18.11.2010 | 14:15
Góð ráðstefna
Þessi ráðstefna á Grandhóteli í morgun um ferðaþjónustu og umhverfismál var fróðleg í alla staði. Einhugur var með öllum frummælendum að tryggja þarf góðan og öflugan tekjustofn sem verði nýttur til að lagfæra vinsælustu ferðamannastaði landsins og bæta alla aðstöðu ferðamanna.
Sem stendur hefur ríkt gamaldags sveitamennska í þessum efnum. Ekki hefur verið talið vera við hæfi að taka fyrir að ferðafólk sæki t.d. þjóðgarða. Er þó vitað að töluverður kostnaður fylgir rekstri þeirra einkum þar sem ríkið hefur byggt upp upplýsingamiðstöðvar eins og á Þingvelli, Snæfellsnesþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð svo dæmi séu nefnd.
Reynsla mín sem leiðsögumaður er sú að margir ferðamenn undrast þetta fyrirkomulag. Þeim finnst eðlilega okkur til vansa hversu aðstæður eru víða slæmar og jafnvel varhugaverðar og bókstaflega hættulegar. Það er mjög sanngjarnt að ferðamaður greiði hóflega fyrir það sem hann nýtur í þjóðgarði. En þá þarf sú gjaldtaka að vera almenn þannig að ferðafólki sé ekki mismunað t.d. með hvaða farartæki það kemur á staðinn. Þannig hefur ferðaskrifstofum verið gert að inna gjald fyrir að stoppa við Kerið í Grímsnesi þó svo að þeir sem koma á minni bílum séu ekki rukkaðir fyrir að berja gíg þann augum.
Í ár er talið að rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna hafi sótt Ísland heim. Um 80% þeirra koma hingað til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Hvenær ferðamannastraumurinn fer í 1.000.000 er auðvitað spurning en sjálfsagt verður ekki langt þangað til.
Talið er að árlegur hagnaður ferðaþjónustu á Íslandi nemi meira en 150 milljörðum eða álíka fjárhæð og áliðnaðurinn skilar nú. Ekki er um sambærilega starfsemi að ræða, áliðnaðurinn greiðir t.d. ekki fyrir það tjón sem orðið hefur á náttúru landsins vegna bygginga virkjana. Það eru óafturkræfar aðgerðir. En ferðaþjónusta er árstíðabundin því miður og hefur verið fremur tengd ýmsum láglaunastörfum sem áliðnaðurinn er ekki. Þannig að ekki er aiuðvelt að bera tvennt ólíkt saman.
Þó má reikna með að áliðnaður geti ekki vaxið jafnmikið og ferðaþjónustan á Íslandi. Má þar nefna að möguleikar til endurvinnslu áls í heiminum t.d. í B.N.A. gæti valdið umtalsverðum samdrætti í frumxvinnslu áls enda er gríðarleg mengun honum samfara eins og gerðist í Ungverjalandi nú í sumar sem leið.
Mosi
Nefskattur skásta lausnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.