Vonbrigði álbræðslufrúarinnar

Nú er grátur og gnístran tanna meðal áhuga- og atvinnumanna um aukin umsvif álbræðslna á Íslandi. Ljóst er að vatnaskil eru í þessum málum. Við Íslendingar getum ekki greitt niður rafmagn fyrir þessa starfsemi né haldið áfram að gefa mengunarkvóta eins og álfrúin hefur beitt sér fyrir.

En er ekki unnt að byggja upp atvinnulíf án álbræðslna?

Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður um Austurland með ferðahópa og segi þeim frá hreindýrum, vaknar mikill áhugi fyrir að fá að skoða þau. Það er unnt einungis á einum stað, Klausturseli en kostar töluverðan krók frá hringvegi og auk þess dýrmætan tíma þannig að þangað hefi eg aldrei getað komist. Mér skilst að þartilbær yfirvöld hafi ekki verið par hrifin af þessu framtaki bóndans þar enda virðist vera auðveldara að fá leyfi fyrir að byggja álbræðslu og reka hana fremur en að hafa nokkur hreindýr til að sýna ferðafólki.

Í sumar sem leið kom eg tvívegis við á Möðruvöllum og í bæði skiptin gátu ferðamenn séð íslenskan ref sem þar var. Þessi yrðlingur vakti óskipta athygli útlendingsins og voru mörg hundruð ljósmynda teknar af dýrinu.

Aldrei hefi eg verið spurður um að fá að skoða álbræðslur. Skiljanlega. En útlendir ferðamenn vilja sjá íslensk dýr sem þeir hafa ekki tækifæri heima hjá sér.

Unnt er að sjá hreindýr í Húsdýragarðinum í Reykjavík auk framangreindu Klaustursseli. Einkennilegt er að svo virðist sem enginn hafi áhuga fyrir að auka ferðaþjónustu á Austurlandi með því að sækja fast að fá leyfi fyrir að halda nokkur hreindýr í gerði til að sýna ferðafólki. Eitt er víst að það myndi draga vel að og unnt væri að byggja upp fjölbreytta þjónustu fyrir ferðafólk sem skapað gæti kannski tug manns atvinnu yfir sumartímann með ýmsu tengdu eins og handverki og listiðnaði. En það er kannski ekki það sem hávaðamenn meðal áltrúboðsins mikla vilja. Það er eins og ekki sé unnt að byggja upp atvinnulíf á Austurlandi án þess að álbræðslur komi við sögu.

Góðar stundir - en án fleiri álbræðslna!


mbl.is Vonbrigði að Alcoa skuli hafa hætt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband