3.1.2012 | 14:34
Af hverju að auka glundroðann?
Eg skil ekki Ólaf Ragnar. Hann er aftur og aftur að auka glundroðann í þjóðfélaginu og breytt forsetaembættinu í pólitíska skotgröf.
Eftir hrunið hefur verið nógu erfitt að hreinsa til eftir léttúð íhaldsaflanna og koma samfélaginu aftur í réttar skorður. Ólafur Ragnar var ein mikilvægasta klappstýra útrásarvarganna sem grófu undan efnahagslífinu og efndu til hrunadansins mikla. Hann virðist ekki sjá samhengi hlutanna og er að grafa undan íslensku samfélagi og réttarríkinu.
Eiður Guðnason á heiður skilinn að benda á meinlokur Ólafs Ragnars sem verður sennilega minnst sem lakasta forsetans okkar. Því miður fer sagan þá leið að meta störf og ákvarðanir ráðamanna og líklegt er að hún kveði harðan dóm um embættisstörf hans. Hann átti kjörið tækifæri að bera klæði á vopnin og vera áfram sameiningartákn þjóðarinnar. Þá leið fór Ólafur ekki, vildi fremur breyta forsetaembættinu í pólitíska skotgröf til aðstoðar íhaldinu. Honum hefur tekist að sundra þjóðinni og hefði betur átt að sitja á strák sínum!
Með von um betri stundir.
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvær spurningar.Varst þú sáttur við Ólaf Ragnar þegar hann synjaði fjölmiðlalögunum ? Eða var það í lagi af því að þá var hann að aðstoða vinstri öflin ?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 3.1.2012 kl. 15:12
Forseti á ALDREI að beita neitunarvaldi nema hafa mjög öflugan hóp vel menntaðra ráðgjafa að baki sér.
Í öll skiptin hefur Ólafur tekið ákvörðun upp á eigin spýtur. Mað því er hann að grípa fram fyrir Alþingi.
Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2012 kl. 15:37
Takk fyrir svörin.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 3.1.2012 kl. 16:15
Menntaðir ráðgjafar hafa ekki umboð skv. stjórnarskrá til ákvörðunar í málum sem þessum.
Auk þess er Olafur prýðilega menntaður eftir því sem best er vitað.
Og að síðustu Guðjón! Veistu nema forsetinn hafi ráðfært sig ítarlega við sk. menntaða ráðgjafa fyrir þessa ákvöðrun?
Ráðstöfun þessi var að auki í fullu samræmi við stjórnarskrá og þar er gert ráð fyrir að geti þurft að grípa fram fyrir hendurnar á alþingi!
Kristján H Theódórsson, 3.1.2012 kl. 17:58
Þið eruð allir með hlassið í buxunum Guðjón vinstri mennirnir að hræðslu við Ólaf. Nú er það að hann geti jafnvel verið hættulegri ESB leppstjórninni ykkar ef hann hættir búskapnum á Bessastöðum en að vera þar áfram. Þú verður að fara að taka á þessu Guðjón minn, þetta er farið að lykta. Drífa sig bara út, upp fyrir hús, gyrða niður og losa hlassið. Ekkert annað að gera í stöðunni. Taktu svo einhverja skoðanabræður með þér, þá er hægt að fara í svona hópefli, ekki verra að geta staðið vaktina á meðan. Það er enginn þrifnaður af þessu né fallegt ásýndar skilurðu...
Rekkinn (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 19:55
Kristján: Auðvitað getur forseti ráðfært sig við fleiri en þá sem sitja á þingi. Ólafur virðist hafa tekið þessa ákvörðun sjálfur meðan ekki kemur annað í ljós. Kannski kann einhver að hafa fengið hann til þess. En alla vega tekur hann óneitanlega gríðarlega áhættu. Bretar og Hollendingar eru ekki líklegir að gefa neitt eftir fyrst slegið var á sáttarhönd þeirra.
„Rekkinn“ ??? hver svo sem þú kannt að vera þá leyfi eg mér að vísa þessu bulli þínu beinustu leið til föðurhúsa þinna.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru báðir í mikillri tilvistarkreppu. Þeim tókst að blekkja þjóðina í aðdraganda hrunsins, gerðu síðan ekkert annað en að gera endurreisnina tortryggilega á allan hátt. Þeir hafa ekki hlíft sér að gera núverandi ríkisstjórn eins erfitt fyrir og unnt er.
Í báðum þessum flokkum sitja þingmenn sem eru annað hvort tengdir braskaralýðnum mjög náið eða þeir vilja afneita ábyrgð.
Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2012 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.