1.11.2010 | 14:51
Hraðferð á 240 km hraða úr Mosfellsbæ til Reykjavíkur!
Á heimasíðu Mosfellsbæjar er greint frá nýjung sem sjálfsagt er að benda á:
Nú hefur verið ákveðið að strætisvagn aki tvær ferðir frá miðbæ Mosfellsbæjar til miðbæjar Reykjavíkur. Sjá: http://www.mos.is/Lesafrett/mosmidborg-hradferd
Allt hið besta mál en svo er að rýna betur í textann:
Vakin er athygli á því að á virkum dögum ekur vagn frá Strætó BS tvær hraðferðir milli Mosfellsbæjar og miðborgar Reykjavíkur. Um 15 mínútur tekur að aka frá miðbæ Mosfellsbæjar að Lækjartorgi.
Um er að ræða leið nr. 6 sem leggur af stað frá Háholti í Mosfellsbæ kl. 7:19 og 8:19. Hún ekur beina leið að skiptistöðinni við Ártún og þaðan hefðbundna leið sem er niður Miklubraut, fram hjá Landspítala og Háskóla Íslands, fram hjá Tjörninni, niður að Lækjartorgi, upp Hverfisgötu og að Hlemmi.
En gamanið fer að kárna þegar tímaáætlunin er skoðuð betur:
Háholt Mos - 7:19 og 8:19
Ártún - 7:21 og 8:21
Kringlan - 7:25 og 8:25
Landspítalinn - 7:28 og 8:28
Háskóli Íslands - 7:30 og 8:30
Lækjartorg - 7:34 og 8:34
Hlemmur - 7:39 og 8:39
Eins og sjá má er áætlað að taki einungis 2 mínútur að aka um 8 km leið frá Mosfellsbæ og niður í Ártún. Ef við deilum 8 með 2 fáum við 4 sem er áætlaður hraði á mínútu. Og með því að margfalda 4 með 60 sem sagt fjölda mínútna í klukkustundinni þurfa strætisvagnarnir að aka á 240 km hraða þessa leið! Auðvitað er hægt að setja upp alls konar óskhyggju á blað en er þetta ekki einum of langt gengið? Á leiðinni er um tylft hringtorga sem hafa þá náttúru að þeim er ætlað að draga úr hraðakstri. Sjálfum finnst mér tíminn knappur frá Ártúni á móts við Kringlu sem er tvöfalt lengri en nokkuð styttri. Það verður ekki neitt sældarbrauð hjá strætisvagnabílsstjórum að halda tímaáætlun jafnvel þó þeir væru að æfa sig í formúlu kappakstri á strætisvögnunum. Tölum ekki um aðra vegfarendur. Eins gott að þessir hraðakstursvagnar verði sérstaklega merktir, þess vegna endurvaktir Kleppur hraðferð, - tja hvers vegna ekki? Sú leið var einu sinni til og bar númerið 13.
Stjórn Strætó hefur oft komið með kostulegar hugmyndir. Ætli nokkur sem situr í stjórn Strætó geri sér minnstu hugmynd um aðstæður og æskilegt aksturslag bílsstjóra. Líklega er enginn notandi strætisvagna sem situr í stjórn Strætó sem virðulegir borgarar verma.
Vonandi verða ekki stórslys af þessu nýjasta uppátæki. En aukin þjónusta verður ábyggilega kærkomin, en með réttum forsendum takk fyrir!
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendu þennan pistil á annað hvort blaðið, Guðjón. Of fáir sjá svona blogg (við erum aðeins að blogga okkur til gamans, varla til að hafa áhrif) sem þurfa þess.
Sigurður Hreiðar, 1.11.2010 kl. 15:05
Raunar held ég að svona tímatafla hjá Strætó BS sé einkum til gamans. Ég nota þjónustu þess ekki oft en þegar ég geri það hefur ekkert verið að marka þær tímasetningar sem gefnar eru upp á heimasíðunni. Sem minnir mig á lífsreynslu sem mér þótti skemmtileg: ég var að skoða strætóáætlun á staur í Köben þar sem vagn fer annars vegar um hjáleið á Vesterbrogade en hins vegar eftir aðalgötunni sjálfri. Bar þar að gamla konu með staf sem vildi vita eftir hverju ég væri að hnýsast sem ég ljúflega sagði henni. Hún bað mig ekki hafa áhyggjur, ég gæti notað hvorn vagninn sem væri. Svo haltraði hún rösklega sína leið en mér datt í hug að gá hvor væri væntanlegur fyrr og gekk því yfir hjáleiðina. Sú gamla hafði enn ekki gefið mig upp og kom nú allt hvað af tók til baka og kallaði: Hvad er det nu? Og ég svaraði: Jeg prøver bare at finde ud af hvem som kommer først. Þá sveiflaði sú gamla staf sínum vígalega og hrópaði: Nej, men sådan fungerer det ikke! Den som kommer først kommer først! -- Og það reyndist rétt…
Sigurður Hreiðar, 1.11.2010 kl. 15:12
Einkennilegt er að á vef Strætó, straeto.is, er hvergi getið um þessar ferðir, þeirra er bara getið á vef Mosfellsbæjar og þar er þessi undarlega tímatafla. Ég get upplýst að virðulegu borgararnir í stjórn Strætó bs. eru þessir: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, formaður, Einar Örn Benediktsson, Reykjavík, Hjálmar Hjálmarsson, Kópavogi, Stefán Snær Konráðsson, Garðabæ, Hafsteinn Pálsson, Mosfellsbæ, Sigrún Edda Jónsdóttir, Seltjarnarnesi, Kjartan Örn Sigurðsson, Álftanesi. Ég get líka upplýst að ég hef notað strætó nærri daglega í mörg ár og það er undantekning að tímatöflurnar standist ekki, aðallega á álagstímum. Það má ýmislegt að þjónustu Strætó finna vegna of lítilla fjárveitinga, en miðað við þær er þjónustan furðu góð og oft hef ég tekið til varna fyrir strætó gagnvart fólki sem notar hann minna en ég.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.