Hvað er „synd“?

„Syndin er lævís og lipur“. Svo nefnist fræg ævisaga Jóns kadetts í Hernum sem Jónas Árnason færði í letur og var nánast lesin upp til agna.

Hugtakið „synd“ er ekki til í sumum mikilvægum fræðasviðum eins og lögfræði. Þar er talað um „lögbrot“, „ólögmætan verknað“, þjófnað, manndráp, misneytingu, nauðganir, svik, blekkingar og þar fram eftir götunum, brot sem framin eru gegn almennum hegningarlögum, nr.19/1940 með síðari breytingum sem og sérrefsiákvæðum sérlaga eins og áfengislaga (brugg og ólögleg sala, innflutningur o.fl.).

Snorri í Betel verður oft tíðrætt um „syndina“. Hvað er eiginlega þetta fyrirbæri og hvernig tengist það nútímanum? Þetta orð er fyrst og fremst tengt trúmálum enda orðið lengi notað á þeim vettvangi og kannski ofnotað eins og mér finnst þessi umdeildi maður margsinnis gera.

Í Íslenskri orðabók sem Menningarsjóður gaf upphaflega út er orðið „synd“ merking fyrir  „yfirsjón“, „brot á réttri hegðun“. Hvað er þá „rétt hegðun“? Í lögfræðinni er til fyrirbæri sem á latínu nefnist „bonus pater familias“ sem merkir eiginlega „góður heimilisfaðir“ eða eitthvað í þá áttina. Í raun er þetta hugtak yfirleitt eingöngu notað þegar koma upp einhver vafatilfelli í dómsmálum hvað hinn góði heimilisfaðir myndi gera undir þeim kringumstæðum sem lögfræðingar eru ekki sammála um í viðkomandi réttarágreiningi.

Í félagsfræðinni er talað um „norm“ þ.e. staðla eða form sem ætlast er að haft sé til viðmiðunar. Venjulegt fólk sýnir af sér venjulega hegðun, er „normal“ og þeir sem fylgja ekki þessu hegðunarmunstri álitnir vera ónormal. Þessi sjónarmið voru ríkjandi um miðja öldina sem leið og og nokkuð fram eftir. Nú í dag er viðurkennt að fólk fái að hafa það frelsi að hafa sérvisku, klæða sig t.d. frjálslega, haga sér frjálslega, sýna öðrum ást og vinsemd jafnvel utan 4 veggja hins venjulega tabú heimsins.  Heimilið er ju friðheilagt og þar mega einstaklingar gera það sem þeim sýnist án þess að eiga það á hættu að vera kærðir fyrir að ganga fram af einhverjum, jafnvel hneyksla eða misbjóða.

Snorri hefur greinilega sokkið mjög djúpt í gamlan tíma sem einkennist af íhaldsemi og allt að því þröngsýni. Kannski hann hefði betur verið uppi á 17. eða 18. öld fremur en í nútímanum, eða búa í öðrum menningarkima eins og þeim þar sem bókstafstrúarmenn ráða öllu. hann á greinilega erfitt með að sætta sig við raunverulegar staðreyndir umhverfisisins í dag. Nú er fólk mjög misjafnt, hefur sína hentisemi, ræktar sín áhugamál og ver tómstundum sínum eins og það vill, einnig samskiptum við aðra sem engum kemur við meðan ekki eru framin brot í skilningi laganna. Þar skipta gamlar trúarreglur engu máli sem Snorri vill ríghalda í.

Árin kringum 1880 var lögreglustjóri í Reykjavík, Jón Jónsson að nafni. Hann tók hlutverk sitt mjög alvarlega, var oft á ferðinni um bæinn til eftirlits. Sagt er að hann jafnvel hafi lagst á glugga og þegar hann varð þess var að ógift par var að nálgast fáklætt hvort annað ósiðlega í húsakynnum, átti hann til að rjúka upp milli handa og fóta, réðst inn á fólkið og krafðist þess að það stofnaði til hjónabands áður en það væri að efna til „ósiðlegs“ lífernis. Eðlilega var þessu tekið illa eins og nærri má geta sér til um. Jón þessi var í raun að framfylgja þeirri sannfæringu sinni sem hann var kallaður til en þar fór hann fram úr sér og braut rétt á fólki að virða ekki frelsi viðkomandi og friðhelgi heimilis.

Mættu aðrir taka sér þetta til athugunar.

Góðar stundir!


mbl.is Erfitt að draga línuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Snorri hefur greinilega sokkið mjög djúpt í gamlan tíma sem einkennist af íhaldsemi og allt að því þröngsýni. Kannski hann hefði betur verið uppi á 17. eða 18. öld fremur en í nútímanum,....

Skoðanir Snorra voru ríkjandi á 20. öld, og eru enn ríkjandi á meðal stærstu kirkjudeilda heimsins.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 12:17

2 identicon

Það er ekkert til sem heitir synd; Þetta er tilbúningur trúarbragða, öllum ber að dissa þetta syndarugl...
En mér finnsst þetta ágætt, alltaf gott þegar fólk fær að heyra ógeðið úr biblíu... þetta með samkynhneigð er bara toppurinn á ísjakanum.

Ef þið eigið dóttur, sem giftist.. ekkert blóð kemur í lakið á brúðkaupsnótt... brúðgumi á að fara með konuna að húsi föðurs hennar, þar grýta þeir konuna til dauða, öll fjölskyldan saman...

Munið, besta ráðið til að hætta að trúa, er að lesa biblíu; Nema ef þú ert geðveik(ur) og að deyja úr sjálfselsku... þá gerir biblían þig að enn meiri bjána, ofurbjána

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 12:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hjalti: jú það er rétt að sumar kirkjudeildir eru íhaldsamar en íslenska þjóðkirkjan er umburðarlynd og vill finna góða lendingu í þessum efnum.

DoctorE: Margt er virkilega óhuggulegt í Gamla testamentinu. Það sem samræmist ekki Nýja testamentinu er ekki bindandi fyrir kristið fólk.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ritunartími Biflíunnar spannar meira en 10 aldir! Á 1000 árum breytist sitthvað í öllum löndum.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2012 kl. 12:37

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti: jú það er rétt að sumar kirkjudeildir eru íhaldsamar en íslenska þjóðkirkjan er umburðarlynd og vill finna góða lendingu í þessum efnum.

Ekki "sumar". Heldur flestar, og þær stærstu. Það eru svo skiptar skoðanir um það hvort að þetta sé synd eða ekki innan ríkiskirkjunnar, og síðast þegar Karl biskup tjáði sig um þetta, þá taldi hann kynlíf utan hjónabands vera synd, og þar með auðvitað samkynhneigð (þar sem hann telur hjónaband einungis vera á milli karls og konu). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 12:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þú vilt ræða synd og náð, Guðjón, í kristnu samhengi, þá verður þú að leita til Ritningarinnar, ekki í veraldlegar lögbækur.

Ekki hef ég veitt því eftirtekt hjá Snorra, að hann ryðjist inn á einkalífssvæði fólks, eins og Jón Jónsson bæjarfógeti gerði á 19. öld; það þurfti því ekki að draga þann Jón hér fram í þessa umræðu. Sjálfur er ég gagnrýninn á hugtakanotkun Snorra, sjá um það á vefsíðu Ómars Geirssonar og hér hjá mér, í pistli sem ég er rétt að byrja að tjasla saman, þegar þetta er ritað: Berufsverbot á Íslandi í nafni "umburðarlyndis"?!

Það er rétt hjá Hjalta, að fráleit afstaða Þjóðkirkjunnar (þ.e. sem stofnunarapparats, ekki sem samfélags trúaðra) í þessu máli heyrir fremur til undantekninga í heimi kristinna kirkna heldur en hitt.

Jón Valur Jensson, 10.2.2012 kl. 13:03

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hjalti: Eigi hefi eg tölfræði um þetta en vel gæti eg trúað að flestir þeir sem telja sig kristna um allan heim séu fremur umburðarlyndir en vilja líta á þessi mál mjög strangt.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2012 kl. 13:04

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðjón, hvað þýðir það eiginlega að vera "fremur umburðarlyndur en vilja líta á þessi mál mjög strangt"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.2.2012 kl. 13:21

8 identicon

Sorry, en meintur messías var sagður segja að GT væri fullkomið orð guðs, að þar mætti engu breyta, ekki svo miklu sem einum staf..  Þið getið valið ykkur eitthvað úr biblíu, sagt að það séu aðrar reglur; En ef guð breytti reglunum.. þá bendir það sterklega til þess að reglurnar hafi verið mannlegar frá upphafi.

Ef biblían væri skrifuð/undir áhrifum frá súperséníinu honum Gudda... þá værum við ekki að karpa um neitt, við gætum ekkert sagt; En sannleikurinn er sá að þessi guð sem á að vera í biblíu, hafði nákvæmlega sömu vanþekkingu á heiminum og menn sem lifðu á þeim tíma... Þessi guð var með sömu hugsanir og fornmenn.. halló

Því svo elskaði JVJ sjálfan sig, að hann gaf sig tvígetinn til páfans í róm...

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 14:37

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón: Rétt hjá þér: um iðrun synda er tekið á í Biflíunni en ekki lögbókum. Hins vegar er skýr regla í almennum hegningarlögunum sem kemur inn á þetta sama: ef brotamaður hefur sýnt iðrun, séð eftir öllu saman, beðist fyrirgefningar og ekki sé gleymt: hafi boðist til að bæta fyrir afbrot sín, þá er heimildi í þessari hegningarlagagrein að færa refsingu niður og milda hana og jafnvel fella niður. Er þessi regla ekki til fyrirmyndar? Mér finnst það.

Hjalti: Eigum við ekki að sýna öðrum umburðarlyndi fremur en að óska einhverjum niður á sextugt dýpi? Alltaf er von að sá sem hefur brotið af sér, sjá eftir öllu saman og biðjist afsökunar. Umburðarlyndið á fremur að hvetja en letja til slíkrar breytni.

Góðar stundir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2012 kl. 11:45

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Iðrun vegna afbrits, já, en dómarinn talar ekki um iðrun vegna synda. Hugtakið er kristið.

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 12:11

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Augljós flýtis-ásláttarvilla þarna!

Jón Valur Jensson, 11.2.2012 kl. 12:12

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti: Eigum við ekki að sýna öðrum umburðarlyndi fremur en að óska einhverjum niður á sextugt dýpi? Alltaf er von að sá sem hefur brotið af sér, sjá eftir öllu saman og biðjist afsökunar. Umburðarlyndið á fremur að hvetja en letja til slíkrar breytni.

Guðjón, ég skil enn ekki hvað þú áttir við. Gætirðu útskýrt hvað þú áttir við með fullyrðingunni "flestir þeir sem telja sig kristna um allan heim séu fremur umburðarlyndir en vilja líta á þessi mál mjög strangt"?

Nú bætist bara við önnur spurning hjá mér "fremur en að óska einhverjum niður á sextugt dýpi", hver hefur gert það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.2.2012 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband