Getgátur Guðlaugs Þórs

Alltaf lá fyrir að sameina ætti ráðuneyti.

Þessi umdeildi þingmaður, Guðlaugur Þór ýjar að því að Steingrímur J. Sigfússon hafi látið fara fram greiðslur úr Landsbanka í einhver verkefni. Hvað hefur þessi merkilegi fjármálaspekingur fyrir sér í því?

Guðlaugur hefur alltaf þótt umdeildur. Einna frægastur er hann fyrir að vera einstaklega lunkinn að sanka að sér peningum. Eitt árið runnu til hans tugir milljóna frá ýmsum fyrirtækjum í kosningasjóð hans. Er þetta í lagi? Þetta var á þeim tíma þegar umræðan var vaxandi um aukna spillingu í samfélaginu. Háværar kröfur komu fram um að stjórnmálaflokkar og einnig einstakir stjórnmálamenn yrðu að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjársem þeir hefðu undir höndum.

Guðlaugur Þór var einnig umdeildur þegar hann var í borgarstjórn Reykjavíkur. Spurning er hvernig hann hafi staðið sig í stjórn Orkuveitunnar. Á þeim árum var farið í ýmsar umdeildar og rándýrar framkvæmdir sem kannski hefði verið betra að fara hægar í. Hvernig tengist Guðlaugur þeim málum og hafði hann sjálfur ávinning af þeim?

Meðal fyrirtækja sem greiddu háar fjárhæðir var almenningsfyrirtækið Atorka sem þá átti mikla hagsmuni af nýtingu jarðhitans. Það fyrirtæki var sölsað undir hrægammana og almenningur tapaði öllum sínum sparnaði í formi hlutabréfa.

Guðlaugur Þór er iðinn við að sjá flísarnar í augum nágrannans en ætti að fá aðstoð við að fjarlægja bjálkann úr eigin auga.


mbl.is Guðlaugur Þór: Jóni fórnað fyrir makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband