Taka verður á fortíðinni!

Í hugmyndum iðnaðarráðherra um nýtingu jarðhitaréttinda eru margar góðar hugmyndir sem hafa margar hverjar áður komið fram í fyrri drögum um sama efni.

Við verðum þó að gera ráð fyrir því að mistök fortíðarinnar verði ekkji sópað undir teppið og látin liggja þar óafgreidd. Eignahald á fyrirtækjum og öðrum forréttingum sem fengust við jarðhitanýtingu hefur verið mjög umdeilt. Þessi fyrirtæki voru mörgum hverjum stýrt af fjármálamönnum en ekki sérfræðingum á svið jarðhitarannsókna. Þeir stýrðu þessum fyrirtækjum með skammsýn markmið og áður en það komust í þrot var reksturinn ærið skrautlegur að ekki sé dýpra tekið í árina.

Erlendur aðili hefir nýtt sér aðstöðuna, keypt aflandskrónur og hyggst gera jarðhitaauðlindir að féþúfu. Þessi aðili hefir lýst því yfir að hann hyggist ekki eiga 98,5% í HS Orku, heldur innleysa verulegan hagnað sinn með því að selja til annað hvort innlendra aðila eða erlendra, þess vegna kínverskra. Allt þetta er vægast sagt mjög umdeilt og er mjög dapurlegt að fyrrum stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur róið að því öllum árum, einkum sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, að koma þessu í kring, þrátt fyrir mikla andstöðu tugþúsunda Íslendinga. Hafa mjög margir gengið til liðs við sjónarmið Bjarkar Guðmundsdóttur en hún hefir þegar safnað nálægt 50.000 undirskriftum þar sem farið er fram á þjóðaratkvæði um þessi mikilvægu mál.

Það er umhugsunarvert fyrir hvaða „sjálfstæði“ Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú undir nafni? Upphafleg markmið flokks þessa var að standa heilshugar að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Nú er öldin önnur, sjálfstæði þeirra sem hafa fjármuni undir höndum virðist vera meira virði en önnur góð og viðurkennd gildi.

Við Íslendingar verðum að takast á við fortíðina, horfast í augu við þau gríðarlegu mistök sem einkavæðing bankanna var, bankahrunið og afleiðingar þess. Þessi kanadíski fjármálamaður hefir nýtt sér úrræðaleysi Íslendinga á erfiðri stundu þegar allt virtist stefna í strand undir fyrri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú þarf að taka á þessum málum!

Mosi


mbl.is Afnotaréttur verði til „hóflegs tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband