið betra.
Greinina má finna á slóðinni: http://www.visir.is/perlu-i-perluna/article/2012702049973
Megi þau Hjörleifur og Þórunn hafa bestu þökk fyrir afbragsgóða hugmynd um framtíðarlausn fyrir munaðarleysingjann í kössunum.
Góðar stundir!
Náttúrugripasafnið fari í Perluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðjón Sigurþór. Sammála þér í þessum pistli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2012 kl. 21:27
Anna:
Smáleiðrétting: millinafnið sem eg að vísu nota ekki er Sigþór ekki Sigurþór. Mjög óalgengt er að foreldrar kenni börn sín hvoru tveggja við kristni eins og algengt er og við hin heiðnu goð.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2012 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.