22.10.2010 | 15:34
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Dekk með nöglum koma sárasjaldan að gagni á götum höfuðborgarsvæðisins. Í þau örfáu skipti sem þeir gætu komið að gagni er einnig nægjanlegt að aka hægt og fara sér ekki að neinu óðslega í umferðinni.
Eins og margt sem tengist mengandi starfsemi ættu nagladekk að vera sköttuð sérstaklega. Sannað er að mikið svifryk má rekja til notkunar nagladekkja. Kannski að mörgum þyki of langt gengið að banna naglana alfarið sérstaklega þeir sem eiga erindi út á land. En telji bifreiðaeigandi naglana ómissandi, hvernig væri að borga fyrir það? Hvort skatturinn væri 5.000, 10.000 eða einhver önnur fjárhæð á dekk, skal öðrum ætlað að ákveða.
Fyrir skemmdirnar á götum höfuðborgarsvæðisins er varið gríðarlegum upphæðum. Mér skilst að fyrir þessar fjárhæð væri unnt að reka strætisvagna hátt í hálft ár, rekstur sem sveitarfélögunum finnst mörgum hverjum mikil ofrausn að sjá um.
Hvernig væri að skattleggja naglana?
Mosi
Naglar óþarfir í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má nú ekki gleyma því að þó nagladekk séu óþörf á höfuðborgarsvæðinu eru þau nauðsynleg þeim sem þurfa að fara ótroðnari slóðir í sínu héraði, eins og fjallvegi. Skattlagning væri því heldur óæskileg og ég vildi frekar sjá samvisku og greind fólks stýra ákvörðunum sem þessum.
Elín Esther (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:06
Algjör óþarfi að setja fleyri landsbygðarskatta..... í reykarvík er fínt að vera á heilsársdekkjum en fyrir Vestan, Norðan og austan þarftu nagladekk.
Axel Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 16:57
Og setja enn einn landsbyggðaskattinn á! Þó Reykvíkingar búi við það að bílar þeirra séu pæklaðir þá þurfa flestir aðrir íbúar þessa lands að notast við nagla undir sína bíla. Þetta er staðreynd og því mun slík skattlagning vera enn einn landsbyggðarskatturinn. Nóg er samt!!
Gunnar Heiðarsson, 22.10.2010 kl. 17:18
Það má allt ein spyrja hvort ekki eigi frekar að hætta að salta og lögleiða nagla. Það er saltið sem leysir upp malbikið þannig að naglarnir eiga auðveldara með að tæta það upp. Erlendar rannsóknir leiða í ljós að minna svifrik er þar sem ekkert salt er notað og bílar yfirleitt á nagladekkjum heldur en þar sem saltað er og mjög fáir bílar á nagladekkjum.
Gunnar Heiðarsson, 22.10.2010 kl. 17:23
Hvernig fór fólk að fyrir daga nagladekkjanna og saltsins? Við keyrðum einfaldlega varlega. Í hálku þarf fólk að hafa varann á sér hvort sem það er á nöglum eða naglalaust.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.10.2010 kl. 18:36
Fyrir daga nagladekkja og salts voru menn á keðjum. það má ekki gleymast að naglarnig gefa falskt öryggi því þeir losna og hætta að virka fullkomlega. Ég prufaði fyrir nokkrum árum að kaupa loftbóludekk og þvílíkur munur Þau eru mun betri í snjó og hálku bíllinn varð mun stabílli og ég losnaði við allan vibring frá mis ballenseruðum dekkjum. Þeir sem búa á höfuðborgar svæðinu hafa ekkert að gera með að vera á nöglum því og ef þarf að fara eitthvað og það er það mikil hálka geta menn spurt sig Þarf ég virkilega að vera fara þetta í dag.
kiddi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 23:23
Ég vildi gjarnan sjá einhverjar mælingar eða annað sem sannar að svifryk af umferðinni sé af nagladekkjum fyrst og fremst. Ef gagn á að vera að vetrardekkjum hljóta þau að þurfa að grípa og við það slitna þau og af því m.a. kemur svifryk. Gleymum heldur ekki sóðaskapnum sem kemur af efnisflutningum í þéttbýli, af dekkjum bíla sem koma úr forugri vinnu og annað þess háttar. Því miður held ég að það sé gaspur að kenna nagladekkjum um allt svifrykið. Ef götur væri reglulega og sómasamlega þrifnar væri svifryk ekki til skaða. -- Eins og Kiddi réttilega bendir á notuðum við keðjur áður en við fengum alvöru vetrardekk en sennilega vill enginn glamrið og óþægindin af þeim aftur. En ég er ekki sami aðdáandi loftbóludekkja og hann. Að minni reynslu eru þau aðallega það sem nafnið bendir til -- loftbólur!
Sigurður Hreiðar, 23.10.2010 kl. 17:06
Sæll Guðjón, mig langar að leggja smá orð í belg, kannski loftbelg, því ég er að byrja minn sjötta vertu á sömu lofbóludekkjum, og miða við þá reynslu skal ég aldrei á nagla aftur, mér finnst Sigurður hér fyrir ofan vera að miskilja loftbóludekk eitthvað, en menn verða að gera sér grein fyrir því að dekkið veitir ekki nema lófastóran flöt við vegin. Svo er það ekki bara nagladekk sem mynda svifryk, öll önnur dekk gera það líka, bara minna, það er sannað að naglar eru versti kostur gagnvart rykinu. Íslendingar eru heppnir að ég skuli ekki vera einráður hér á landi, þá myndi ég nefnilega banna nagladekk. Það komast allir ferða sinna á vetrardekkjum.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 17:43
Ég held ekki að ég sé að misskilja nagladekk eitthvað, Helgi Þór. Ég var einn þeirra fyrstu sem prófuðu þau hérlendis, heilan vetur. Það var nóg fyrir mig, miðað við önnur naglalaus vetrardekk sem ég hef prófað og notað. Veit afar vel hve lítill flötur heldur farartæki við undirlagið og haga mér samkvæmt því. En ég er sammála þér að það séu ekki bara nagladekk sem mynda svifryk heldur hljóta öll vetrardekk sem standa undir nafni að gera það líka. Annars væru þau gagnlaus. -- Það sem af er þessari öld hafa nagladekk ekki verið undir heimilisbílum þessa heimilis.
Sigurður Hreiðar, 25.10.2010 kl. 19:53
Þakka þér fyrir greinagóð svör Sigurður Hreiðar.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.