19.10.2011 | 00:25
Af hverju ekki að sigla á kyrrari sjó?
Þingmaðurinn á fullan rétt að gagnrýna forsetann. Því miður hefur Ólafur Ragnar klofið þjóðina fremur en að sameina hana. Þetta nýjasta leikrit er ekki til að laga ástandið, öðru nær.
Mér finnst að hann mætti taka Ögmund innanríkisráðherra sér til fyrirmyndar. Í stað þess að hefja rannsóknir og efna til átaka varðandi innkaupamál ríkislögreglustjóra, þá vill Ögmundur bera klæði á vopnin. Hann vill sættir.
Ólafur Ragnar mætti læra að sigla á kyrrari sjó. Það hefur engan tilgang að rugga sífellt þjóðarskútunni. Má hún við því?
Mosi
Forsetinn friðarspillir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 243436
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Guðjón.
Þingmaðurinn sver eið að stjórnarskránni en í þvi felst virðing við stjórnskipan landsins þar með talið embætti forseta.
Hvers konar vanvirðing í formi orða gagnvart forseta, endurtekið hjá viðkomandi þingmanni, er þess eðlis að sá hinn sami hefur skapast sér vantraust til starfa á Alþingi.
Við höfum nógu mikla stjórnmálalega ringlureið í landinu þótt einstakir þingmenn taki sér það ekki fyrir hendur að ganga út fyrir öll eðlileg mörk í þessu sambandi, en þingmannsstarfið krefst þess að viðkomandi sýni gott fordæmi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.10.2011 kl. 00:49
Hvað finnst þér um hrunmennina? Þeir sem einkavæddu bankana með skelfilegum afleiðingum sóru einnig dýra eiða. Þeir lugu þvers og kruss og lofuðu gulli og góðæri fyrir alla. Það reyndust aðeins örfáir dekurdrengir sem höfðu okkur að fíflum. Og forsetinn tók þátt í þessu öllu!
Mér finnst Ólafur mætti taka sér Ögmund innanríkisráðherra sér til fyrirmyndar sem kýs fremur að bera klæði á vopnin en að elta ólar vegna innkaupamála ríkislögreglustjóra. Ólafur mætti hætta að rugga þjóðarskútunni, hún má ekki við því enda hripleg, feyskin og fúin. Ólafur mætti sigla kyrrari sjó en ekki sækja stöðugt í ofviðrið.
Góðar stundir eða öllu heldur góðar nætur!
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2011 kl. 00:56
pirrandi elíta, sjálfselsk og frek, það hafa allir brennandi áhuga á rifrildum ríkis starfsmanna, noooooooooot, geta þau ekki bara farið að vinna að ESB málinu *gubb*
Friðbjörn Davidsen (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 02:03
Sæll Guðjón. Vanvirðing þingmanna og ríkisstjórnar á lögum um hvernið þingið skal starfa og haga sér þekkja allir Íslendingar í dag. Er þetta orðinn skrípaleykur og maður vorkennir næstum þessu fólki þegar það er látið éta ofan í sig drulluna daglega . Það er ekki að sjá að þeir fatti í raun hve aumingjalegt ástandið er í steinkofanum. Farið semsagt að hipja ykkur út svo hægt sé fyrir okkur að opna dagheimili fyrir þá er þurfa mat,hlýju og bedda til að hvílast í nokkra tíma í striti dagsins og á þetta að vera fyrir börn,unga og aldraða borgara.Svona er það.
Eyjólfur Jónsson, 19.10.2011 kl. 02:07
Björn Valur má hafa skoðun. Fínt. Það þýðir ekki að neinn muni taka mark á honum frekar en venjulega. Málið dautt.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.10.2011 kl. 02:20
Innilega sammála Guðmundi Ásgeirssyni. Skil þess vegna ekki hvers vegna svo mikið er gert úr bullinu í Birni Val. Það tekur hann engin lifandi manneskja á Íslandi alvarlega og alger óþarfi að vera að fjargviðrast út í bullið í honum. Hans skoðun, OK. Sem þingmaður er hann hins vegar ekki bara einhver maður út á götu, en ekki einu sinni það skilur hann, svo við hin flest ættum barasta að gefa lítið fyrir svona froðusnakkandi foringjasleikjur og sjálfstæðisafsalsliðleskjur. Þær hafa jú jafnan rétt og við hin, á að hafa skoðun. Okkur hinum er reyndar ekki boðinn eins lífleg auglýsing og þeim er við Austurvöll sitja. Frétta og blaðamannastétt landsins sleikir hins vegar orðið upp alla drullu sem hún finnur, svo það er orðið frekar þungt að átta sig á aðstæðum fyrir meðaljóninn.
