Hvenær koma þau niður aftur?

Skoðanakönnun þessi er aðferðalega séð að ákaflega er varhugavert að túlka niðurstöðu hennar þegar aðeins 53% vilja gefa upp afstöðu sína. Hvaða skoðun þessi 47% hafa gæti kollvarpað niðurstöðunum gjörsamlega.

Rétt er að benda á að klofningsframboð hafa yfirleitt aldrei skilað neinu nema auknu sundurlyndi. Meðan móðurflokkurinn er ekki í upplausn þá daga þessi framboð venjulega uppi eins og draugarnir forðum.

Vel er hægt að skilja Lilju og félaga hennar, að þessi skoðanakönnun vaki einhverja bjartsýni. Það getur verið gott að vera í skýjunum en vont er að missa allt jarðsamband.

Mér finnst að hugmyndafræðilegur ágreiningur sé óverulegur, fremur megi segja að Lilja sé ekki samþykk um leiðir. Áherslur hennar hafa einkum verið þær að hún vilji rétta hlut skuldara betur þó fyrirsjáanlegt er að þar hafi verið gert það sem unnt er.

Það getur verið gott að horfa vel yfir vettvanginn en hvernig finna megi bestu leiðina er oft ekki auðvelt. Núverandi ríkisstjórn hefur náð betri árangri en vænst var í fyrstu og má skýra það með ýmsu. En betur má ef duga skal. Þannig verður að styrkja stoðir atvinnulífsins betur þó án stóriðju en fremur með fjölbreytni.

Við skulum sjá hvort þetta sérframboð endist árið.


mbl.is Samstaða er í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband