24.10.2011 | 23:59
Vonbrigði álbræðslufrúarinnar
Nú er grátur og gnístran tanna meðal áhuga- og atvinnumanna um aukin umsvif álbræðslna á Íslandi. Ljóst er að vatnaskil eru í þessum málum. Við Íslendingar getum ekki greitt niður rafmagn fyrir þessa starfsemi né haldið áfram að gefa mengunarkvóta eins og álfrúin hefur beitt sér fyrir.
En er ekki unnt að byggja upp atvinnulíf án álbræðslna?
Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður um Austurland með ferðahópa og segi þeim frá hreindýrum, vaknar mikill áhugi fyrir að fá að skoða þau. Það er unnt einungis á einum stað, Klausturseli en kostar töluverðan krók frá hringvegi og auk þess dýrmætan tíma þannig að þangað hefi eg aldrei getað komist. Mér skilst að þartilbær yfirvöld hafi ekki verið par hrifin af þessu framtaki bóndans þar enda virðist vera auðveldara að fá leyfi fyrir að byggja álbræðslu og reka hana fremur en að hafa nokkur hreindýr til að sýna ferðafólki.
Í sumar sem leið kom eg tvívegis við á Möðruvöllum og í bæði skiptin gátu ferðamenn séð íslenskan ref sem þar var. Þessi yrðlingur vakti óskipta athygli útlendingsins og voru mörg hundruð ljósmynda teknar af dýrinu.
Aldrei hefi eg verið spurður um að fá að skoða álbræðslur. Skiljanlega. En útlendir ferðamenn vilja sjá íslensk dýr sem þeir hafa ekki tækifæri heima hjá sér.
Unnt er að sjá hreindýr í Húsdýragarðinum í Reykjavík auk framangreindu Klaustursseli. Einkennilegt er að svo virðist sem enginn hafi áhuga fyrir að auka ferðaþjónustu á Austurlandi með því að sækja fast að fá leyfi fyrir að halda nokkur hreindýr í gerði til að sýna ferðafólki. Eitt er víst að það myndi draga vel að og unnt væri að byggja upp fjölbreytta þjónustu fyrir ferðafólk sem skapað gæti kannski tug manns atvinnu yfir sumartímann með ýmsu tengdu eins og handverki og listiðnaði. En það er kannski ekki það sem hávaðamenn meðal áltrúboðsins mikla vilja. Það er eins og ekki sé unnt að byggja upp atvinnulíf á Austurlandi án þess að álbræðslur komi við sögu.
Góðar stundir - en án fleiri álbræðslna!
Vonbrigði að Alcoa skuli hafa hætt við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.