Halldór Egill Guðnason, 19.10.2011 kl. 03:23
Áberandi að sjá hvað bloggari leggur sig fram við að svara í engu athugasemd Guðrúnar Maríu.
Geir Ágústsson, 19.10.2011 kl. 06:48
Honum finnst kannski í lagi að vera kallaður aum drusla, eins og nefndur sytjórnmálamaður kallaði forseta vorn.
Óskar Guðmundsson, 19.10.2011 kl. 07:39
Er Ögmundur til fyrirmyndar?
Segir af sér vegna IceSave?
Raunin var sú að hann var fastur í Heilbrigðisráðuneytinu og vildi ekki skera niður sökum þess að þá yrði hann óvinsæll.
Þetta kom síðan best í ljós er hann þáði annað ráherraembætti fyrir sömu stjórn N.B. ÁN ÞESS AÐ SVO MIKIÐ SEM EINN FUNDUR HAFI VERIÐ HALDINN UM ICE-SAVE!.
Nei Guðjón. Ömmi Blanki er sko drusla eins og þú.
Óskar Guðmundsson, 19.10.2011 kl. 07:58
Góður Óskar G.
Heill forseta vorum og fósturjörð hann lifi húrra húrra húrra húrra!
Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 08:33
Mér finnst bloggarar ekki vera sérlega málefnalegir, helst að Sigurður Haraldsson sé það enda sennilega með ágæta og farsæla reynslu að baki.
Við eigum að temja okkur málflutning sem á að vera okkur til sóma og fyrirmyndar. Gífuryrði, meiðandi og vafasamar fullyrðingar geta komið okkur í koll síðar. Gott er að lesa eina skemmtilegustu doktorsritgerð sem nrituð hefur verið en það er ritið Fjölmæli um verd ærunnar eftir Gunnar Thoroddsen fyrrum forsætisráðherra m.m. Þar rekur hann meiðyrðamál langt aftur í forneskju og er ekki aðeins bundinn við Ísland heldur einnig nágrannalöndin. Eftir lestur þeirrar bókar ættu allir að skilja betur hvert eg er að fara.
Góðar stundir!
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2011 kl. 10:02
Ég þakka mínum sæla oft á dag fyrir að eiga forseta sem þorir að standa með þjóð sinni. Megi hann sitja allavega eitt kjörtímabil í viðbót, eða þangað til við fáum ríkisstjórn sem við getum treyst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 10:32
Af hverju ákvað Ólafur Ragnar ekki að setja einkavæðingu bankanna í þjóðaratkvæði?
Hvað með Kárahnjúkavirkjun?
Eftir á að hyggja brást hann kannski þjóðinni.
GJ
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2011 kl. 14:10
Já það má auðvitað segja það að hann hefði átt að.... en segir ekki einhversstaðar í góðri bók að batnandi manni sé best að lifa?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 14:16
Eigum við barasta ekki að tala tæpitungulaust. Ólafur Ragnar hefur aldrei staðið með þjóð sinni, hvorki sem þingmaður né forseti. Hann hefur alltaf staðið með sjálfum sér, með sinni veikgeðja persónu. Maðurinn er eitt stórt “pain in the ass”. Við verðum að losna við hann, sem fyrst. Hann er búinn að valda þjóðinni ómældu tjóni. Þó ekki eins miklu og afglapinn Dabbi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:49
Vonandi áttar Ólafur Ragnar sig á að hann vaði reyk. Svona eiga forsetar ekki að haga sér eins og þeir séu enn staddir einhvers staðar í fortíðinni. Þá gátu menn komist upp með allskonar valdabrölt.
Annars er merkilegt að doktorsritgerð Ólafs í Manchester fjallar um valdið. Það er eins og hann sé að prufukeyra einhverjar gamlar vangaveltur um þróun valds á Íslandi. Hann lenti fyrst upp á kant við Davíð fljótlega eftir að hann var valinn forseti. Davíð með öllum sínum hissugheitum og hroka vildi alls ekki hafa skrifstofu forseta undir sama þaki og hans í gamla tukthúsinu. Ólafur hraktist því suður fyrir Skothúsveg eins og frægt er og nú hefur skrifstofa hans verið þar allar götur síðan og önnur í gömlu landsstjórahöllinni á Bessastöðum. Kannski veitir ekki af fyrir ofvirkan forseta!
Góðar nætur!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2011 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.