Er sætaskipun á Alþingi til að auka sundurlyndi?

Þegar skoðuð er sætaskipan á Alþingi þá er skýringin e.t.v. sú að margir þingmenn velja að vera EKKI í sætum sínum. Þeir eru þar ekki meðal samherja heldur nánast út um hvippinn og hvappinn.

Í stuttum skeiðum frá útsendingum frá Alþingi í fréttatímum má oft sjá Bjarna Benediktsson vera á tali við Lilju Mósesdóttur á yfirstandandi þingi en þau sitja hlið við hlið. Fyrir venjulegan almúgamann slær þeirri hugsun hvort hlutverk hans sé líkt og Loka Laufeyjarsonar í goðafræðinni, að lauma sæði tortryggni og sundurlyndis inn í raðir stjórnarinnar?

Sætaskipun í þinginu er mjög umdeild og á þessu þarf að taka. Samherjar eiga að standa saman en ekki vera eins og hornrekur innan um andstæðinga. Á nánast öllum þjóðþingum heims er byggt á gamallri venju: hægri menn eru hægra megin í þinginu, vinstri vinstra megin. Af hverju getum við ekki haft sömu tilhögun?

Trúlega hefir þetta komið Sjálfstæðisflokknum vel meðan hann var stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi og honum stýrt með harðri hendi, bláu hendinni.

En nú eru breyttir tímar, þjóðin vill annað fyrirkomulag!

Mosi


mbl.is Orð látin vaða eins og púðurskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Já!!!  Auðvitað er þetta sætaskipan að kenna sem er eins og hún er að undirlagi hins illa Sjálfstæðisflokks.  Breytum sætaskipan á alþingi til þess að vinstriflokkarnir verði ekki sæddir með tortryggni og sundurlyndi.

Jarl Sigurgeirsson, 1.2.2011 kl. 11:59

2 Smámynd: Vendetta

Sætaskipan Alþingis endurspeglar þá staðreynd að pólítískir andstæðingar eru bara óvinir þegar upp í ræðupúltið er komið eða þegar rætt er við fjölmiðla. Þótt hefðbundin sætaskipan, eins og hún tíðkast í franska þinginu, danska þinginu og í House of Commons, þar sem samherjar sitja saman hafi sína kosti, þá tel ég að sætaskipan á Alþingi minnki greinilega hættuna á persónulegu ósætti, en ætti ekki að hafa nein áhrif á pólítíska afstöðu.

Og að álykta, Guðjón, að Bjarni Ben getur dregið Lilju til hægri með því bara að ræða við hana á léttum nótum einstaka sinnum á þingfundum, sýnir að þú heldur að Lilja sé fædd í gær. Ertu þá ekki hlynntur því, að Lilja dragi Bjarna til vinstri? Fari að nota einhvern kvenlegan tælingarmátt? Þú sem menntaður maður hlýtur að vita að mannleg samskipti virka í báðir áttir.

En ekki gætir þú gert mig að krata, þótt við sætum öllum stundum og rökræddum pólítík. Til þess að ég yrði krati, þyrfti að beita mig andlegum og líkamlegum pyntingum (heilaþvotti og raflostum). Ert þú þess umkominn? Nei. Ekki Bjarni Ben heldur.

Vendetta, 1.2.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka góðar athugasemdir þó allir verði seint sammála.

Langflest þjóðþing hafa sætaskipunina þannig að samherjar sitji saman enda hefur það reynst yfirleitt vel.

Þegar Stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefir verið, þá var yfirleitt léttara að „flækjast fyrir“ og draga athygli sessunauts í andstæðum flokki að einhverju öðru. Er þarna kannski skýringin hvers vegna umræður dragast stundum oft á langinn og sífelldar endurtekningar áberandi í máli ræðumanna. Ef menn hafa lítið umfram að segja ættu þeir að láta nægja að lýsa yfir að hafa verið sammála síðasta ræðumanni eða næstsíðasta eftir þv'i hvað á við.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband