Umdeildur tekjustofn björgunarsveita

Í fréttinni segir að flugeldasala sé megintekjustofn björgunarsveita og getur farið í 90% tekna hjá sumum sveitum.

Margsinnis hafa orðið mjög alvarleg slys enda er hér um sérstaklega varhugaverðan varning að ræða. Mikið álag er á heilbrigðiskerfið ekki aðeins vegna slysa, heldur á margt fólk sem á í erfiðleikum vegna ýmissa óbeinna áhrifa mengunar  frá flugeldum og blysum t.d. húðofnæmi, öndunarerfiðleika,alvarlegra heyrnarskaða og þar fram eftir götunum. Áhrif af flugeldum og öllum þessum blysum og „kökum“ á umverfi okkar til verri vegar er umtalsverður.

Eftir sprengingaæðið eru leifarnar af þessum hroða skildar eftir víðast hvar eins og Íslendingar læri seint að taka eftir sig.

Víðast hvsr erlendis er þetta ekki heimilt og liggur við háum sektum og jafnvel frelsissviptingu ef sakir eru miklar. Telja margir útlendingar sem fyrir tilviljun eru staddir hér, að hér búi allt að því vitfirrt þjóð. Af hverju eyðir þjóðin hundruðum milljóna til augnabliks skemmtunar og veldur sér auk þess ýmsum sköðum í leiðinni þegar það er í verstu vandræðum með að borga skuldir sínar? Er einhver skynsemi í þessu?

Þegar eg hefi verið staddur erlendis t.d. á Kanaríeyjunum, La Palma, Fuerteventura eða Teneriff, (Grand Canari þekki eg ekki öðru vísi en að hafa millilent þar), þá er sá siðurinn að sveitarfélög fá allsgáða fagmenn í björgunarsveitum, hernum eða jafnvel slökkviliði að sjá um að hafa ofan af gestum sínum með því að skjóta flugeldum. Þar eru þrautþjálfaðir menn sem beina gjarnan flugeldunum í átt til sjávar enda er gróður víða mjög þurr og gríðarleg hætta á að illa fari ef einver sem ekki er meðvitaður um hættuna skjóti sjálfur flugeldum. Þarna er allt þaulskipulagt og ekkert á að fara öðru vísi en ætlast er til. Þetta mættu sveitarfélag á Íslandi athuga í framtíðinni og er vísir að þessu á Þrettándabrennu í Mosfellsbæ sem er smám saman að verða þekkt um allt land. Þeirri kvöldskemmtun lýkur á flugeldasýningu sem björgunarsveitin í Mosfellsbæ á veg og vanda af og er henni til mikils sóma.

Varðandi tekjustofna björgunarsveita á hiklaust að setja upp sanngjarna gjaldskrá þegar björgunarsveit er kölluð út. Þetta starf er nánast allt unnið í sjálfboðaliðavinnu og oft á kostnað atvinnurekenda. Þeir eru margir hverjir meðvitaðir um að starfsmenn eru starfandi í björgunarsveitum og vilja styðja starfið á þann veg að starfsmennirnir verði ekki af launum vegna þessa. Auðvitað gengur það ekki nema að litlu leyti. Mörg fyrirtæki í dag eiga í erfiðleikum rétt eins og margir einstaklingar vegna bankahrunsins.

Í Sviss fer enginn á viss fjöll eins og Matterhorn nema hafa keypt sér áður tryggingu fyrir mögulegum kostnaði við útkall björgunarsveita og þyrlna ef þörf er á. Þetta mætti taka til fyrirmyndar hér á landi enda myndi það draga verulega úr glannalegum ákvörðunum að fara í hættuferðir í varhugaverðu veðri. Þannig hefur verið árvisst að leita hafi þurft stundum dögum saman að týndum rjúpnaveiðimönnum sem ekki hafa alltaf sýnt af sér varfærni t.d. vegna veðurs.

Þá mætti ríkisvaldið auðvitað leggja hóflegt gjald á flugelda, blys og þ.h. vegna mengandi eiginleika þeirra. Þannig mætti draga úr þessari sprengingagleði landans og jafnframt auka hag ríkissjóðs sem ekki veitir af þessi misserin.

Mosi

 


mbl.is Flugeldasalan gengið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið hvað umræðan dettur alltaf í það að rukka þann sem lendir í vandræðum á  fjöllum.

Hve lengi bíður einstaklingur í vandræðum með að hringja á hjálp þar til allt er komið í óefni, hvort sem það sé vegna óveðurs, útafaksturs, vandræðum á sjó o.s.frv. sem telja meginfjölda útkalla? Þá þarf 20 í stað 2 til að leysa málið.

Hvað á að rukka  foreldra krakka sem týnist innanbæjar og það eru kallaðir út 100 manns, því þú gerir lítið með minni mannskap í leit? Sanngjarn kostnaður fyrir stut útkall, 4 tímar x 2500 x 100=1 miljón.  Kostnaðurinn færi hratt upp ef útkallið drægist á langinn.  Síðan yrði umræða um afhverju svona margir voru kallaðir í aðgerð o.s.frv.

Þeir sem starfa í björgunarsveitum eru harðir á því að þjónustan eigi að vera endurgjaldslaus, enda leysir það fleiri mál á farsælan hátt.

Dóri (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:41

2 identicon

Hernig væri að banna allar slysagildrur: Stiga,svalir,skip,flugvélar,bíla,byssur,dráttarvélar,heimili... nú eða klára dæmið og banna fólk.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:38

3 identicon

Já, því fleiri opinber gjöld er akkúrat það sem íslenskur almenningur þarfnast núna. Og sótthreinsum samfélagið okkar í öllum bænum enn frekar með góðum skammti af pólitískum réttrúnaði. Til hamingju, þetta var án efa leiðinlegasta og mest pirrandi grein sem ég hef lesið, amk í ár. The award goes to Mosi.

Happy new year, sunshine.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 04:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Dóri: er ekki fullmikið að kalla út 100 manns svona í fyrstu? Venjulega biður lögreglan um að svipast eftir þeim sem saknað er.

Guðmundur: byssueign mætti takmarka enda lítið vit í að hátt í 10% þjóðarinnar séu með byssuleyfi. Annað sem þú telur upp er dáldið öfgakennt enda margt sem þú nefnir sem fæstir telja vera óþarfa. Þú gleymir t.d. jeppum og fjórhjólum sem mörg hver eru notuð fyrst og fremst af sumum til skemmtunar og utanvegaaksturs.

Arngrímur: við verðum að gera okkur grein að flugelda og þ.h. mætti skattleggja meira í þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem við erum í núna. Einnig verðum við að gera milli nauðsynja sem á að skattleggja sem minnst og annað sem mætti skattleggja meira.

Það er mjög sláandi að þjóð sem er í vanda sem geti eytt gríðarlegum fjármunum í  þessa hluti sér til skemmtunar en kannski öðrum til baga, ætti fremur að leggja meiri áherslu á að beina þessu mikla fé til skynsamlegri nota.

Eins og tíðkast í Eyjum er þeim ekki til framdráttar. Að halda þar úti einhverri furðulegustu flugeldaorgíu um áramót er mjög undarleg eins og menn hafi ekkert skynsamlegra að taka sér fyrir hendur en leik við stórvarasama hluti. Eru menn gjörsamlega að týna sér í sýndarmennsku? Ef menn vilja sýna athafnir sínar öðrum er svo margt annað unnt að gera  sem kemur að gagni en þetta er eins og fleygja peningunum í sjóinn.

Ef við sláum á þær fjárhæð sem um er að ræða þá eru flutt til landsins um 500 tonn af flugeldum og þ.h. til áramótabrúks að talið er. Ef söluverð hvers kg er 1.000 kr. að meðaltali, þá erum við að tala um fjárhæð sem er um 500 milljónir! Ef hvert kg kostar 2000 krónur þá eðlilega tvöfaldast sú fjárhæð: Getum við ekki sparað okkur eitthvað af þeim milljarði og nýtt í annað skynsamlegra?

Mengunin sem verður við allt þetta dót er gríðarleg. Við erum að reyna að draga úr mengun á mörgum sviðum og var ekki gerð út sendinefnd austur til Japan hérna um árið til að grenja út einhvern aukinn mengunarkvóta í þágu álveranna?

Skyldi mengun landsmanna vegna áramótagleðinnar vera inni í þessum útreikningum? Kannski þarf að gera út sendinefnd öðru sinni á alþjóðlegum umhverfisráðstefnum til að væla út mengunarkvóta vegna flugeldanna og blysanna.

Með ósk um friðsamleg og slysalaus áramót.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2010 kl. 06:57

5 identicon

Sæll,

100 manns við leit er ekki mikið.  Venjulega við fyrsta viðbragð sem er fyrsti klukkutíminn þá koma 50+ björgunarsveitarmenn að aðgerð.  Eftir klukkutíma í viðbót er talan venjulega komin í 100.

Lögregla ákveður að leit skuli hafin.  Hér í Reykjavík starfar svæðisstjórn í umboði lögreglu og oftast eru leitarhópar komnir á staðinn á sama tíma og svæðisstjórn, með sama magn upplýsinga.

Við leit, þegar fólk er gangandi þá þarf mikinn mannskap til að dekka leitarsvæði.  Almennur gönguhraði við leit er 2km og í myrkri er leitarradíus 20-30m.  Hann stækkar uppað 50m að degi.  Því þarf 17 manns í einn klukkutíma til að dekka 1 ferkílómetra svæði svo hægt sé að segja með ágætri vissu að einstaklingur sem leitað er að sé ekki á því.  Ef hætta er á ofkælingu þá geturðu aðeins 'tryggt' hraðann fund með auknum mannskap.  Tími er mikill hluti í þessu því það tekur björgunarmenn tíma að koma sér að leitarsvæði.

Áramóta og flugeldakveðja,

Dóri, sem er búinn að vera að leita að fólki í áratug og sér ekki eftir klukkutíma af þeim tíma.

Dóri (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 14:56

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú átt þakkir samfélagsins skildar Dóri!

Hins vegar mætti draga mikið úr þörfinni af aðstoð björgunarsveitanna ef allir væru betur meðvitaðir hversu þessi þjónusta samfélagsins er sjálfsögð. En finnst okkur öllum að hún eigi alltaf að vera án endurgjalds? Ekki er eg viss, en ef eg þyrfti að þessari mikilvægu þjónustu að halda, af hverju ekki að borga fyrir hana?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband