Hvað vakir fyrir fólki? Er fólk steinblint?

Ólafur Ragnar hefur öðlast þann vafasama sess að vera talinn umdeildasti forseti lýðveldisins. Hann er menntaður sem sérfræðingur í sögu valdsins á Íslandi og hefur síðustu árin leikið sér að valdinu.

Valdið er mjög vandmeðfarið. Margir valdsmenn hafa látið valdið draga sig á asnaeyrum og séð ofsjónum yfir því. Þeir jafnvel telja sig hafa yfir lög og rétt hvað þá þann nafnlausa fjölda sem þjóðin er.

Ólafur Ragnar hefur reynst okkur nokkuð dýr. Hann er hlutdrægur, hefur lagt sig í líma að styrkja stjórnarandstöðuna gegn núverandi ríkisstjórn sem hefur aldrei í sögu lýðveldisins átt í jafnmiklum erfiðleikum. Samt hefur ríkisstjórninni tekist ótrúlega vel að leysa mörg erfið verkefni þó töluvert sé í land að leysa öll mál.

Kannski við þurfum fremur á forseta að halda sem er lítillátur, ódýr í rekstri og hefur sig ekki jafnmikið í frammi og Ólafur Ragnar. Hann hefur vaðið á súðum, gegndi mikilvægu hlutverki hjá útrásarvörgunum, var ein helsta klappstýra þeirra. Telst slíkur forseti vera eftirsóknarverður nema meðalþeirra sem vilja hafa hann í vasanum?

Eg vil gjarnan sjá næsta forseta lýðveldisins sem víðsýnan, góðan og farsælan leiðtoga allrar þjóðarinnar sem ekki hefur sig í frammi og tekur ekki þátt í að taka svo afdrifaríkan þátt í þjóðfélagsmálum og núverandi forseti. Ólafur Ragnar á að draga sig í hlé og sigla lygnari sjó.

Við þurfum ekki á forseta að halda sem er óútreiknananlegur, forseta sem tekur óvæntar ákvarðanir þvert á vilja eða óska, ákvarðanir sem eru til þess fallnar að afla honum tímabundinna vinsælda en sem ekki kunna að vera sérlega hagsýnar og þaðan af síður skynsamar þegar sagan metur störf og gerðir seinna meir. Icesave málið var blásið upp í pólitísku moldviðri sem kemur okkur Íslendingum ekki að neinu gagni nema síður sé.

Mér finnst fólk vera léttlynt og allt að því steinblint að vilja framlengja umboð Ólafs Ragnars. 

Hann klauf þjóðina í tvær andstæðar fylkingar en sameinaði ekki. Forsetaembættið á að skipa friðsaman en ekki stríðsherra!


mbl.is Undirskriftum fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það sem Ólafur gerði var að viðhalda lýðræðinu gegn flokksræðinu!

Sigurður Haraldsson, 22.1.2012 kl. 17:52

2 identicon

Sæll; Guðjón Sigþór; og aðrir gestir, þínir !

Guðjón Mosfellingur & síðuhafi !

Láttu; þessi fölskvalausu orð, stórvinar míns, Sigurðar Þingeyings Haralds sonar verða þér, til þarfrar upplýsingar, um raunverulega stöðu mála, í landinu í dag, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:01

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega Óskar.

Sigurður Haraldsson, 22.1.2012 kl. 18:21

4 identicon

Nei veistu....

Fólk sér nefninlega !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:22

5 identicon

Sammála hverju orði hjá þér Guðjón.

Það getur aldrei talist góður forseti sem klýfur þjóð sína í tvennt.
Forsetinn er sífellt að leita að leiðum til að auka vinsældir sínar og til þess að fólkið gleymi dansi hans í kringum gullkálfinn með útrásarvíkingunum.

Einræðistilburðir hans eru beinlínis hættulegir Íslenskri þjóð.

Ingimundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 18:25

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kosningar eiga vera leynilegar. Ekki eins og menn séu að skrifa upp á víxil sem komin er á gjalddaga.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 22.1.2012 kl. 18:33

7 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Ingimundur Sigurðsson !

Alveg burt séð frá; hvað mér eða þér - eða öðrum kann að finnast, um persónu Ó.R. Grímssonar, að þá er það ómótmælanlegt, að hann átti hlutdeild í Hundraða Milljarða króna sparnaði landsmanna, með því að vísa kveinstöfum Breta og Hollendinga á bug; hverjir, voru undir leiðsögn Jóhönnu og Steingríms, eftir svindl vina Davíðs og Halldórs, í Landsbankanum, alræmda.

Skussar spilavítanna; í Monte Carló og Las Vegas, myndu aldrei dirfast, að fara fram á það, á sínum slóðum, sem Brezku og Hollensku nýlenduvelda ribbaldarnir fóru fram á, af Íslendinga hálfu - og það meira að segja af fólki, sem ALDREI hefir við Landsbankann skipt, ágæti drengur.

Skoða þú mál; ögn betur, í víðara samhengi, Ingimundur minn, og þið Guðjón síðuhafi raunar, báðir.

Sigurður Þingeyingur !

Þakka þér æfinlega; óbilandi varðstöðuna, um hag þinna samlanda, skuldlaus maðurinn.

Hugsjóna menn; sem þú, eruð ærið sjaldgæfir, nú; um stundir.

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:14

8 identicon

Ólafur var að viðhalda vinsældum sjáfls sín.. bara svo það sé á hreinu.
Hvað hefðu þið sjálf gert í þessari stöðu... skrifað undir og þar með orðið mest hataði forseti allra tíma.. eða skrifa ekki undir og verða vinsælasti forseti íslands..

Hlægilegt alveg

DoctorE (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband