Heimska að leggja öll eggin í sömu körfuna

Ástæður ákvörðunar Alkóamann um að hætta við að byggja álbræðslu við Húsavík eru tvennskonar: Annars vegar að ekki er nægjanleg orka fyrir hendi og hin ástæðan er orkuverðið.

Þá er vitað að vegna mikillrar jarðskjálftahættu á Tjörnesi þá hræða sporin þá álbræðslumenn. Vitað er að mjög harðir jarðskjálftar hafa leikið Tjörnes grátt og má t.d. nefna árið 1872 sem áhugamenn um álbræðslur mættu kynna sér betur. Tjörnesið er eitt virkasta jarðskjálftabelti landsins og eftir harkalega jarðskjálftann í Japan vilja þeir Alkóamenn fara varlega í þessum málum.

Það er deginum ljósara að ekki er unnt að afhenda orku á því lága verði sem þeim álbræðslumönnum hentar. Ætla þeir sem hafa vælt mest um álbræðslur sjálfir að borga með orkunni? Er ekki nóg komið? Að ósi skal á stemma!

Árið 2009 voru framleiddar 16.835 Gwst í landinu. Þar af fóru 13.277 Gwst til stóriðjunnar eða 78,9%. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Orkustofnunar sem og á Hagstofu. Fyrir hverja eina Mwst eða 1.000 kwst voru meðaltalstekjur Landsvirkjunar sama ár tæplega $27 eða um 3.000 krónur af raforku afhentar stóriðjunni. Þessar tölur má finna á heimasíðu Landsvirkjunar.

Nú má reikna með að ríki grátur og gnístran tanna meðal þeirra sem hafa verið sérstaklega áhugasamir um fleiri álbræðslur á Íslandi.Sumir þeirra vilja kenna ríkisstjórninni en er það sanngjarnt? Það held eg ekki. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt einn einasta stein í götu álbræðslumanna.

Ákvörðun Alkóamanna er byggð á ísköldu mati án tillits til séróska áláhugamanna á Íslandi!

Góðar stundir 

Mosi


mbl.is Erum miður okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Í málefnasamningi ríkisstjórnar Gunnar Thoroddsen var ákveðið að fara í virkjun Blöndu og var sérstök áhersla lögð að virkjunin væri ekki á jarðskjálfta og eldfjallasvæði. Ríkisvaldið hafði þá áður lent í miklum pólitískum hremmingum norður í Þingeyjarsýslum vegna Laxárdeilunnar og ýmsu rugli vegna Kröfluvirkjunar.

Jafnframt var ákveðið að fara í að reisa graskögglaverksmiðjur og var ein slík byggð í Vallhólmi í Skagafirði. Til stóð að nota tækn til að nýta jarðvarma til að þurrka grasið en til þess kom ekki og var olía notuð til þurrkunar.

Á jörðinni Saltvík við Húsavík voru einnig áform um að reisa graskögglaverksmiðu en það mál komst aldrei á dagskrá. Nú held ég að það ætti að nota tækifæri, án of mikilla væntinga og þróa fóðurverksmiðju sem notaði jarðvarma til að þurrka gras og búa til fóður, blandað með hertu lýsi og  próteinefni úr sjávarfangi.

Þeir kalla eftir matvælaframleiðslu í síðasta tölublaði Bændablaðsins

Það er skiljanlegt að menn séu miður sín þegar svona fór með álverið og ekki ástæða að gera lítið úr því. En eins og kemur fram í færslunni hjá Guðjóni að þá erum við í mjög vafasömun málum með þessar gufuaflsvirkjanir og eru þær deiluefni meðal sérfræðinga. Þá er jarðskorpan frekar ótraust á eldfjalla- og jarðskálftasvæðu og þetta viðurkenna flest allir.

Þannig að Guðjón hefur ýmislegt til síns máls

Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.10.2011 kl. 19:14

2 Smámynd: Björn Emilsson

Þorsteinn og Guðjón, Greinilegt er að menn eru að gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem fyrir eru hjá islendingum að lifa í eigin landi. án útlendra arðræningja. Ylrækt er framtíðin. Svo og framleiðsla húsaeininga úr islensku áli er framtíðin. Að ekki sé minnst á hreint íslenskt vatn til útflutnings.

Björn Emilsson, 18.10.2011 kl. 01:59

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þorsteinn: tek udir það sem þú segir nema vatnsútflutningur með skipum er sennilega ekki enn arðbær að svo komnu nema skipin hafi flutning báðar leiðir.

Björn: Auðvitað var nýlendutíminn hræðilegur fyrir þá sem arðrændir voru. Hins vegar er þessi tími að nokkru enn en mun mildari en áður. Við verðum auðvitað að vinna sameiginlega með þeim útlendingum sem vilja fjárfesta. En auðvitað má fjárfesta í öðru en álbræðslum. Kannski mætti tala um skógrækt sem mörgum er þyrnir í augum. Einn meginkosturinn við hægvaxta tré er að viðurinn af þeim þykir betri og eftirsóknarverðari og því mætti ætla hann vera verðmætari. Það er því líf eftir álbræðslubrjálæðið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.10.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband