10.2.2012 | 10:33
Lágkúrlegur fíflagangur
Ótrúlegt er hversu menn leggjast lágt í vitleysu. Að telja að eitt mesta viðskipta- og herveldi heims hafi áhuga á að byggja upp friðsama ferðaþjónustu kannski 10-15 vikur á ári á einu erfiðasta veðravíti á Íslandi er þvílíkur barnaskapur að nánast tárum taki.
Halda þessir menn virkilega að fyrir Kínverja vaki að greiða niður ferðaþjónustu á forsendum heimamanna við mun erfiðari aðstæður en er t.d. við Mývatn?
Augljóst er að Kínverjar eru sem eitt mesta viðskipta- og herveldi heims meða allt öðru vísi hugmyndir. Þeir hafa verið þekktir fyrir gríðarleg umsvif í margs konar framleiðslu sem grundvallast á frjálsri meðferð hugverka, lágum launum og aðstæðum verkafólks sem þykja ekki við hæfi. Það er svo augljóst m.a. með hliðsjón af vaxandi umsvifum þeirra í Afríku einkum austanverðri, að þeir leggja ofurkapp á að byggja upp viðskiptaveldi sem nær um alla heimsbyggðina. Ísland er liður í þessari útrás þeirra og þeir dulbúa innrásina þannig að sumir Íslendingar liggja gjörsamlega flatir fyrir þessum gylliboðum.
Raunveruleg langtíma markmið kunna m.a. að vera að koma upp þjálfunarbúðum fyrir kínverska herinn en Grímsstaðir er kjörinn vettvangur slíkra æfinga. Kínverjar vita ofurvel að Íslendingar eru upp til hópa mjög opnir fyrir alls konar dellum, eins og utanvegaakstri, vélsleðum, fjórhjólum og öðru slíku. Þeir eiga það sameiginlegt að þeim er viðkvæm náttúra ekki svo mikils virði að allt megi undir yfirskyni einhvers frelsis. Þar fara saman áhugamál margra landa og hugsanlegra markmiða Kínverja. Við skulum ekki gleyma, að sendiráð Kína er á Norðurlöndum langstærsta hér á landi og jafnvel víða. Þeim ætti að vera fyllilega ljóst hversu langt er unnt að teygja sig að afla hagsmuna.
Þegar Kínverjar hafa tryggt sér baklandið má ábyggilega reikna með að þeir vilji tryggja sér greiðan aðgang að hafinu. Þeir gætu óskað eftir því að kaupa upp með manni og mús lítil sjávarþorp eins og Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn eða Vopnafjörð með hafnaraðstöðu. Og í framhaldi færðu þeir sig upp á skaftið og vildu kaupa Húsavík og jafnvel Akureyri, Seyðisfjörð eða Reyðarfjörð.
Ísland er kjörinn stökkpallur milli Evrópu og austurstrandar N-Ameríku, m.a. vegna styttri siglingarleiða um heimskautalöndin. Gríðarlegir hagsmunir ört stækkandi heimsveldis. Í millitíðinni væru þeir búnir að tryggja sér lönd á milli Grímsstaða og hafna enda eru næg efni hjá Kínverjum til kaupa á landi og landsréttindum, rétt eins og fyrrum væri plenty of money fyrir Westan.
Þegar hér eru komnar inn í landið tugir, hundruðir þúsunda, jafnvel milljónir Kínverja, ætli mörgum bóndanum þætti ekki orðið nokkuð þröngt fyrir dyrum?
Er nauðsynlegt að ganga með grasið í skónum alla leið til Kínaveldis í leit að einhverju sem menn hafa ekki hugmynd um?
Í mínum augum er um lágkúrulegan fíflagang að ræða.
Góðar stundir.
Fundar áfram með Huang Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.