Rannsaka þarf aðdragandann

Aðdragandann að þessu Magma glæfrafyrirtæki þarf einnig að rannsaka. Íslenski hlutabréfasjóðurinn síðar Atorka var almenningshlutafélag sem gleypti í sig Björgun og Jarðboranir sem voru í eigu yfir 1000 hluthafa um tíma.

Hannes Smárason á vægast sagt mjög skrautlegan feril að baki sem fjárglæframaður og það sama má segja um Bjarna Ármannsson. Þeir breyttu almenningsfyrirtækjum eins og Kaupþing banka, Flugleiðum og fleiri fyrirtækjum beint og óbeint í fyrirtæki fjárglæfra með lánsfé. Þeir höfðu af venjulegum hluthöfum sparifé og völd í trausti hlutafjár sem þeir áttu minnst sjálfir. Litlu hluthafarnir og lífeyrissjóðir keyptu hlutafé fyrir beinharða peninga, sparnað litlu hluthafanna og lífeyrisgreiðslur vinnandi fólks. Þessir aðilar treystu að þessu mikla fé væri vel sett þar sem byggt var á skynsamlegri orkustefnu sem fyrirtæki á borð við Jarðboranir unnu eftir. Þá koma þessir bankamenn með sína fjárglæfra, REI og Geysir Green Energy sem virðist hafa verið eins og hvert annað fjárglæfrafélag. Stjórnendur þess virðast ekki hafa gert neitt annað en að skuldsetja fyrirtækið enn meir, bókhaldstrixi var beitt til að sýna góðan hag til að réttlæta há laun og stjórnunarkostnað. Og hverjir töpuðu mest? Ætli það hafi ekki verið landsmenn: lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur.

Rannsaka þarf aðdragandann að falli þessara fyrirtækja sem Magma gleypir á mjög hagkvæman hátt. Þar eru hagsmunir allra landsmanna enda tengist þessa eignayfirfærsla hag okkar sem lífeyrisþega og sparifjáreigenda sem áttu hluti í þessum forréttingum.

Þess má geta að Guðlaugur Þór þingmaður fékk 1.000.000 frá Atorku vegna prófskjör 2007. Ári síðar féll almenningsfyrirtækið Atorka, stærsti hluthafi Geysir Green.

Mosi


mbl.is „Ég vil fá á hreint hvað átti sér stað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það þarf að rannsaka fyrst og fremst Stjórnarþingmanninn Seingrím og stjórnarandstöðuþingmanninn Steingrím og ástæðuna fyrir því af hverju þeir hafa aldrei "hitt hvorn annann".

Óskar Guðmundsson, 12.9.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaðan fær þú þessa hugdettu að Steingrímur beri meginábyrgð á hruninu og þessu fjármunamisferli? Hann tengist hvergi aðdragandanum í hruninu. Hins vegar varð einhvern veginn að byrja á að greiða úr þeim flækjum sem urðu meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn.

Þú ættir að kynna þér betur muninn á orsök og afleiðingu.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 12.9.2011 kl. 21:34

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ég sagði ekki orð um að Seingrímur bæri ábyrgð á hruninu.

Hann ber ekki ábyrgð á neinu ... þar sem hann er ekki lengur "stjórnarandstöðu-þingmaðurinn" Steingrímur heldur allt-svíkjandi-ljúgandi óþokkinn hann Seingrímur stjórnar-þingmaður.

Þeir tveir eru í raun svo ólíkir að halda mætti að þeir vissu ekki hver hinn væri enda er annað að gaspra þegar enginn er að hlusta eða þegar orð hafa ábyrgð. (ef hann hefur þá einhverja þar sem Jóhanna er með Gosa-strengi á honum) 

Ég beinti einvörðungu á hverslags tvískinnungs lygamörður og óþokki hann er fyrir flokksfélaga sína. Hann gæti með þessu áframhaldi orðið kandídat fyrir formennsku hjá Sjöllum.

Ég gat ekki lengur stutt WC og sagði mig úr flokknum þegar í ljós kom hverslags mann hann hafði að geyma (hafði þó nokkurn grun eftir lesningu á bókinni Stelpan frá Stokkseyri (e. Margréti Frímannsdóttur) sem í engu væri treystandi væru "völd" (eða allavega eitthvað sem líkist þeim) í boði. 

Ekki svo ósvipað peningum og hamingju, þ.e.a.s. það vita flestir að peningana er ekki hægt að kaupa en fyrir peninga er hægt að kaupa nokkuð trúanlega blekkingu. 

Sjallar bera síðan ekki ábyrgð á hruninu enda gáfu þeir ekki út undirmálslán í B(já)NA.

Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 01:23

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einkennileg eru viðhorf þín: af hverju þarf að uppnefna ýmsa og hvað þú átt við með „WC“?

Mér finnst bloggarar ættu að vanda skrif sín betur.

M

Guðjón Sigþór Jensson, 13.9.2011 kl. 06:17

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

WC er uppnefni á VG, þar sem þeir hafa sturtað niður öllum kosningaloforðunum.

Óskar Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband