Þá kom að því

Bankahrunið var fyrir venjulegan Íslending martröð. Allt í einu var eins og allt væri á hverfandi hveli, ekkert fast undir fótunum og allt í einu var eins og maður væri í lausu lofti án nokkurs jarðsambands.

Auðvitað var þetta afleiðing skelfilegs ástands sem Frjálshyggja í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem voru að öllum líkindum mestu fjárfestingarmistök á vegum þess opinbera í 17 ára samfelldri stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Nú er komið að því að böndin berist að nokkrum höfuðpaurum fjárglæfranna. Sérstakur saksóknari hefur lagt gríðarlega vinnu við að leita uppi sannanir þar sem reynir á ábyrgð vegna innherjaviðskipta, fjársvika og misneytingu valds.

Mörgum finnst þessi vinna ganga nokkuð seinlega. Þess ber að gæta að það tók bandarísk yfirvöld 3 ár að rannsaka hvað fór úrskeiðis í Wall Street í okt. 1929 þegar fjármálakerfi hins vestræna heims riðaði til falls og markar upphaf kreppunnar miklu. Þessi rannsókn fór þó fram með amerískum hraða eins og þá tíðkaðist.

Ljóst er að tölvutæknin hefur sína kosti en galla líka. Umsvif viðskipta sem gengu meira og minna út á að mynda bólur á uppgangstímum Frjálshyggjunnar gengu mjög hratt fyrir sig. Á hverjum degi var unnt að „búa til“ veltu sem áður tók vikur ef ekki mánuði.

Lífeyrissjóðir landsmanna sem og sparifjáreigendurí formi hlutabréfa töpuðu gríðarlegum fjármunum í hendurnar á þessum fjárglæframönnum. Nú er komið að nýjum kaflaskilum. Ljóst er að nú eru böndin að berast að þeim sem ábyrgð báru á þessum glæfrum.

Við óskum sérstökum saksóknara velfarnaðar í sínu vandasama starfi og væntum þess að hann nái sem mestum og bestum árangri.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Líklega fleiri í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það ríkti engin frjálshyggja hérlendis á árunum fyrir hrun. Frjálshyggjan gengur ekki út á að stækka ríkið (heldur takmarka mjög umfang þess) og frjálshyggjan gengur ekki út á að ríkið bjargi illa reknum fyrirtækjum frá eigendum sínum. Þess má geta svona í framhjáhlaupi að Seðlabankar eins og þeir eru praktíseraðir í heiminum í dag eru runnir undan rifjum Karl Marx. Merkilegt, ekki satt?

Ríkið stækkaði um þriðjung á föstu verðlagi frá 1999-2007. Ekki er það frjálshyggja!! Raunverulegir frjálshyggjumenn hefðu dregið úr umfangi ríkisins en ekki þanið það út.

Ríkið átti að láta bankana fara á hausinn í stað þess að bjarga þeim. Ekki er það frjálshyggja. Hvaða munur er á banka og bakaríi? Af hverju er ríkið að skipta sér að rekstri einkafyrirtækja með því að bjarga sumum en öðrum ekki? Raunverulegir frjálshyggjumenn hefðu ekki skipt sér að örlögum bankanna enda ekki hlutverk ríkisins að bjarga illa reknum fyrirtækjum.

Margir frjálshyggjumenn vilja láta leggja niður Seðlabanka heimsins enda eru þeir gott dæmi um ríkisafskipti af fjármálageiranum og hrunið varð einmitt vegna þessara afskipta. Hefur þú aldrei spurt þig hvaðan allir þessir peningar komu sem bankarnir lánuðu hér? Já, þeir komu að mestu erlendis frá en hvaðan fengu erlendu bankarnir alla sína peninga til að lána út um alla koppa og grundir? Af hverju spyr enginn þessara spurninga? Þessar spurningar leiða til skilnings á hruninu. Stjórnmálaflokkar koma hruninu ekkert við þó það sé kannski þægileg skýring en lífið er ekki alltaf einfalt og þægilegt.

Það ríkti engin frjálshyggja hér á árunum fyrir hrun og ég veit ekki um einn mann á alþingi sem er frjálshyggjumaður.

Þú verður að þekkja hugtök sem þú notar, ekki láta núverandi valdhafa blekkja þig með áróðri og innihaldslausum fullyrðingum. Steingrímur talaði mikið um þetta á tímabili og opinberaði þar með vanþekkingu sína. Vandræðalegt?

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 22:47

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Helgi.

Þú segir: Ríkið átti að láta bankana fara á hausinn í stað þess að bjarga þeim.

Voru bankarnir Glitnir og Kaupþing ekki yfirteknir af kröfuhöfunum sem skiptu þeim milli sín? Ætli ríkið hafi átt aðra kosti en að þessir hrægammar yfirtóku þá? Eða átti ríkið að krefjast gjaldþrotameðferðar á bönkunum þegar enginn kröfuhafa krafðist gjaldþrots?

Verðum við ekki að fara varlega í yfirlýsingagleðinni?

Auðvitað var það Frjálshyggjan sem réð nánast öllu hér í aðdraganda hrunsins. Guðfaðir hennar Hannes Hólmsteinn var ofurkátur í greinum sínum í Morgunblaðinu hver árangurinn í anda Frjálshyggjunnar væri góður.

Þú nefnir sérstaklega að ríkisreksturinn hafi tútnað út á föstu verðlagi kringum aldamótin og fram undir hrun. Var ekki utanríkisráðuneytisþjónustan ekki verulegan þátt í því? Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn geta státað sig af því í sameiningu að DO skipaði hvorki fleiri né færri en 26 sendiherra á því rúma ári sem hann gegndi stöðu utanríkisráðherra!

Frjálshyggja +einkavæðing +einkavinavæðing +klíkuskapur átti sameiginlegan þátt í hruninu ásamt því kæruleysi, léttúð og andvaraleysi sem fylgdi ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins.

Og nú beita þeir Öryrkjabandalaginu og ASÍ til að grafa undan ríkisstjórninni! - Sjá nánar heilsíðuauglýsingar í Mogga.

Skyldu tveir hæstarétardómar frá alfamótunum vera gleymdir?

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 6.12.2011 kl. 12:58

3 identicon

Sæll.

Ríkið settti gífurlegar upphæðir í bankana. Jón Ásgeir kallaði yfirtöku Seðlabankans á Glitni stærsta bankarán sögunnar ef ég man rétt. Þessari yfirtöku fylgdi fé. Seðlabankinn, ríkisapparat, sett fé í Glitni svo dæmi sé tekið. Það kom ekki til gjaldþrotameðferðar vegna þess að ríkið bjargaði bönkunum frá hruni, yfirtók þá í stað þess að skipta sér ekkert af þeim. Þú verður að hafa staðreyndir á hreinu ef þú ætlar að taka þátt í umræðunni.

Frjálshyggjan gengur út á að hafa ríkisvaldið lítið og að ríkið skipti sér ekki að markaðinum. Ríkið stækkaði hér um þriðjung frá 1999-2007. Það er ekki frjálshyggja. Það er heldur ekki frjálshyggja þegar ríkið setur fé í fyrirtæki sem eru að fara á hausinn og bjargar þeim. Þú verður að átta þig á því út á hvað frjálshyggjan gengur. Jú, utanríkisþjónustan var auðvitað og er hluti vandans og þú nefnir hana auðvitað sérstaklega vegna skoðunnar þinnar á DO.

Ég ætla ekki að taka til varna fyrir DO eða HHG enda er ég ekki sammála þeim í ýmsum atriðum og þeim mislagðar hendur varðandi ýmislegt. Ef HHG væri sannur frjálshyggjumaður hefði hann ekki tekið sæti í bankaráði Seðlabankans og tekið þátt í ríkisafskiptum af fjármálakerfinu. Stýrivextir SÍ á árunum fyrir hrun fölsuðu gengi krónunnar og leiðréttingin varð svo auðvitað sársaukafull. Svo kenna menn krónunni um en ekki SÍ og ríkisafskiptum. Hækkaði krónan sjálf stýrivextina eða voru það menn í SÍ sem gerðu það?

Hvaðan fengu bankarnir allt það fé sem þeir lánuðu út um allar trissur? Þeir fengu það að stærstum hluta frá erlendum bönkum en hvaðan fengu þeir það fé? Ef þú spyrð þessara spurninga munt þú fljótlega átta þig á raunverulegum orsökum hrunsins. 

Margar aðrar þjóðir lentu líka í hruninu, eru þau vandræði líka einkavæðingunni hérlendis að þakka? Mikill fjöldi banka hefur farið á hausinn. Sérðu engar mótsagnir í þessum skýringum þínum eða viltu bara að þetta sé Sjöllunum að kenna? 

Helgi (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 17:04

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað finnst þér Helgi um klúður einkavæðingar og einkarekstur eins og brjóstastækkaninr undir yfirskyni lýtalækninga? Nú er ólíklegt að viðkomandi læknir geti staðið undir réttarkröfum þeirra kvenna sem telja sig hafa borið tjón. Eiga þær að geta gengið að ríkinu og þar með aukið álagið á heilbrigðisþjónustuna?

Brjóstastækkanir eru augljóst dæmi um ranghverfuna í þessur málum.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.1.2012 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband