Gera þarf upp fortíðina

Gamla Ísland byggðist á braski, svínaríi, mútum, misneytingu, spillingu, svikum og blekkingum. Heilt hagkerfi var byggt upp gegnum einhverja fjármálablöðru sem að lokum sprakk. Gríðarlegir fjármunir hurfu, sparnaður tuigþúsunda Íslendinga hvarf gegnum þetta braskaralið. Og hvar er allt þetta mikla fé niðurkomið? Og hver ber ábyrgðina?

Ekki verður unnt að byggja upp nýtt Ísland ef þessir sömu menn skríða fram úr skúmaskotum, kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Þannig verður sama þjóðfélag blekkinga og svika endurreist og þetta hyski fær frjálsar hendur að endurtaka leikinn.

Vitur kaupmaður sem finnur skemmd epli í tunnunni, fjarlægir þau áður en þau ná að skemma allt innihaldið.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er dapurleg heimild um hve samfélagið allt var dregið djúpt niður í svaðið. Þessir braskarar, fjárglæframenn, stjórnmálamenn sem málið vörðuðu, engir þeirra hafa gert svo lítið að biðja þjóðina fyrirgefningar þó svo að þeir ættu verulegan hlut að máli. Þetta er því miður ekki gæfulegt. Þessir aðilar verða áfram með svikastimpilinn á enninu og ættu sem flestir að taka fagurgala fulltrúa þeirra með varúð.

Nú er fyrsti dómurinn fallinn í máli eins þeirra sem sannanlega bar ábyrgð. Sá valdi þá leið að selja hlutabréf í bankanum sem flest hefur snúist um og var á fallandi fæti síðustu vikurnar fyrir hrun.

Þeir dönsku mættu gjarnan aðstoða okkur við að greiða úr flækjunum og hafa upp á undanskotnu fé og fjármunum. Og svo er ekki síst að koma lögum yfir þessa menn.

Mosi

 


mbl.is Horfið fram á veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Hvenær byrjaði fortíðin hjá þér. Við hvað miðarðu.

Var ekki öllu stolið steini léttara af hernum á stríðs og eftirstríðsárunum. Þótti það ekki sjálfsagt. Voru ekki ráðherrar og stjórnmálamenn að hygla sér og sínum á þeim tímum og æ síðan. Færandi sjálfum sér ættingjum og vinum, embætti, vænleg umboð, viðskiptatengsl, vinnu fyrir herinn. Þetta hefur alltaf verið svona frá því við fórum að sjá aur. Vaðandi spilling á öllum sviðum.

Hvernig var ekki gamla bankakerfið. það byggðist á að maður þekkti mann eða var í réttum flokki.

Ég er sammála þér að það er löngu kominn tími til hreynsa út , en það gerum við ekki með núverandi ríkisstjórn, sem var komið á koppinn af banka og Bifrastarliði Samspillingarinnar og  situr áfram í bönkunum í skilanefndum og stjórnunarstöðum. 

K.H.S., 12.4.2011 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

„sparnaður tuigþúsunda Íslendinga hvarf gegnum þetta braskaralið. Og hvar er allt þetta mikla fé niðurkomið?“ Ég veit um sumt af því. Það var aldrei til. Það var aðeins tölur á pappír. Hlutafé sem bólgnaði út af sjálfu sér og var aldrei neitt nema tölur til að gleðja augu sakleysingjanna. Hvað varð um lágu töluna, hið raunverulega verð sem goldið var í upphafi fyrir hlutabréfin og var miklu lægra en talan sem við horfðum á hverfa, er það fé sem við ættum kannski að spyrja hvar sé nú komið niður.

Og ætli við vitum ekki svarið?

Kári Hafsteinn hefur um sumt rétt fyrir sér, þó hann eins og fleiri þurfi kannski svolítið að pússa rétttrúnaðargleraugun sín.

Sigurður Hreiðar, 12.4.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Talsmenn ESB hafa allavega litla áhyggjur af því hvar braskaraféð er niðurkomið, meira uppteknir af því að láta lýðnum "blæða" fyrir ævintýri hvítflibbakrimmanna sbr. þessi frétt:

"Embættismenn í Brussel hafa áhyggjur af því að útkoma þjóðaratkvæðagreiðslunnar skapi það sem þeir telja slæmt fordæmi í Evrópu. Er þá horft til baráttu almennings á Írlandi, í Portúgal og Grikklandi gegn því að lífskjör verði rýrð vegna skuldakreppu ríkjanna.

Þetta fullyrðir Leigh Phillips, blaðamaður hjá EU Observer í Brussel í Morgunblaðinu. HÉR er linkur á fréttina, var svo búinn að setja saman þennann pistil til Mosa:

Hárrétt Mosi ! Allt sem stendur í innlegginu, byrjun allavega: 

"Gamla Ísland byggðist á braski, svínaríi, mútum, misneytingu, spillingu, svikum og blekkingum. Heilt hagkerfi var byggt upp gegnum einhverja fjármálablöðru sem að lokum sprakk. Gríðarlegir fjármunir hurfu, sparnaður tuigþúsunda Íslendinga hvarf gegnum þetta braskaralið. Og hvar er allt þetta mikla fé niðurkomið? Og hver ber ábyrgðina?

Ekki verður unnt að byggja upp nýtt Ísland ef þessir sömu menn skríða fram úr skúmaskotum, kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Þannig verður sama þjóðfélag blekkinga og svika endurreist og þetta hyski fær frjálsar hendur að endurtaka leikinn."

En svo fer þetta að verða torskildara (eiginlega ekki þó, kem að því seinna) "Vitur kaupmaður sem finnur skemmd epli í tunnunni, fjarlægir þau áður en þau ná að skemma allt innihaldið." Hver er "kaupmaðurinn" Mosi ??

Er það eitthvað ákveðið yfirvald, embætti eða alþingi ?? ég segi þjóðin, almenningur.

Feillinn við að gera þetta séríslenskt, og þar með sé að hægt sé að kippa öllu í liðinn með því að dæma menn bara á Íslandi og skifta um Íslenska pólítíkusa, er auðvitað sá að þetta er svona um allann hinn vestræna heim og hefur skeð áður hjá öðrum þjóðum t.d. Noregi 1991 og Svíþjóð einnig, málið þá var bara að hlutfallið milli banka og ríkissjóðs var þannig, að þessi lönd réðu við að "skera óreiðupésana" úr snörunni (með almannafé eins og alltaf) án þes að allt hryndi, bara niðurskurður og skattaálögur á "lýðinn" ásamt tapi smáfjárfestanna sem áttu “bréf” í bönkunum.

En það sem gerði að Ísland lenti svo kyrfilega í þessu sem raun bar vitni, er stærð, eða öllu heldur smæð þjóðfélagsins, sem stóð í engu samræmi við umsvif og stærð hins einkavædda hluta fjármálakerfisins, hvort einhver einn eða fleiri beri ábyrgð á akkúrat því að hlutföllin voru svo gífurlega skökk, næstum 12x fjárlög ríkisins, má alveg skoða, er ekkert að andmæla því svosem , en er hræddur um að þarna hafi einkavæddu bankarnir lifað sínu eigin lífi óháð stærð/smæð ríkissins, að svo segja og jafnvel gera, að svona bákn sé baktryggt með almannafé í heimalandinu, er stærsti glæpurinn.

Tökum sem dæmi landsliðin í handbolta og fótbolta, Ísland þarf jafnmarga leikmenn, varamenn ofl og milljónaþjóðirnar og svo ef vel gengur, komast í úrslit og áfram í heimsmeistarakeppni, verður kostnaðurinn hlutfallslega stór á hvert mannsbarn á Íslandi miðað við milljónaþjóðirnar, en það getum við lifað við, bæði vegna gleðinnar sem það gefur og hversu lítill kostnaðurinn er þrátt fyrir allt.

Þannig séð erum við sammála ennþá Mosi ! En það er og verður ekki að gera upp “fortíðina” sem er mikilvægast, heldur “nútíðina”, því ekkert hefur breyst í raun ennþá hvað varðar “symbíósu” spillingu óreiðupésa og valdagráðugra pólítíkusa, hvorki á Íslandi, né annarsstaðar, ekki einu sinni í Danmörku, svo ef það á að sækja hjálp til Dana, þá er það til dansks almennings og sama gildir um gervalla Evrópu, almennings, ekki stjórnvalda.

Það sem gera þarf, er að hinn almenni kjósandi þarf að vera virkari, nota nú reynsluna af áhuganum og kunnáttunni (á báðar hliðar) sem skapaðist í aðdraganda Icesave kosninga og einnig mótmælunum á Austurvelli, vera meira með og gefa núverandi sem nýkomandi stjórnamálafólki, meira aðhald með virkri þáttöku í þjóðfélagssköpuninni, óháð flokkaskipan og skoðana, það væri glæsilegt framtak að sýna hrjáðum almenningi í öðrum löndum, sem nú fylgist grannt með málum á Íslandi, í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og eina færa leiðin til að fá heilbrigðara samfélag, fjármálakerfi og viðskiftalíf.

MBKV

KH


“Deilan þykir skapa það hættulega fordæmi að almenningur geti komist hjá skuldum,” segir Phillips.

Kristján Hilmarsson, 12.4.2011 kl. 14:12

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kári: Spillingin hófst snemma hér: Íslendingasögurnar segja víða frá spillingu, t.d. Bandamannasaga segir frá þar sem borið var fé í dómendur til að fá hagstæðari niðurstöðu. Hvað með þann rökstuðning fyrir för til Íslands: þar væri gnægð af fémæti. Hverra skyldi það vera? Vitað er að Keltar voru hér fyrir landnám og spurning hvort hér hafi verið framið það sem nefnt hefur verið þjóðarmorð til að komast yfir fé þessa fólks.

Sigurður: tugir þúsunda fólks á okkar aldri lagði stórfé í hlutafjárkaup. Þannig voru hluthafar Búnaðarbankans um 30.000 eða 10% þjóðarinnar. Sjálfur tapaði eg ásamt fjölskyldu minni nokkurn veginn jarðarverði vegna bankahrunsins í töpuðu hlutafé sem við áttum skuldlaust, okkar sparnaður í 2 áratugi. Ekki held eg að við höfum verið einu Íslendingarnir sem þannig var ástatt um, heldur þekki eg nokkra tugi eldri borgara sem því miður trúðu fagurgala þessara vandræðamanna, hvort sem þeir sátu þá í Stjórnarráðinu eða í stjórnum þessara fyrirtækja sem fóru til andskotans.

Kristján: braskféð hvarf í einhverja hítina, sjálfsagt verður unnt að hafa upp á því fyrr eða síðar en betra væri að hrunmennirnir veittu lögregluyfirvöldum aðstoð sína við að hafa upp á því. Sporin liggja víða: fyrst um fjármálaheim Lundúna og Lúxemborgar og þaðan í ýms skálkaskjól, t.d. Tortula eyja.

Meðan þessir útrasarvargar hafa ekki sýnt neina iðrun og yfirbót þá hafa þeir réttarstöðu grunaðara. Sjálfsagt er skilningur sérstaks saksóknara svipaður og minn á þessum málum.

Eigi veit eg nafn, heimilisfang og þaðan af síður kennitölu þess kaupmanns sem vit hafði á að tína út skemmdu eplin úr tunnunni. Kannski má hafa uppi nafn á honum með ítarlegum rannsóknum gamallra heimilda.

Þakka annars fyrir málefnalegar athugasemdir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.4.2011 kl. 22:24

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Mosi!

Litt að heyra um tap þitt, þekki fleiri sem lentu svipað í því, en á meðan það er viðtekið og leyft, að fyrirtæki og viðskiftalífið almennt, geti sótt hlutafé á almennum markaði, er og verður alltaf viss áhætta í slíkum fjárfestingum/sparnaði, en í slíkum tilfellum, veljum við sem einstaklingar, hvar og hve miklu við þorum að setja í slíkt.

Hitt er svo verra að það sem við, gegn um skatt og útsvar borgum til samfélagsins í þeirri góðu trú að þau sem við kusum, muni svo nota á skynsamlegan hátt í þágu okkar allra, grunnþjónustu, samgöngur og menntun ofl slíkt, sé svo notað sem baktrygging fyrir misjafnlega vel rekin einkafyrirtæki, það gerir áhættuna margfalt stærri og slíkt umhverfi enn ótryggara en það þarf að vera, einnig fyrir stærri og minni hluthafa.

Hvernig ?? Jú ! þannig að eigendur einkafyrirtækisins (bankinn, flugfélagið eða skipafélagið) sem við settum spariféð okkar í, frekar en að hafa undir koddanum, eða á venjulegum (lágrentu) bankareikningi, vita sem er að þeir geta "braskað" og tekið "áhættur" sem fyrir þá sjálfa er nánast engin, á meðan þessi óréttláta baktrygging á braskinu, með almannafé viðgengst, og hversvegna ættu þeir heldur að fara gætilega og sýna ábyrgð, vel vitandi að svo er ?.

Ég er alls ekki á móti því að nota krafta, fé og tíma við að reyna að finna "tapað" fé, og einnig við að finna og refsa þeim sem hafa, í þessum síðasta hildarleik, kölluð kreppa, gerst brotlegir við bæði lands og milliríkjalög, en vítahringurinn rofnar ekki nema með gagngerri breytingu á ríkjandi fjármálakerfi, það er hvernig við gerum það, sem við þurfum að finna út saman, mín tillaga er í "langhundinum" no 3, (meiri "aktív" þáttaka kjósenda" í samfélagsumræðunni og meira aðhald að okkar kjörnu fulltrúum) vonaðist til að fá meira innspil á það en raun varð, en er alls ekkert að á því að hætta að "hamra" á því og "fiska" eftir hugmyndum annarra um sama efni.

Hver "kaupmaðurinn" með eplin, VAR, er mér minna áhyggjuefni, en hver hann ER í dag og spurning hvort "karfan" sem eplin eru geymd í þurfi ekki að athugast eitthvað ?.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2011 kl. 15:26

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sæll Mosi. Ég og mín fjölskylda töpuðum líka stórfé á því að hafa trú á hlutabréfaeign. Ég nenni ekki að velta mér upp þeim upphæðum í tölum en vissulega var allt sem við lögðum í það sparifé = sparnaður. En ég fullyrði að sú upphæð sem við lögðum í það var til muna lægri en sú upphæð sem okkur var sýnd sem margfeldi af gengi síðan við lögðum fram það sparifé sem var hið raunverulega tap. Stóra upphæðin var aldrei nema tala á pappír.

Sigurður Hreiðar, 13.4.2011 kl. 17:33

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er auðvitað hraustlega mælt en þegar um miklar fjárhæðir er um að ræða þá þarf að fara í eftirleit að hætti góðra bænda og huga að hvort einhvers staðar leynist enn fé. Kannski að ganga fram á hræ, þá er skýringin komin.

Í gær lærði eg nýtt hugtak í ensku: „Wind-up committee“. Svo nefnist slitastjórn á ensku. Skrapp á fund sem slitastjórn Kaupþings banka svona til að forvitnast hvað þar væri nýjast að frétta. Þar sem eg skuldaði bankanum ekki krónu virðist vera útséð um að eg fái ekkert út úr þessu. Annað væri ef ef skuldaði bankanum, þá væri unnt að skuldajafna. Eg og kunningi minn sem er lögfræðingur erum að gæla við hugmynd, nokkurs konar ráð við þessu: Ef eg hitti einhvern sem er að missa húsið sitt undir hamarinn vegna skulda við þennan voðalega banka, þá er möguleiki á að framselja þessum skuldara kröfuna. Þá gæti viðkomandi krafist þess að skuldir beggja aðila væru skuldajafnaðar. Til þess að svo væri þá verður skuldin að vera við gamla Kaupþing bankann.

Auðvitað er spurning hvort bankamenn finni ekki ráð við þessu. Þeir sem hafa auðinn sín megin, hafa yfirleitt ráð yfir rifi hverju til að féfletta lítilmagnann. Í dag er handbært fé Arion banka komið í nokkra hundruð milljarða en var í stóru núlli undir lok september þegar búið var að eta bankann að innan, Tschenguis og fleiri hrægammar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2011 kl. 11:08

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Einhvern veginn finnst mér sem þú sért þarna í hlutverki Fjalla-Bensa. Megi eftirleit þín bera sem bestan árangur.

Sigurður Hreiðar, 15.4.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband