Geir vissi eða mátti vita

Mín vegna má Geir Haarde halda eins marga blaðamannafundi og honum langar. Ekki verður séð að hann hafi neinar efnislegar mótbárur eða rök gegn framkominni ákæru.

Geir er hagfræðingur að mennt frá mjög virtum bandarískum háskóla. Hann var talinn vera mjög góður nemandi við þann skóla sem fleygði honum auðveldlega inn í innsta kjarna íslenskrar stjórnsýslu. Hann var sagður mjög góður fjármálaráðherra en á þeim dögum voru ríkisbankarnir Búnaðarbanki og Landsbanki einkavæddir. Sumir vilja meina að það hafi verið hin verstu afglöp.

Í aðdraganda hrunsins komu margar vísbendingar um að ekki væri allt með felldu í ríkisfjármálum og þá sérstaklega að bankakerfið íslenska væri orðið að einhverri skelfilegri ófreskju. Bresk stjórnvöld vildu gjarnan eiga samvinnu við þau íslensku um að vinda ofan af óskapnaðinum og finna leiðir til að leysa þann mikla vanda. Í ljós hefur komið að ekki var orðið við þeim tilmælum en haldið áfram beint í strandið á fullri ferð!

Í bankahruninu misstu margir bæði eigur og atvinnu. Sumir jafnvel aleigunni. Er von að þorri þjóðarinnar vilji gjarnan að réttvísin vinni sína vinnu og að þeir sem ábyrgð bera verði látnir sæta refsingu?

Sem fagmaður mátti Geir vita eðavissi mjög gjörla hvað um var að ræða. Einkavæðing bankanna var byggð á sandi. Og ekki nóg með það því þáverandi stjórnvöld undir verkstjórn Geirs Haarde voru vakin og sofin í að viðhalda því viðhorfi að allt væri með felldu. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu var beitt að beita blekkingum sem að öllum líkindum voru með ráðnum huga. Þann 14.8.2008 gaf Fjármálaeftirlitið út þá yfirlýsingu að allir bankarnir hefðu staðist svonefnt álagspróf. Þeir voru ekki burðugri en svo að nokkrum vikum liðnum féllu þeir hver um annan þveran!

Ábyrgð Geirs Haarde byggist fyrst og fremst á aðgerðarleysi hans gagnvart þeim vanda sem steðjaði að í íslensku samfélagi í aðdraganda hrunsins.

Ef maður gengur fram á hús sem stendur í björtu báli um miðja nótt eða verður var við mann í lífsháska og aðhefst ekkert, gengur framhjá og lætur engan vita ber ábyrgð á afskiptaleysi sínu eftir íslenskum refsirétti ef sannast. Þar duga engar yfirlýsingar um að maður hafi ekkert vitað, hafi verið veikur eða viðutan, og þá duga engir blaðamannafundir. Afskiptaleysið og kæruleysið var algert, skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis sýnir fram á það ásamt fleiri traustum upplýsingum sem fram hafa komið. Afglöp ríkisstjórna sem tók ákvörðun um einkavæðingu bankanna voru mjög ámælisverð.

Bankahrunið skrifast því alfarið á pólitíska vanrækslu Geirs Haarde sem forsætisráðherra. Hann vissi eða mátti vita hvar þrengdi að í íslensku samfélagi.

Hvers vegna allt þetta aðgerðaleysi? Var það vegna himinhárra fjárframlaga frá vissum aðilum sem fengu bankana á vildarkjörum í kosningasjóði flokks og frambjóðenda?

Vörn Geirs finnst mér vera gott dæmi um pólitískan aulahátt!

Góðar stundir

Mosi


mbl.is Geir heldur blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband