Umdeild undirskriftasöfnun

Sjálfsagt geta menn safnað undirskriftum en er auðvelt að binda hug sinn við einhverja stefnu í eitt skipti fyrir öll?

Mörg rök mæla með aðild Íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu. Nú þegar erum við gegnum ESE aðilar að fjölda samninga og eiginlega er aðeins lokahnykkinn sem vantar. Við verðum eftir sem áður að standast lágmarkskröfur Maastrickt samningsins: að fjárlög séu hallalaus og þar með að efnahagsstjórnun sé á traustum grunni. Þá þarf skuldsetning landsmanna að vera ásættanleg, þ.e. sé undir tilskyldum mörkum.

Sem neytandi þá tel eg okkur langbest setta sem aðilar EBE. Með því að tengjast betur stærri markaði, fá almennilegan gjaldeyri í stað handónýtrar krónu sem hefur verið á brauðfótum meira en öld eða frá stofnun Landsbankans 1886.

Einangrunarsinnar mega mín vegna hafa aðra skoðun en hafa þeir rétt á að kúga okkur hina? Rök þeirra finnst mér vera léttvæg fundin, þeir vísa gjarnan til þess ástands sem nú er vegna veiks fjárhags Suðurlanda en er það langvarandi ástand sem á að treysta um aldur og ævi?

Einkennilegt er að ekkert nafn er undir þessum auglýsingum rétt eins og einhver huldumaður standi að þeim. Er það kannski braskaraklíka kringum Davíð Oddssonar sem bæði seint of snemma reynir dag og nótt að grafa undan ríkisstjórninni? Það skyldi aldfrei vera?

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Hátt í 2.000 hafa skrifað undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt að skrifa undir með nafnleynd sem tryggir að þú getur ekki kannað hvort þitt nafn hafi verið falsað á listann undir nafnleynd.

Gert til persónuverndar og allt það bla, bla, að sögn söfnunaraðila - en afar hentugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 20:29

2 identicon

Í mínum huga er ESB eftirfarandi,þess vegna á ég erfitt að skylja ESB sinna.

Hálf miljón blaðsíður af regluverki, og 125 þúsund efrirlitsmenn.

Margir þessara 125 þúsund starfsmanna ESB eru á skattfrjálsum launum, og með lífeyrissjóði sína staðsetta í skattaskjólum.

Í mínum huga er þetta bara stækkuð leikmynd úr Animal Farm.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:39

3 Smámynd: Vendetta

Ísland á ekkert erindi í ESB. Við verðum að leysa okkar vandamál sjálf fyrst og leita hagstæðra viðskiptasambanda innan og utan Evrópu. Fyrsta skrefið er að stöðva aðlögunarferlið, annað skrefið er að losna við ríkisstjórnina.

Mér þykir þetta leitt, Guðjón og Axel, en þannig lítur þetta út í dag. Sættið ykkur við þetta.

Vendetta, 7.9.2011 kl. 20:49

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nöfnin okkar eru hérna Mosi.  Ég hef aldrei hitt Davíð Oddsson, en hann stóð nálægt mér einusinni á Austurvelli.

Nafni, ef þú ert ósáttur við Persónuverndarlögin getur þú beðið þína þingmenn að beita sér fyrir breytingum á lögunum.  Ef þú vilt kvarta undan söfnuninni þá bendi ég þér á Persónuvernd.  Þórður er mjög glúrinn eftir að hafa skoðað síðustu undirskriftasöfnun sem ég kom að.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.9.2011 kl. 20:55

5 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Hefur þú svona rosalega gaman af því að búa til skamstafanir eða veistu bara ekki að þetta heitir EES og ESB? Eða ertu bara einn af þeim sem veit alltaf best, maður spyr sig.

Framsal á löggjafarvaldi frá aðilum sem þekkja Ísland og íslenska þjóð til þings langt í burtu með þingmönnum sem þekkja okkur ekkert, á þing þar sem þingmenn mega ekki leggja fram lagatillögu er ekki eitthvað sem fólk hefur áhuga á.

Þú mátt alveg halda áfram að tönglast á því að þeir sem eru á móti aðild séu einangrunarsinnar, en þar sem höfuðstefna ESB er að vera tollabandalag og loka sig af fyrir umheiminum sýnir þú bara framá þína eigin hugsunarskekkju.

Varðandi krónuna, var hún 1-1 við danska til 1922. Þannig að þessum tíma er ekki hægt að kenna henni um neina verðbólgu eða óstöðuleika og vesen. Þannig að það er fátt satt eða rétt sem þú skrifar.

"Fyrsta gengisskráningin fór fram um mitt árið 1922 en þá hafði íslenska krónan verið tengd þeirri dönsku í nær átta ár. Það má því segja að frá þeim tíma hafi íslenska krónan án efa orðið sjálfstæð mynt, en sjálfstæð mynt er forsenda þess að ríki geti rekið óháða efnahagsstefnu."

 Að lokum langar mér að benda þér á að krónan er ekki verri en svo að við höfum á 90árum breytt nokkrum ómenntuðum fátækum mönnum sem áttu heima í moldarkofum í eitt af þeim vestrænu ríkjum sem eiga allt og meira en þeir þurfa af öllu.

Hjalti Sigurðarson, 7.9.2011 kl. 21:17

6 identicon

Það hefur ekki verið til neitt sem heitir Efnahagsbandalag Evrópu frá því að Maastricht-sáttmálinn gekk í gildi 1993.

Fyrirbærið heitir Evrópusambandið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 21:40

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vendetta, það má vera að Ísland eigi ekkert erindi í ESB, en er það ekki einmitt tilgangurinn með aðildarviðræðunum að kanna hvort svo sé. Af því ég er ekki alvitur, eins og þeir sem vita nú þegar upp á þríklofið rautt kuntuhár hvor aðild er rétt eða röng, þá vil ég sjá útkomuna áður en ég ákveð mig.  Verði hún mér ekki að skapi að öllu leiti, verður það mér ekkert vandamál að segja nei og geri það stoltur.

Af hverju getur þú ekki sætt þig við að aðildarviðræðurnar gangi til enda og þjóðin taki afstöðu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 21:58

8 Smámynd: Vendetta

"Aðildarviðræðurnar" byrja ekki fyrr en aðlögunarferlinu, sem hefur verið í gangi frá 2009, er lokið. Og þá er allt orðið um seinan. Hvað meinarðu með "útkomuna"? Við vitum öll þegar öll hver útkoman verður. Íslendingar verða að samþykkja alla sáttmála, ekki sízt Lissabon-sáttmálann sem mun árið 2014 þróast yfir í stjórnarskrá ESB-ríkisins. Við þurfum ekki að kíkja í pakkann. Við vitum þegar hvað er í pakkanum. Og það er Pandora sem á pakkann. Öll yfirstjórn fjármála og auðlinda mun yfirfærast til Bruxelles.

Við skulum athuga hverju ríkisstjórnin smyglaði í gegn um þingið 16. julí 2009:

"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands um ESB og að loknum viðræðum verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. ... " Restin af þessum fyrirmælum segja svo fyrir með loðnu orðalagi, að ríkisstjórnin eigi að hlusta á eitthvað sem meirihluti utanríkismálanefndar kemur með. Stuttu síðar var ákveðið með naumum meirihluta, að þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB yrði ekki bindandi, því að ríkisstjórnin veit, að a.m.k. 60% af þjóðinni mun hafna samningnum og stjórnin mun þess vegna hunza þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

Axel, ekki nefna þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, sem nefnd er í þessu lagafrumvarpi/fyrirmælum. Hún er djók. Hins vegar er það okkar von og trú að Ólafur Ragnar Grímsson muni ekki staðfesta lögin um aðildina og muni skjóta málinu til þjóðarinnar, sem mun væntanlega synja lögunum.

Þetta býður upp á þessar tvær stöður árið 2012:

1. Eftir óbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 60% jóðarinnar segir nei, mun forsetinn beita 26. grein stjórnarskrárinnar og enn ein þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram, þar sem 60% þjóðarinnar segir enn einu sinni nei. Aðild að ESB verður að engu og ríkisstjórn Jóhönnu fellur.

2. Óbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu verður aflýst, forsetinn vísar málinu til þjóðarinnar, sem nýtir neitunarvald sitt í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu og segir nei. Aðild að ESB verður að engu og ríkisstjórn Jóhönnu fellur.  

Núverandi ríkisstjórn mun ekki vinna. Hún mun tapa þessu máli. Enn og aftur. En það er mkilvægt, að greiða Ólafi Ragnari atkvæði sitt á næsta ári. Mundu það, Axel. Ekki kjósa Ástþór aftur.

Vendetta, 7.9.2011 kl. 22:39

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að hryggja þig með því Vendetta að ég kaus Ólaf á sínum tíma og geri það aftur komi til þess. Ég hef aldrei lýst mig hlynntan aðild að ESB og er frekar NEI megin ef eitthvað er.  

Þú veist það eins og ég að þjóðin mun aldrei taka annað í mál en bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Verði annað reynt, verður Bylting.

Þú getur sjálfur átt þinn Ástþór. Ekki kusu allir Ólaf Ragnar, sem þykjast eiga í honum hvert bein núna. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2011 kl. 23:45

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Einangrunarsinnar mega mín vegna hafa aðra skoðun en hafa þeir rétt á að kúga okkur hina?

Broslegt að vera kallaður einangrunarsinni af einstaklingi sem vill loka sig inni í bandalagi sem samanstendur af 8% fólksfjölda þessarar plánetu, er ekki betra að hafa opinn möguleika á að versla við alla á plánetunni eftir okkar hentugleika spyr ég bara?

Hvernig réttlætir þú þá kúgun sem er í gangi núna þar sem við almenningur fengum ekki að ráða því hvort farið væri í þessa aðlögun að ESB og þá kúgun að við almenningur fáum ekki að ráða því hvort haldið sé áfram í þessu aðlögunarferli, þarnar er bullandi kúgun hjá ríkisstjórninni í gangi...

Sem neytandi þá tel eg okkur langbest setta sem aðilar EBE. Með því að tengjast betur stærri markaði, fá almennilegan gjaldeyri í stað handónýtrar krónu sem hefur verið á brauðfótum meira en öld eða frá stofnun Landsbankans 1886.

Þessa stundina erum við tengd stærsta markaði á plánetunni, þ.e.a.s allri plánetunni, við erum kannski ekki með viðskiptasamninga í þeim öllum en við höfum möguleika á að koma á viðskiptasamingum við alla þessa aðila á plánetunni, innan ESB þar er ekki sama sagan, þar þarf að fá ESB til að semja fyrir okkur...

Það er ekkert að krónunni sjálfri, það er stjórnunin á henni sem er stórgölluð og skánar það ekkert við upptöku evrunnar (sem er stjórnað á nákvæmlega eins).

Mörg rök mæla með aðild Íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu.

Og eru þau margfalt fleiri sem mæla gegn aðild Íslendinga að ESB, hví ekki að vera fyrir utan ESB og ráða okkur sjálf, við getum valið og hafnað hvaða lögum við tökum upp t.d. frá ESB...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 8.9.2011 kl. 00:03

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona undirskriftasöfnun er einskis virði sé undirbúningur ekki eftir góðum venjum. Flaustursleg vinnubrögð koma mönnum í koll og svo mun verða með þessa könnun.

Engin nöfn eru undir auglýsingum: það á bara að skrifa eitthvað nafn undir, skiptir kannski engu máli enda meiri áhersla lögð á magn og gæði.

Skyldi Mörður Valgarðsson haf skrifað undir?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.9.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband