24.12.2010 | 12:09
Ábyrgari fjármálastjórnun
Alltaf er leitt þegar opinber þjónustufyrirtæki þurfa að grípa til hækkana á þjónustu sinni. Sérstaklega þegar ráðstöfunartekjur þeirra sem minna mega sín dragst saman. En auðvitað ber að líta á þetta sem ábyrga fjármálastjórnun við þeim erfiðleikum sem við blasir vegna þess mikla kæruleysis undanfarinna ára sem leiddu af sér fjármálakreppuna miklu. Við verðum einhver ár að súpa seyðið af þeirri léttúð sem þá ríkti. Þá voru skattar lækkaðir, eignir seldar eða jafnvel gefnar án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir nema einhverjir pappírar sem reynst hafa verðlitlir eða jafnvel verðlausir með öllu.
En opinberir aðilar verða einnig að sýna aðgát í ákvörðun útgjalda. Þar má víða skera verulega niður með skynsamlegum ákvörðunum.
Mosi hefir oft bent á, að notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu er mjög umdeild. Svifrykið sem að miklu leyti stafar af nagladekkjanotkun, eykur álag á heilbrigðiskerfið og útgjöld almennings á meðulum við þeim kvillum. Þá mætti draga verulega úr þörf á gatnaviðgerðum vegna naglanna en þar fara gríðarlega háar fjárhæðir í súginn sem e.t.v. betur væri varið til að efla strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Ein ástæðan að einungis 4-5% ferðast með strætisvögnum er vegna ónógs sætaframboðs og flutningsgetu á álagstímum í umferðinni. Flestir mæta í vinnu eða skóla kl.8 á morgnana og flestir fara heim á leið á svipuðum tíma. Unnt væri að taka upp sveigjanlegan vinnutíma í stórum stíl þar sem A-fólk sem vaknar snemma kemur fyrr en B-fólkið sem vill byrja seinna en vinna lengur fram eftir. Þannig væri unnt að koma þessu einnig fyrir í skólastarfi: kjarnafögin væru kennd fyrst og fremst kringum hádegið en valfögin ýmist seint eða snemma eftir atvikum og unnt að koma því við.
Óskandi er að þetta ástand hækkaðs verð á þjónustu verði sem styst og að unnt verði með skynsemi að koma rekstri þjónustustofnana þess opinbera sem fyrst í gott lag.
Með ósk um gleðileg en umfram allt friðsæl jól til allra landsmanna fjær og nær.
Mosi
Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að lesa grein nýlega þar sem hvat var til notkunar nagladekkja. Um var að ræða kerrur og aftanívagna í Noregi. Þeir eiga það neflinlega til að sveiflast út á hlið og drepa gangandi vegfarendur. Var þessi hvatning í því tilefni.
Ég er sammála þvi að við minnkum nagladekkjanotkun og svifryk. Sjálfur þoli ég steinryk og gosösku illa.
Leiðin til þess er að fólk geti treyst því að heimilismeðlimir séu öruggir í fjölskyldubílnum.
Það er best gert með því að salta það vel og í tæka tíð að ekki komi til hættulegra árekstra.
Í nágrannalöndunum hafa menn einmitt gert þetta og í yfir 20 ár sannfært almenning um að það geti treyst því að nagladekkjanotkun sé óþörf vegna þess að það sé saltað með ábyrgum hætti.
Eftir langa hríð(talið í áratugum) hafa menn síðan lagt gjöld á þá sem treysta sér ekki að vera án naglanna.
Hér á landi sér maður eingöngu umræðu, hjá stjórnmálamönnum, um að leggja skatt á naglanotkun. Sem sagt, ekki hugsað um eigin samfélagsábyrgð heldur reynt að hafa fé af almenningi sem hugsar um hag fjölskyldunnar.
Það er löngu kominn tími til að það verði sýnd ábyrgð í nagladekkja-málum. Fyrsta ábyrga skrefið veður alltaf að salta göturnar skynsamlega.
Salt blandað ryðvarnarefnum skemmir ekki bíla eins og margir halda fram og það þarf ótrúlega lítið salt til þess að önnur dekk geri sama gagn og nagladekk. Söltun er talsverð vísindi sem er búið að rannsaka mikið og auðvelt er að fara í gagnabanka nágrannaþjóða okkar.
Skúli Guðbjarnarson, 25.12.2010 kl. 08:10
Þakka þér Skúli fyrir. Nagladekkjanotkun sem kemur aðeins að gagni í örfá skipti er er ekki auðvelt að réttlæta nema gegn því að þeir sem spæna upp göturnar og auka svifryksmengun eigi að borga fyrir það!
M
Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2010 kl. 00:41
Að kalla þessa bylgju hækkana á öllu sem almenningur eru píndur til að greiða "ábyrga fjármálastjórnun" hlýtur að vera tilraun til sjálfsheilaþvottar.
Geir Ágústsson, 26.12.2010 kl. 12:28
Geir: Hvernig viltu leysa þessi mál? Einhvers staðar verður að taka peningana? Auðvitað mætti skera miskunnarlaust niður á þeim sviðum sem við getum, eins og t.d. í utanríkismálum. Hvað réttlæltir einhverja dýrustu sendiráðaþjónustu heims miðað við fólksfjölda? Davíð og Dóri voru iðnir á sínum tíma við að fjölga sendiráðum ótæpilega. Heilbrigðiskerfið VERÐUR að verja. Þar er vart unnt að spara ölllu meira. Sömuleiðis menntakerfið.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2010 kl. 12:40
Það mætti minnka ríkið niður í umsvif þess árið 2000. Þannig mætti koma í veg fyrir skattahækkanir og aðra blóðtöku úr deyjandi hagkerfinu.
Þú getur atast í þarseinasta, þarþarseinasta og þarþarþarseinasta forsætisráðherra að vild, en ábyrgðin á ófremdarástandi ríkisrekstursins í dag er hjá núverandi stjórnvöldum (per definition). Núverandi stjórnvöld hafa slegið öllu á frest sem þau geta, ríkið er ennþá nokkurn veginn af sömu umgjörð og á tímum bóluskattteknanna, en án teknanna.
Geir Ágústsson, 26.12.2010 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.