Smánarverð

Þegar Bjarni Ármannsson hætti í Íslandsbanka stóð hann upp úr stól bankastjóra fyrir 7 eða 8 milljarða. Næsta „afreksverk“ hans var plottið með Hannesi Smárasyni þar sem hugmyndin gekk út á að spyrða saman Geysi Grín Energy og REI með aðstoð Vilhjálms Vilhjálmssonar þáverandi borgarstjóra. Geysir grín var eitthvað furðulegasta fyrirtæki í flóru íslenskra viðskipta. Það gekk út á að gera að engu sparifé íslenskra sparifjáreigenda sem glapist höfðu á að leggja sparnað sinn í hlutafé í fyrirtækið ATORKU. Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu einnig nokkrum milljörðum á þessum umdeildu umsvifum íslensku athafnarmannanna. Þessar eignir eru nú í eigu kanadísks athafnamanns sem getur gortað sig af því hversuÍíslendingar eru auðveldir að vefja sér um fingur sér. Hann getur tekið undir víkingunum forðum þegar þeir voru að ræna frumbyggja landsins, írska þjóðarbrotið sem hafði komið sér hér fyrir: Á Íslandi er eftir miklu að slægjast!

Að hálfur milljarður fáist upp í skuldafen Orkuveitunnar getur verið ágætt að áliti sumra. En hvernig er bókhaldið hjá Orkuveitunni fært? Kaupin á hlut Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga í HS-Orku voru dýrum dómi keypt. Salan virðist ekki hafa verið nema hluti kaupverðs.

Er fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur ekki fyrst og fremst eitthvað bókhaldsfiff?

Ótrúleg þögn virðist vera um ástæður fjárhagsvanda Orkuveitunnar. Kannski hún sé rekin eins og heimili drykkjumanns þar sem verðmæti eru seld fyrir „slikk“. Gildir einu hvort eignir séu á Krókhálsi eða Kalífórníu.

Mosi


mbl.is Eignir REI verða seldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allveg sammála,, Borgarstjórinn okkar er nú Jú einu sinni bara brandarakarl,, Kanski verður þetta stærsta og eftirminnilegasta grínið hans,, Hverjir skyldu svo vera raunverulegir kaupendur,,

Bimbó (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 03:07

2 Smámynd: Vendetta

Í sambandi við REI og GGE þá ættum við ekki að gleyma þátttöku tækifærissinnans Björns Inga í þessari svikamyllu. Hvers vegna sá maður situr ekki í fangelsi er mér hulin ráðgáta.

En ég verð nú að segja að flest í sambandi við íslenzka stjórn- og fjársýslu minnir á fjölleikahús. Á meðan einfeldningslegir gestir hafa allan hugann við að glápa á sirkusdýrin, þá hirða loddararnir og trúðarnir öll verðmæti af þeim.

Vendetta, 24.2.2011 kl. 16:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margt er órannsakað í þessari svikamyllu. Mörg hundruð smáhluthafa töpuðu sparifé sínu sem þeir keyptu í Jarðborunum eftir að það fyrirtæki var einkavætt. Því fyrirtæki var stýrt mjög varfærnislega, fremur hógvær arður greiddur út og áhersla lögð á að byggja fyrirtækið upp og efla það á ýmsan hátt, t.d. með kaupum á Björgun. Stærsti hluthafinn var Margeir Pétursson. Eitthvað gerðist fyrir 5-6 árum: MP selur hlut sinn, Atorka sem var upphaflega íslenski hlutabréfasjóðurinn yfirtekur Jarðboranir. MP hverfur, hefur leyst hagnað sinn út en nokkrir athafnamenn m.a. kvótamaðurinn Þorsteinn Vilhelmsson, koma í stað MP. Atorka greiddi himinháan arð, um helming í peningum en hinn helminginn í hlutabréfum. Um miðjan sept. 2008 selur Örn Andrésson stjórnarmaður hlut sinn á þokkalegu verði eða á genginu 7.4. Mánuði seinna hrapaði markaðsvirðið niður í o.4.

Eg hefi sent nokkrar greinar í fjölmiðla um þetta mál en tveir hæstaréttarlögmenn hafa lesið þær áður yfir. Er mjög undarlegt að þær hafa ekki birtst enn þá. Er ritskoðun hjá okkur? Margt bendir til þess. Við búum því miður ekki í eins opnu lýðræðisþjóðfélagi í dag og oft áður þegar prentaðir fjölmiðlar eru í höndum hagsmunaaðila sem hafa nokkuð þröngt sjónarhorn á samtíðina.

Spillingardraugurinn er því miður enn á kreiki. Það sést t.d. á hvernig bankarnir eru reknir. Þar vaða ýmsir uppi með ofurlaun sem er óskiljanlegt. Við höfum vanmáttuga vinstri stjórn sem er eins og er sennilega skásti kosturinn. Gömlu flokkarnir sem voru blóðugir upp fyrir haus í ýmiskonar spillingu og fyrirgreiðslupólitík mega ekki komast að. Ef svo verður, þá verður væntanlega gripið fram fyrir hendurnar á sérstökum saksóknara og hans fólki og þá verður fjandinn aftur laus.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.2.2011 kl. 18:39

4 Smámynd: Vendetta

Já, spillingin er víða. Við megum heldur ekki gleyma, að opinberir starfsmenn hjá sveitarfélögunum eru líka sífellt að níðast á fjölskyldum með kolólöglegum aðgerðum. Það er fasismi í sinni verstu mynd, því að það bitnar á börnunum og mæðrum þeirra.

Vendetta, 24.2.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband