Loksins, loksins....

Loksins, loksins er eitthvað markvert að gerast í þessum málum. Þeir fjárglæframenn sem áttu þátt í að eta Kaupþing að innan hafa flestir verið handteknir og teknir í grafalvarlega yfirheyrslu.

Þessir örfáu einstaklingar áttu sinn þátt í því ásamt þeim hópi manna sem ættu undir venjulegum kringumstæðum að hafa Icesave á samviskunni, að hafa valdið bankahruninu á Íslandi. Brask þeirra með hlutabréf og völd í samfélaginu er skelfilegt dæmi um hvað örfáir einstaklingar geta gert heilli þjóð, án þess að vopnum hafi verið beitt.

Nú hafa sönnunargögn hlaðist upp og réttvísin er komin af stað. Oft er talað um að þessi réttvísi taki seint við sér en nú er tíminn kominn að þessir fjárglæframenn verða látnir standa reikningsskap gerða sinna.

Fram að þessu hafa aðstandendur Kaupþing gert allt sem í þeirra valdi stóð að koma í veg fyrir að yfirvöld kæmust yfir nauðsynleg rannsóknargögn í Luxembourgh. Yfirvöld þar voru lengi tvístígandi enda er það land sem virðir bankaleynd út í ystu æsar. En er tilgangur bankaleyndar að hilma yfir afbrot? Yfirvöld þar í landi stóðu frammi fyrir þessari erfiðu spurningu.

Nú er mikilsvert að fá út úr þessu „útrásarliði“ hvar ránsfengurinn er niðurkominn. Icesave auðurinn liggur einhvers staðar og eins peningarinir sem Kaupþingsmennirnir, Existamennirnir og allt það lið komu og hvert þeir beindu því til. Stund uppgjörsins mikla er upprunninn! Nú dugar hvorki nauð né nú, efnahag íslensku þjóðarinnar þarf að endurreisa og rétta hag þeirra sem töpuðu aleigu sinni í hruninu sem þessir menn bera ábyrgð á.

Mosi

 


mbl.is Kaupþingsmenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband