Um hvað snýst deilan?

Af fréttum er ekki augljóst um hvað verið er að ræða annað en að fjallað er um makrílveiðar.

Makríllinn er flökkustofn fiska sem leitar sífellt norðar á bóginn. Makríllinn er ránfiskur, étur nánast allt sem fyrir er og talið að hann hafi þannig þrengt að fuglategundum sem hér hafa verið þekktar eins og kría og lundi sem lifir að umtalsverðu leyti á sandsíli sem makríllinn bókstaflega hreinsar upp.

Makríllinn veður bókstaflega uppi á ólíklegustu stöðum. Síðastliðið sumar gisti eg í Langholti (Ytri Görðum) á sunnanverðu 4 nætur með þýskum ferðahópum. Í þessum ferðum geng eg gjarnan um ströndina með ferðafólkinu eftir kvöldverðinn. Þetta er ein flottasta ströndin sem til er á Íslandi, með Snæfellsjökul í allri sinni dýrð á næstu grösum, mikið fuglalíf og sjávardýralíf. Má oft sjá seli úti fyrir ströndinni sem oft eru jafnforvitnir og við mannfólkið, hætta sér jafnvel langleiðina upp að ströndinni í öldunum. Í eitt skiptið í sumar sem leið var óvenjumikið fuglalíf þarna við ströndina. Mörg hundruð ef ekki jafnvel um eða yfir þúsund súlur stungu sér hvað eftir annað í makríltorfurnar sem var í sjónum skammt frá ströndinni. Þetta nefnist súlukast eða súlnakast. Mikill hamagangur var einnig í öðrum fuglategundum eins og kríu, fýl og sílamáf. Og við urðum vitni að miklum bægslagangi: þar voru komnir háhyrningar til að taka þátt í veislunni miklu!

Ljóst er að makríll er mikill happafengur bæði fyrir mannfólkið sem dýrin. Makríllinn kemur og fer rétt eins og aðrar fiskitegundir sem synda um sjóinn í misstórum torfum. Þessi afburða matfiskur hefur reynst okkur happadráttur og því finnst okkur sem fiskveiðiþjóð nokkuð hart að nágrannalönd okkar sýni hagsmunum okkar ekki meiri skilning en reyndin virðist vera. Engin þjóð í Evrópu er jafn mikið háð fiskveiðum og við Íslendingar. Við höfum veitt makríl innan okkar fiskveiðilögsögu en höfum ekki sótt hann annað. Það er því nánast óskiljanlegt að ekki skuli ganga betur saman í viðræðum um þessi mál.

Æskilegt er að yfirvöld leggi spilin á borðið: um hvað þessi deila raunverulega snýst. Sem fylgismaður þátttöku okkar í EBE þá finnst mér eins og andstæðingar Evrópusambandsaðildar séu jafnvel að gera þetta makrílmál að einhverju óyfirstíganlegu ágreiningsatriði sem ekki má vera. Í viðræðum við aðrar þjóðir ber okkur að stefna á lausnir ágreiningsefna og skýr markmið. Þar kemur auðvitað hagnýting og hugsanleg friðun að einhverju marki sé um tegundir sem eiga undir brattan að sækja til viðgangs. 

Makríllinn kemur og fer, rétt eins og hver annar flökkustofn. Honum hefur fjölgað mjög mikið eða svo virðist vera. Hann sækir jafnvel þétt að ströndinni eins og á sunnanverðu Snæfellsnesi eins og drepið var á hér að framan.

Einnig væri mjög viturlegt að rannsaka þessa fiskitegund betur, atferli, viðgang, ferðir, æti og sitt hvað fleira.

Góðar stundir


mbl.is Buðu Íslandi hærri hlutdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242926

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband