Furðulegt fyrirbæri

Það má segja að margt sé einkennilegt í mannlegu samfélagi. Sumir þurfa að láta á sér bera og svo er með þá aðila sem vilja skjóta öðrum skelk í bringu.

Nú hafa lögregluyfirvöld bæði erlendis sem hér á landi ítrekað bent á, að áhangendur „Hells engels“ tengist margsinnis glæpsamlegum saknæmu athöfnum þar sem eiturlyfasala, misneyting, mútustarfsemi, ofbeldi, vændi og ýmsir fleiri saknæmar athafnir koma við sögu. Spurning er hvers vegna slík starfsemi er ekki upprætt enda segir í stjórnarskránni að félag megi stofna í sérhverjum löglegum tilgangi. Með gagnályktun er öll félagastarfsemi sem hefur ólöglega starfsemi í för með sér því ólögleg og nýtur af þeim ástæðum ekki friðhelgi stjórnarskrár.

Í mörgum löndum gæti svona starfsemi ekki þrifist. Kannski vegna þess að í þeim löndum ríkir einræði eins stjórnmálaflokks og sá stjórnmálaflokkur þolir enga samkeppni í glæpaverkum sínum.

En hvað með þetta lið, „Hells engels“? Nýtur það skilnings eða velvildar einhverra í samfélaginu? Af hverju eru svona félög ekki upprætt og aðstandendur þeirra ekki látnir sæta ábyrgð?

Ein skýringin kann að vera sú, að töluverð hætta sé á að svona starfsemi myndi skjóta rótum í neðanjarðarhagkerfinu ef upprætt yrði og valda þar mun meiri skaða en ella. Að mörgu leyti er æskilegra að hafa svona þokkapilta sjáanlega fremur en að lögregluyfirvöld missi sjónar af þeim. En tölvutækni nútímans gefur möguleika á að fylgjast gjörla með athöfnum þeirra sem liggja undir grun um afbrot og aðra ólöglega starfsemi.

Á dögum Al Capone, eins frægasta afbrotamanns bandarískrar glæpasögu, tókst lögreglunni aldrei að sanna neitt á hann persónulega þó mjög sterkar líkur væru á því að hann fyrirskipaði morð á tugum ef ekki hundruðum andstæðinga sinna. En það voru skattyfirvöld sem komu honum loksins undir réttvísina og hann var dæmdur fyrir skattsvik og til þungrar refsingar. Gott ef hann hafi ekki verið vistaður í því fræga Sing-sing fangelsi. Í skattamálum er sönnunarbyrðin yfirleitt töluvert léttari enda víða unnt að finna átyllur til skattrannsókna og sá sem liggur undir grun getur ekki alltaf þurrkað út slóðina. Tölvurnar gleyma engu.

Kannski „Hells engels“ verði loksins komið undir réttvísina fyrir tilstuðlan skattyfirvalda.

Í mínum friðsömu augum finnst mér þetta fyrirbæri vera aumkunnarverð sýndarmennska. Sumir stjórnmálamenn vilja gjarnan slá um sig og vera stöðugt í sviðsljósinu. Það veitir þeim jú völd og athygli.

Sjálfsagt fá atferlisfræðingar nóg að gera í nánustu framtíð og óskandi er að lögreglan njóti sérfræðiþekkingu þeirra. „Hells engels“ er fyrirbæri sem er hreint furðulegt, fyrirbæri sem ætti í raun að vera engum til framdráttar.

Mosi


mbl.is Úr landi í lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar erum enn að "geraða gott" í útlandinu. Nú er eitt tattúveraða heljarmennið komið í mál við Norðmenn fyrir ókurteisi!

Árni Gunnarsson, 5.3.2011 kl. 16:29

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, með lögum skal land byggja, það er eins og það stendur, og á þá jafnt yfir alla að ganga, en þetta þjóðfélag sem við búum í er nú svo skrýtið, eða furðulegt.

Mér finnst eins og það sé nokkrir aðilar í þjóðfélaginu sem stjórni öllu, (og á ég þá ekki við pólitíkusa), og þá er eins og svona mótorhjólaklúbbar fái að vera í friði, af því að það snertir ekki þá sem völdin hafa hér á landi í raun og veru.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.3.2011 kl. 13:18

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er „Hells engels“ einhver saklaus saumaklúbbur? Reynsla lögregluyfirvalda um allan heim er skuggaleg og því er fyllsta ástæða að við sýnum fyllstu tortryggni.

Þetta eru oft rótlausir menn sem vilja láta til sín taka og hafa margir hverjir afbrotaferil að baki.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2011 kl. 18:08

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband