29.11.2011 | 20:27
Einu sinni var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík
Í einu þorskastríðinu, það var árið 1973 var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík sem þá var í vestari byggingu svonefndra Sturluhalla við Laufásveg. Fjölmennur fundur á Lækjartorgi gegn ásiglingum breskra herskipa á íslenskt varðskip kallaði á heiftarleg viðbrögð margra landa okkar. Undir lok mótmælafundarins voru boðuð frekari mótmæli við Breska sendiráðið. Þangað streymdu mörg hundruð manns. Í stað þess að þarna færu fram friðsamleg mótmæli, hófst óviðkvæmilagt grjótkast en svo virðist sem margir hafi undirbúið sig undir þessi átök. Mér fannst sem áhorfanda þetta vera fyrir neðan allar hellur enda virtust margir upplifa einhvern spenning þarna og að allt væri leyfilegt. Lögregla var víðsfjarri og þótti mér það einkennilegt. Þarna voru margir, jafnvel sem nú í dag eru virðulegir broddborgarar, braskarar og jafnvel háttsettir í stjórnkerfinu, draga fram grjót úr pússi sínu og létu vaða í glugga sendiráðsins. Ekki var fyrr hætt fyrr en síðasta rúðan hafði verið brotin í húsinu en þá virtist þessi lýður vera búinn að fá nóg af því góða. Sú saga fylgdi að sendiráðsritarinn, Brian Holt, sem var eini starfsmaður sendiráðsins sem viðstaddur var, hafi skriðið undir eikarborð meðan grjótkastið stóð yfir og bjargaði sennilega lífi sínu fyrir íslensku grjótkösturunum.
Næstu viku voru íslenskir iðnaðarmenn að gera við skemmdirnar á kostnað íslenska ríkisins en illa tókst til við endurnýjun glugga sendiráðsins: þeir voru augnstungnir: í stað smárúðna voru settar heilrúður í staðinn og breyttist ásýnd hússins töluvert.
Oft hefur mér verið hugsað til þessa fólskuverks. Af hverju þarf að grípa til ofbeldis og skemmdarverka þegar friðsamleg mótmæli geta gert sama og jafnvel meira gagn?
Sennilega gera mótmælendur í Íran sér ekki grein fyrir þessu: Sendiráð erlendra ríkja ber að virða enda eru þau skilgreind að þjóðarrrétti hluti viðkomandi ríkis.
Góðar stundir!
Mosi
Vara Íran við afleiðingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vandamálið er að friðsöm mótmæli gera ekki alltaf það sama.
Ingi Þór Jónsson, 30.11.2011 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.