12.8.2011 | 18:51
Að taka áhættu
Undanfarna daga hefur sitthvað verið tínt til við að draga saman afreksskrá þessa ferðaþjónustuaðila. Þetta óhöpp ætti að vera öllum alvarleg áminning um að umgangast beri íslenska náttúru með ítrustu nærgætni, - glannaskpaur eins og líklegt að átt hefur átt sér stað í tilfelli þessarar ferðaskrifstofu er engum til framdráttar né tekna.
Sennilega verður þetta þessari ferðaskrifstofu dýr lexía þegar upp er staðið. Þeir eiga von á kröfum frá þeim sem urðu fyrir röskun í ferðinni, vegna tjóns og miska, kæru frá innlendum aðilum um mengun af völdum þess eldsneytis sem rann úr tönkum bifreiðarinnar auk allra þeirra skemmda sem urðu á vettvangi, einnig sem rekja má til björgunar ökutækisins. Þá er ótalinn sá mikli skaði sem orðið hefur á ökutækinu og eins þess neikvæða umtals sem orðið hefur vegna þessa. Gildir einu hvort settar eru fram yfirlýsingar iðrandi syndara, neikvætt umtal er oft það versta sem upp kann að koma og hefur riðið mörgum atvinnufyrirtækjum að fullu.
Í dag var eg með ferðahóp á Jökulsárlóni. Þar varð hópurinn vitni að stórkostlegum atburði: gríðarstór ísjaki bókstaflega hrundi að stórum hluta rétt hjá þar sem vatnabáturinn var, gríðarlegt umrót varð, alda reis og brakið úr jakanum dreifðist víða. Ungi maðurinn sem var við stjórnvölinn brást hárrétt við hættulegum aðstæðum: hann stýrði bátnum frá hættunni meðan ekki var augljóst hversu alvarlegt þarna var um að ræða og stansaði ekki fyrr en ljóst var að farþegum, bátnum og áhöfn hans stafaði ekki lengur hætta af. Í þessu tilfelli var það náttúran sjálf sem átti hlut að máli. Í tilfelli slyssins við Blautalón mun ógætilegur akstur á hættusvæði hafa verið meginorsök óhappsins sem ökumanni verður líklega einum kennt um.
Óskandi er að yfirvöld einkum á sviði ferðamála og almannaöryggis að ógleymdu Umhverfisráðuneyti verði þessi atburður við Blautulón tilefni að taka ákveðnar og markvissara á þessum málum eftirleiðis: Setja þarf þeim aðilum sem hyggjast skipuleggja ferðir hingað til lands skýrar og sanngjarnar reglur. Þá verði þeim skylt að taka innlenda leiðsögumenn sem þekkja vel til aðstæðna, einkum innan þjóðgarða og friðaðra svæða. Jafnvel þarf að taka upp fyrirkomulag sem tíðkast í Austurríki og Ítalíu þar sem skylda er að innlendir leiðsögumenn séu fengnir til þessara starfa innan viðkomandi ríkja.
Farsæll og varkár leiðsögumaður er gulli betri. Áhættufíklar ættu ekki að hafa neinn rétt á að hafa starfsemi í íslenskri náttúru og gera hana sér að féþúfu á vafasaman hátt. Okkur er náttúran of verðmæt og við megum ekki láta viðgangast að fólk fari sér að voða eftirlitslaust jafnframt að stórskaða landið okkar.
Góðar stundir
Mosi
![]() |
Biður Íslendinga afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 243747
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir. Algjörlega sammála þér.
Góða nótt.
Sigurjón, 13.8.2011 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.