Dokum við en dæmum ei!

Sjónarmið þremenninganna eru þessi:

Þeim finnst niðurskurður á samneyslunni vera of mikill og sem dæmi má nefna að Lilja hefur bent á að í kreppunni miklu fyrir um 80 árum var skorið mjög harkalega í bandaríska heilbrigðisgeiranum. Það hafði þau áhrif að opinber heilbrigðisþjónustu hefur ekki náð sér eftir þann mikla niðurskurð, heldur fór heilberigðisþjónustan í auknum mæli yfir í einkageirann. Þessir 3 þingmenn óttast að hér á Íslandi verði sama þróunin, við verðum að horfa á lokun sjúkrahúsa og að það verði flótti í atvinnugreininni og aukið atvinnuleysi.

Hin hliðin á þessu flókna máli er auðvitað sú, að með harkalegum niðurskurði er verið að stefna sem fyrst að hallalitlum og helst hallalausum fjárlögum til að við getum t.d uppfyllt kröfur um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Aðild að EBE myndi tryggja okkur mjög gott og traust lagaumhverfi. Það hefði þá augljósu kosti efla fjárhagslegt öryggi okkar um ókomna tíð sem ekki veitir víst af.

Mér finnst að við verðum að fara mjög varlega í að dæma einstaklinga vegna þeirra ákvarðana sem þeir hafa tekið. En það er gríðarlegur þrýstingur á stjórnvöld frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að sýna strax árangur í stjórn efnahagsmála. Hver króna skiptir þá feiknamiklu máli að nýtist sem best.

En það undrar mig mest að enginn skuli tjá sig um að dást að hugrekki þessara þrímenninga að fara gegn straumnum en fylgja fremur sannfæringu sinni. Þeir hafa góð og gild rök fyrir ákvörðun sinni sem ber að virða.

Mosi


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er undarlegt að allar athugasemdir eru ýmist fordæmingar á þingmenn samfylkingarinnar eða afsakanir fyrir þremenninganna. Hvers vegna trúa allir kviksögum Moggans um stjórnarsamstarfið. Nú hefur Mogginn ráðið umræðunni í allan dag í þágu stjórnaandtöðunnar. Og allir vinstrimenn virðast lepja sannleikann úr Davíð eins lífsins vatn.

Kommon. Mogginn hefur aðeins eitt agenda. Að sundra ríkisstjórninni. Þess vegna hampar hann órólegu deildinni í VG dag eftir dag. Og honum er haldið uppi í taprekstri með peningum úr Vestmannaeyjum þar til stjórnin springur og Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur að til að verja hagsmuni útgerðarinnar. Eftir það verður hann látinn sigla sinn sjó.    

Sigurbjörn Sveinsson, 20.12.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nákvæmlega, Sigurbjörn Sveinsson. Þú ert alveg með þetta. Ég hef skrifað gegn rottugangi Morgunblaðsins í kvöld, en slík skrif eru eins og skrif um snöru í hengds manns húsi. Lítil sem engin viðbrögð. Og þó, margir lesa, en fáir tjá sig. Það líkar mér illa. Svo sem ekki við því að búast, hér í höfuðstöðvum íhaldsins í Netheimum.

Mosi, hugrekki þeirra þriggja sem þú nefnir er ekkert. Þetta eru bara aularnir, sem með skammsýni sinni og skorti á úthaldi, ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur að stjórnarborðinu.

Þeirra ábyrgð er mikil og verði þeim að góðu. 

Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Lilja Mósesdóttir er bara að fylgja sinni sannfæringu og það er vel.   Hún hefur alltaf verið mjög málefnaleg í sínum málflutningi og komið fram með mjög góðar tillögur sem hvorki Steingrímur eða Jóhanna skilja sakir menntunar- og  þekkingarskorts. 

Jarðfræðingurinn og flugfreyjan fyrrverandi eru eflaust ágætis fólk, en ég held að kraftar þeirra væru betur nýttir við smákökubakstur heldur en við stjórn efnahagsmála.

Hver er síðan efnahagsmálaráðherrra?  Jú, skoffínið og trúðurinn Árni Páll

Guðmundur Pétursson, 21.12.2010 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband