Spánska borgarastyrjöldin

Stríð hafa alltaf verið versti viðbjóður. Borgarastyrjaldir eru verstar. Spánska borgarastyrjöldin var ein sú hryllilegasta styrjöld og einn dekksti þáttur undanfara seinni heimstyrjaldarinnar. Líklega hefði verið unnt að afstýra með hyggilegri stefnu við friðarsamningana 1919 sem kenndir voru við Versali. Óraunhæfir friðarskilmálar virkuðu sem vatn á myllu öfgamanna sem smám saman náðu undirtökunum í Þýskalandi og tóku völdin ekki með lýðræðislegum kosningum. Þýski nasistaflokkurinn náði aldrei mikið meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi, um 40% og kannski dáldið meira. Spánn varð vettvangur tilraunastarfsemi þeirra Hitlers og Mússólínis í hernaði. Þar var hernaðartólum í einna fyrsta skipti beitt á fólskulegan hátt gegn óbreyttum borgurum til að valda sem mestri örvæntingu og glundroða meðal andfasista og uppræta alla mótspyrnu.

Það er ekki alltaf auðvelt að draga fjöður yfir það liðna, sérstaklega þegar hryllingur og valdasýki stjórnmálamanna og herforingja á í hlut. Því miður eiga þeir sér sumir hverjir enn aðdáendur, hversu einkennilegt og sjúkt sem það kann að vera. Dapurlegt er að lesa að í sumum þorpum Spánar virðast fasistar enn njóta einhverra vinsælda, alla vega einhverrar virðingar fram yfir önnur viðhorf. Þar er litið tortryggnum augum að grafa upp þá látnu sem hurfu af völdum fasistaskrílsins sem óð uppi með ofbeldi og mannréttindabrotum.

Við getum bent á augljós dæmi um menn sem drógu þjóðir út í tóma vitleysu á sínum tíma en voru hafnir til valda á öðrum vettvangi til að gerast málpípur vissra valdaaðila. Jafnvel á hinu friðsama Íslandi.

Spænsk yfirvöld eiga heiður skilinn að stuðla að þessi mál verði upplýst og það rétta verði dregið fram. Hundruðir þúsunda Spánverja misstu nána ættingja sína.

Smáathugasemd við fréttina: Orðið net sem stytting á interneti á eftir öllum venjum stafsetningar að skrifa með litlum staf. Ef netið væri sérheiti þá væri auðvitað rétt að rita það með stórum upphafstaf. Hér er hins vegar um tækniorð rétt eins og sími, bíll, traktor eða flugvél. Engum dettur í hug að rita slík orð með upphafstaf.

Mosi


mbl.is Birta kort yfir fjöldagrafir Francos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband