10.2.2011 | 09:34
„Oft er í holti heyrandi nær“
Fyllsta ástæða er til gætni hvað sagt er á netinu. Vafasamar fullyrðingar berast oft víðar en ætla má í fyrstu.
Á ofanverðri 19. öld voru málaferli milli ritstjóra vegna ærumeiðinga mjög tíð. Þá var hugsun tengdri stjórnmálum í bernsku á Íslandi og ýmsir misstu frá sér sitthvað það sem betur var ósagt en sagt. Málaferli vegna ærumeiðinga hafa allar götur síðan þótt bæði dýrum dómum keypt og árangur af þeim lítill. Með málaferlum er oft verið að vekja jafnvel enn meiri athygli á brestum okkar og ágöllum. En fátt er flestum jafn dýrmætt og heiður og æra sem flestir eru tilbúnir að verja töluverðu fé til.
Í dag á tímum internetsins er sérstakt tilefni til varkárni. Fyrrum á tímum blaða og tímarita var unnt að ráða og stýra hvert fullyrðingar bárus. Í dag fer hugsunin víðar en við ætlumst og verður vegið og metið. Þau eitruðu skeyti sem öðrum er ætlað hittir okkur jafnvel ver en þá sem þeim var ætlað.
Oft er í holti heyrandi nær er gamalt orðtæki. Í þýsku er talað um að veggirnir hafi eyru og átt við það sama. Boðskapurinn er sá sami: Við eigum að vanda okkur í samskiptum við aðra og forðast að gefa öðrum tilefni til reiði og tortryggni.
Mosi
Prófmál um ummæli á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 243412
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna erum við innilega sammála Guðjón.
Persónulegt skítkast eins og tíðkast hefur í bloggheimum er engum til sóma. Þegar því er haldið fram að fólk láti stjórnast af annarlegum hvötum og óhóflegri hlýðni við hin ýmsu stjórnmálaöfl, þá er umræðan á lágu plani.
Ég er sannfærður um að allir vilja vel og eins óhress og ég er með núverandi ríkisstjórn, þá trúi ég því samt, að þau séu að vinna samkvæmt sinni bestu vitund.
Menn geta tekist harkalega á um málefni, en þegar farið er að niðurlægja persónur, þá eru menn á hálli braut.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 10:18
Þakka þér fyrir Jón.
Skítkast er engum til framdráttar.
Sjálfur hefi eg óbeint tekið stundum stórt í mig. Þannig tók eg þátt í mótmælum sem Hörður Torfason átti veg og vanda af gegn þáverandi ríkisstjórn, stjórn Seðlabanka og stórn Fjármálaeftirlitsins. Þau mótmæli voru að eg held öllum til sóma þó mörgum væri mikið niðri fyrir og oft stór orð látin fjúka. Hins vegar voru þeir sem vildu ganga lengra og sýndu af sér aðra hlið verri, auðvitað drógu þeir meiri athygli fjölmiðla að sér.
Líklegt er að þeir sem hlut áttu að máli í aðdraganda hrunsins, hafi verið meðvitaðir um að ekki væri allt með felldu og sjái nú eftir öllu saman að hafa ekki aðhafst eitthvað til að koma í veg fyrir að tjónið okkar varð eins mikið og reyndist. Þeir hafa síðan margoft haft tækifæri að biðja þjóðina afsökunar og fyrirgefningar. En eru þar á ferð iðrandi syndarar í skilningi kristinnar hugsunar? Að biðja aðra afsökunar á framferði sínu sýnir auðmýkingu hugarins en þarf ekki að vera niðurlæging viðkomandi.
Já við eigum umfram allt að vanda vel það sem við látum frá okkur á ljósvakann, internetið sem fer út um allt! Við þurfum málefnalega umræðu en eigum að forðast óþarfa styggðaryrði.
Góðar stundir!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2011 kl. 10:40
Ég skal fúslega viðurkenna það, að mér finnst sjálfstæðismenn ekki hafa gengið nógu langt í því, að biðjast afsökunar, þótt þeir hafi reyndar gert eithva' með því að segja að þau hafi brugðist en ekki stefnan.
Þar sem að ég er nú talsvert innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn, þá get ég sagt þér frá minni upplifun á viðbrögðum þingmanna eftir hrun.
Þeir voru ægilega brotnir og svekktir yfir að hafa látið þetta gerast. Ég man eftir einu samtali sem ég átti við þingmann flokksins, hann var eitthvað svo dapur yfir þessu öllu, þannig að ég sagði honum að þau hefðu nú öll gert sitt besta.
Þá æstist hann allur upp og sagði að það væri ekki rétt, þau áttu að vita það, að eitthvað hlaut að vera athugavert við framgöngu útrásarvíkinganna, "en við gerðum ekki neitt, því er nú ver" sagði hann.
Þú ert eflaust maður fróður og víðilesinn.
Ekki veit ég hvort þú hefur sömu upplifun og ég, en mér finnst oft menn í æðri stöðum, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, oft eiga ansi erfitt með að sýna auðmýkt.
Ég efast ekki um að Steingrímur og Jóhanna nagi sig í handarbökin yfir ýmsu sem þau hafa gert, en þetta lið er svo stórt upp á sig.
Það held ég að þurfi nauðsynlega að breytast, þetta er venjulegt fólk eins og við og þau eiga ekki að þykjast vera yfir okkur hafin. Þá skapast meira traust á stjórnmálamönnum tel ég.
Góðar stundir til þín sömuleiðis, þetta er algengt ávarp á Norðurlandi, ertu nokkuð að norðan?
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 10:58
Ekki er eg að norðan nema 1/8 þ.e. 12.5% er það ekki? En mikið og gott samstarf hefi eg hafgt við Norðlendinga og eiginlega fólk úr öllum landshornum einkum í starfi mínu sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna á sumrin.
Eftir hrunið hefur mér ekkert gengið að fá atvinnu yfir vetrartímann og hefi því legið í bókum og upplýsingaöflun t.d. af netinu. Langar mikið að láta eitthvað frá mér fara en lítið gengur að fá birt. Þannig er meira en mánuður frá því eg sendi Fréttablaðinu grein um Magma málið og aðdraganda þess en af einhverjum ástæðum hefur hún ekki fengist birt. Kannski tekið sé á viðkvæmum kaunum tengdum eigendum blaðsins sem voru í hópi umdeildra útrásarvíkinga sem kannski fremur ætti að kenna við varga en víkinga.
Einhverju sinni var eg á fundi meðal atvinnuleysingja og þar kom fram það sjónarmið frá einni konu að eiginlega ætti að banna þennan skelfilega Sjálfstæðisflokk hvorki meira né minna! Mér fannst það nokkuð hraustlega til orða tekið en sennilega væri það kannski fulllangt gengið nema annað kæmi til sem rökstyddi betur slíka ákvörðun. Þannig mætti þessi flokkur gera betur grein fyrir fjármálum sínum opinberlega enda er það eðlilegur þáttur í þróun lýðræðis þar sem ekkert pukur á að þrífast.
Í ranni Sjálfstæðisflokksins mætti og hvetja til meiri skilnings og þroska varðandi nútímalegra sjónarmiða til samfélagsins. Það þarf að reka það með einhverjum skynsamlegum hætti en það kostar auðvitað töluvert. Sjálfum finnst mér betra að greiað hærri skatta ef þeir eru notaðir á skynsamlegan hátt og til að tryggja okkur öryggi, bæði félagslegt og efnahagslegt. Í því brást Sjálfstæðisflokkurinn gjörsamlega, það átti að hlífa þeim ríku og ekkert mátti trufla þá í braski sínu að eta bankana að innan. - „Hættu nú herra, - nú mun koma verra“ segir í alkunnum borðsálmi eftir Jón Thoroddsen.
Læt staðar numið - að sinni. Bestu kveðjur norður Heiðar!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2011 kl. 11:18
Ég vona svo sannarlega að þú fáir einhverja vinnu, það er niðurdrepandi að vera atvinnulaus lengi.
Fyrst aðeins um fjármál flokka, þá hefur nú Sjálfstæðisflokkurinn sýnt ákveðið frumkvæði varðandi það, með því að setja lög um hámarksstyrki til frambjóðenda og flokka.
En þetta varðandi upplýsingar um þá sem veita styrki, þá er nú helsta vandamálið að þeir vilja ekki að nöfn sín verði gerð opinber, ótrúlegt en satt, það eru margir einstaklingar og lögaðilar sem styrkja marga flokka og vilja ekki láta bendla sig við neinn.
En þessi umræða þarf að vera í gangi, koma þarf í veg fyrir spillingu og grunsemdir þar að lútandi.
Svo er það með mismunandi lífsskoðanir.
Ég ólst upp við blankheit og basl, auk þess hef ég gengið í gegn um tíma sem hafa falið í sér mikið og lítið fjárstreymi.
Mér er meinilla við alla opinbera aðstoð, ég hef lent í því að vera tekjulaus mánuðum saman og einnig atvinnulaus. Aldrei hef ég vilja bætur, ég hef gírað neysluna niður úr öllu valdi og það hefur tekist merkilega vel að skrimta með nánast enga peninga í höndunum.
Fæðingarorlof feðra hef ég aldrei þolað, þannig að ég þáði það ekki þegar við áttu yngsta barnið árið 2003. Ég tók mér launalaust leyfi fyrstu daganna.
Mín skoðun er sú að menn þroskist á því að takast á við erfiðleika upp á eigin spýtur, meðan ég hef heilsu þá reddast þetta allt á endanum. Mín reynsla er sú að peningar koma og fara, stundum í miklu magni og stundum í litlu, þannig hefur mitt líf verið.
En ekki get ég ætlast til þess að allir séu eins og ég, mér finnst að hið opinbera eigi eingöngu að sinna lágmarksþörfum fólks og gæta þess að þeir sem hafa ekki getu, sökum andlegra eða líkamlegra sjúkdóma, að sjá sér farborða, þeim þarf að hjálpa sem og öldruðum.
Til þess að lýðræðið virki og ólík sjónarmið séu virt, þá þurfa hægri og vinstri flokkar að vera til staðar og takast á um sínar áheyrslur. Báðir aðilar þurfa að gefa eftir til að ná sínu í gegn að einhverju leiti.
Vitanlega þarf að finna flöt sem flestir geta sætt sig við, en það er ansi snúið.
Sennilega er ég svona eindreginn hægri maður af ofangreindum ástæðum.
Jón Ríkharðsson, 10.2.2011 kl. 13:11
Eg ólst líka upp hjá fólki sem ekkert var með of mikið á milli handanna. Dvaldi oft á Akranesi hjá skyldfólki og var auk þess 3 sumur í sveit, vestur í Arnarfirði sumarið 1963 og tvö sumur nokkru síðar. Í Reykjavík var eg „á mölinni“ eins og það var kallað, bjó á eitthvað 6-7 stöðum í Austurbæ Reykjavíkur: Laugarnesi, Selás, Herskálakampinum við Suðurlandsbraut, Vogunum og Hlíðunum. Líklega var mun skemmtilegra að vera barn þá en í dag þar sem allt er orðið nánast „sterílísérað“. Farið var oft í langa leiðangra og leikið sér í röraporti, niður í fjöru við Elliðaárvog, bílakirkjugarði þar sem einn daginn var komið með amerískan skriðdreka og kranabíla. Í Hlíðunum var farið í djúpa skurði í Kringlumýri og á Klambratúni, í Öskjuhlíðina og kannaðar stríðsminjar sem þar er enn að finna og rótað í ýmsu drasli. Þetta var eftir á að hyggja allt saman stórvarasamt og gengur kraftaverki næst að engir krakkar dræpu sig á öllum þessum ósköpum.
Mér hefur staðið nokkuð stuggur af Sjálfstæðisdflokknum sökum þess kæruleysis sem þeir sýndu þjóðinni í aðdraganda hrunsins. Mér finnst ekki vera hægt að fyrirgefa þann glæp að bankaræningjar fengu að hafa fjármuni almennigs að féþúfu, hvort sem það voru hlutabréf í eigu lífeyrissjóða og smáhluthafa: nánast allur sparnaður varð að engu. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins vissi nákvæmlega hvað var um að vera en aðhafðist ekkert! Í dag hafa lífeyrissjóðir þurft að færa lífeyrissréttindi niður vegna kæruleysisáranna Sjálfstæðisflokksins!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.2.2011 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.