Varhugaverð kykvendi

Við leit þá má m.a. finna eftirfarandi fróðleik um margyttur: „Marglyttur (staðbundið málfar marglot, illa, skollaskyrpa eða skollahráki, í fornu máli kölluð glytta) er flokkur holdýra (Scyphoza) sem eru hlaupkenndar og skálarlaga og eru með eitt munnop. Holdýr skiptast í tvo flokka hveljur og holsepa, og eru marglyttur hveljur. Marglyttur hafa griparma í kringum munninn og á gripörmunum eru stingfrumur eða brennifrumur sem marglytturnar nota til þess að drepa sér til matar eða til að vernda sig.

Í brennifrumunum eru eitruð efni sem geta valdið skaða á þeim sem verða fyrir. Skaðinn er mismunandi eftir tegundum bæði marglyttunnar og fórnarlambsins, lítill fiskur deyr af völdum skammts sem veldur aðeins roða hjá mönnum. Marglyttur eru miseitraðar, þær eitruðustu geta drepið menn á nokkrum sekúndum“.

Heimild: http://is.wikipedia.org/wiki/Marglyttur

Höf. er ókunnugur en er væntanlega náttúrufræðingur.

Þá er ítarlegri fróðleikur um marglyttur á Vísindavefnum: http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=56955

Er þar vísað í fræðimenn um nánari upplýsingar.

Töluvert er af marglyttum við strendur Íslands. Í æsku var mér oft starsýnt á þessi kykvendi í höfninni á Akranesi og víðar. Fyrir nokkrum misserum var gríðarleg viðkoma á marglyttum í Faxaflóa svo að þarna virtist við fyrstu sýn vera eitt algengasta kykvendið í sjónum. Var þetta sérstaklega áberandi í hvalaskoðunarferðum frá Reykjavík.

Hvernig marglyttur fjölga sér og við hvaða kjöraðstæður viðkoma þeirra er mest er mér ókunnugt enda ekki nema áhugamaður um náttúrufræði. Fróðlegt væri að fá meiri fróðleik um dýr þetta, tegundir , útbreiðslu og einnig hvort það eigi sér náttúrulega óvini.

Strendur Kanaríeyja eru misjafnar, einkum þekki eg mest til á La Palma vestustu eyjunni þar sem baðstrendur eru fáar og fremur slæmar. Á Fuerteventura eru nánast endalausar flatar strendur þar sem gaman er að ganga eftir klukkustundum saman.

Varðandi náttúru Kanaríeyja þá eru mikil tíðindi að gerast í hafinu undan strönd El Hierro annarar vestustu eyjarinnar. Þar hefur verið kröftugt neðansjávareldgos í gangi, líkt Surtseyjargosinu, en lítið sem ekkert hafa íslenskir fjölmiðlar veitt þessu eftirtekt. Á vefútgáfu þýska spegilsins má lesa sig til á heimasíðunni: http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,794360,00.html

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Marglyttuinnrás á Kanarí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband