13.10.2010 | 14:02
Ósæmandi framkoma
Auðvitað er skiljanlegt að sumum er þungt niðri. En er rétt að láta það bitna á dauðum hlutum eins og gleri í gluggum?
Það er ekki auðvelt að vera í sporum þessa fólks sem málið varðar, hvorki þolendum hrunsins né þeim starfsmönnum sem starfa hjá umboðsmanni. Með reiðinni næst enginn árangur. Það er alltaf hyggilegt að sýna fyllstu kurteysi í hvívetna en það er jafnframt unnt að halda fram skoðunum sínum og þá með góðum og gildum rökum.
Það er umhugsunarvert af hverju fleiri hafi ekki reynt að fá úrlausn sinna mála t.d. frestun innheimtu og að láta þannig skuldamál sín fara í þann farveg og reyna eftir megni að reita eitthvað í kröfuhafann.
Mosi
Braut rúðu og skilrúm í reiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líklega betra að láta reiði sína bitna beint á dauðum hlutum en ekki á því helv... hyski sem ber ábyrgðina á því að illa er komið fyrir almenningi þessa lands. Fulltrúar hyskisins hjá umboðsmanni skuldara þurftu sem betur fer ekki að taka reiði þessa manns út á eigin skinni.
corvus corax, 13.10.2010 kl. 14:23
Þetta er bara einkenni á því ástandi sem uppi er. Vona að blessaðurinn maðurinn finni sér hugarró með einhverjum hætti.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2010 kl. 14:40
Auðvitað er það ekki gott þegar svona gerist, en það sem mér finnst er að það er ótrúlegt að þetta hafi ekki gerst oftar miðað við ástandið í dag og aðgerðarleysi allra sem að þessum málum koma án þesss að ég sé að hvetja til þess að menn geri þetta. Þú ert búinn að koma því pent fram að þú sért ekki einn af "þeim" sem þarf á aðstoð að halda og er það gott. Prófaðu samt að setja þig í spor þeirra sem eru í þessari aðstöðu, t.d. vera með 6 manna fjölskyldu sem var með allt sitt á þurru fyrir hrun, skuldaði 25 milljóna erlent lán í sínu 50 milljón króna húsi en er í dag að fá rukkun upp á 66 milljónir frá bankanum vegna þess að þeir telja lánið ekki eiga við ógildingu gengistryggingar bindingar hæstaréttar. Það er búið að selja eignina á uppboði, bankinn keypti hana á 31 milljón og eigandinn orðinn gjaldþrota. Þetta fólk var búið að fá einn frest og biðja um leiðréttingu en ekkert meira. Hvaða forsendur sérð þú fyrir því að þetta fólk eigi að reita inn á kröfuhafann. Það væri nú ágætt ef þú settir þig í spor þeirra sem þú ert að ráðleggja áður en þú gefur ráðin, geri ráð fyrir að þú hafir gert þetta með góðum hug en það má svo sem líka segja um þá sem eru að rukka t.d. þetta fólk sem ég nefni hér að framan líka, það er ekkert persónulegt, það er bara að vinna vinnuna sína.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 13.10.2010 kl. 14:51
Úff,, meiri uppákoman,, verst ef allt starfsfólkið hefur vaknað við lætin..
bimbó (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 14:54
Ekki ætla ég að reyna að hafa vit á í hvers lags vandræðum þessi reiði einstaklingur hefur verið. Hitt er að ég bara skil ekki hvernig í ósköpunum þeir sem skrifa athugasemdir við bloggin leyfa sér að kalla venjulegt starfsfólk (í þessu tilfelli hjá umboðsmanni skuldara) hyski eða fulltrúa hyskisins sem á sök á þessu, kemur einhv.staðar fram hver á nákvæmlega sök á vandræðum þessa reiða manns. Á umboðsmaður skuldara yfirleitt sök á vandræðum fólksins sem hann reynir að aðstoða skv. þeim tækjum sem honum eru skaffað til þess. Ætli athugasemdaliðið sem kallr annað fólk hyski og þaðan af verri nöfnum og heldur því fram að það sé ekki að vinna, bara sofa í vinnunni sé að tala um sjálft sig eða hvað.
Jónína (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 15:03
Auðvitað er skiljanlegt að sumum er þungt niðri. En er rétt að láta það bitna á dauðum hlutum eins og gleri í gluggum?
Bitna á gluggum? Hann skellti hurðinni bara svo fast að rúðan brotnaði.
Það er umhugsunarvert af hverju fleiri hafi ekki reynt að fá úrlausn sinna mála t.d. frestun innheimtu og að láta þannig skuldamál sín fara í þann farveg og reyna eftir megni að reita eitthvað í kröfuhafann.
Ha? Veistu eitthvað hvað þeir þurfa að ganga í gegnum sem skulda? Hafa ekki reynt? Ég veit um fólk sem hefur farið aftur og aftur til að semja við lánadrottna. Frestun eftir frestun á innheimtu og svo framvegis! Ferð eftir ferð sem ekkert hefur komið út úr. Og þar hefur starfsfólk oft fengið sérstök fyrirmæli um að neita fólki..... Sérstaklega bankarnir!
Corvus, nú slóstu nú algjörlega rassinn úr buxunum! Ég veit til þess að starfsfólkið þarna sem er að taka á móti og aðstoða er yfir höfuð allt hið ljúfasta fólk. Alls ekkert hyski!
Guðni Karl Harðarson, 13.10.2010 kl. 15:45
Guðni, Ég get ekki séð að Corvus sé að tala um að starfsfólkið sé hyski, heldur kallar hann það fulltrúa hyskisins hjá umboðsmanni skuldara og talar um hyskið sem er ábyrgð á því hvernig er komið fyrir svo mörgum Íslendingum. Það er kannski rétt að lesa áður en maður dæmir.
Einar (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 16:06
Skrítin umræða og þó ekki. Hvað þarf til að gera íslending reiðan? Ég held íslendingar sem geta orðið reiðir séu að deyja út, eða séu útdauðir. Er hægt að vera reiður á kurteisan hátt? Brotin rúða? Brotin talva? Og skrifstofunni var lokað? Enn gaman.
Það á auðvitað að henda svona einskisnýtu starfsfólki út. Betra borga því atvinnuleysisbætur og biðja það kurteisislega að ekki láta sjá sig inn á neinum vinnustað sem fólk er á. Það á ekkert að fá að vinna yfirleitt.
Ofbeldisstjórn Ríkissins heldur áfram að pynta fólk. Mest með þögn og fálæti. Það er allt í lagi að ræna fólk á Íslandi. Það er nefnilega bannað að verja sig nema á þann máta sem passar ræningjunum. Íslendingar eru bleyður upp til hópa. Á það er treyst og mér sýnist dæmið ganga upp... tek undir með bimbó.
Óskar Arnórsson, 13.10.2010 kl. 19:16
Þetta svokallaða „góðæri“ sem Davíð, Halldór, Valgerður, Finnur Ingólfsson og Geir Haarde var svo oft tíðrætt var fyrst og fremst góðæri hjá bröskurunum, ekki venjulegu fólki. Þessir kærulausu vandræðamenn spiluðu heldur betur rassin ú buxunum.
Best af öllu er að skulda ekki neinum neitt - „hagfræði“ Bjarts í Sumarhúsum. Honum gekk vel á meðan hann fór ekki eftir ráðum þingmannsins. Svo leið ekki á löngu að allt fór í tóma vitleysu eftir að hann steypti sér í skuldir og framkvæmdir.
Næst besta er að hafa borð fyrir báru, skuldsetja sig ekki meira en bráðnauðsynlegt er t.d. að kaupa eins ódýrt húsnæði en ásættanlegt eftir efnum og ástæðum. Því miður féllu allt of margir í freistni og tóku mark á fagurgalanum fjármunafyrirtækjanna og hleyptu sér í bullandi skuldir.
Auðvitað er erfitt að bjarga þeim sem eru verst skuldsettir en ef sést í land, á þá ekki að nota öll tækifæri sem gefast?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 19:24
Ég ætla að leyfa mér að vera algjörlega þér ósammála Óskar. Það stendur hvergi að starfsfólkið sé einskis nýtt hjá umboðsskrifstofu skuldara. Bara þín fullyrðing.
Ofbeldisstjórn Ríkissins heldur áfram að pynta fólk. Mest með þögn og fálæti. Það er allt í lagi að ræna fólk á Íslandi. Það er nefnilega bannað að verja sig nema á þann máta sem passar ræningjunum.
Það breytir því ekki að ég er nokkuð sammála þessum síðustu orðum þínum en sem koma þó bara ekkert þessu starfsfóli við. Mér finnst það orðið dapurlegt að þegar fólk er að beina reiði sinni að saklausu fólki. Ég sjálfur er reiður og hef tekið þátt í mótmælum en mér dettur ekki í hug að fólk sem vinnur við að aðstoða i erfiðleikum eigi að gjalda fyrir reiði mína! Hjá sumu fólki er staðan það erfið að það er mjög erfitt að hjálpa því eitthvað. Ég veit um tilfelli þar sem ekkert hefur verið hægt að gera fyrir manneskju...........
Ég skil það vel að starfsfólkinu hafi verið brugðið og ákveðið að fara heim. Hugsanlega eins og ég skrifaði áður að vinnuaðstæður hafi hreinlega ekki fyrir hendi til að halda áfram.
Guðni Karl Harðarson, 13.10.2010 kl. 23:56
Guðjón, þú ert svona eftirá maður. Ég er búinn að standa í rökræðum þetta sem þú skrifar. Nenni ekki að fara nánar út í þetta en eitt er víst að það er/var aðeins smáhluti vandans að fólk hafi átt að taka ábyrgð að gerðum sínum.
Guðni Karl Harðarson, 14.10.2010 kl. 00:02
Ég er ekkert reiður út í neinn Guðni. Það er bara svoleiðis apaspil í gangi, því búið að ákveða að hjálpa EKKI skuldurum og svo er ráðið fólk í leikrit sem heitir "Umboðsmaður Skuldara" í stað þess að vera heiðalegt við fólk sem skuldar. Segja þeim bara að þeir séu búnir að tapa þessu og verði að sætta sig við orðin hlut. Svo þarf alvörufólk með alvöruvöld á svona skrifstofu. Merkilegt að þeir sem taka allar lokaákvarðanir láta oftast ekkert sjá sig.
"Ég veit um tilfelli þar sem ekkert hefur verið hægt að gera fyrir manneskju..........." Það er alltaf hægt að reyna og það er alltaf hægt að gera sitt besta. Það er ekkert til sem heitir "að ekkert sé hægt að gera fyrir einhvern" Það er mállýska Rikisstjórnar Íslands.
Óskar Arnórsson, 14.10.2010 kl. 01:25
Óskar, ég var ekki endilega að skrifa að þú værir reiður heldur almenningur að beina reiði sinni að saklausu fólki.
Ég veit að það er ráðið í stöður fólk sem svona svipað og hjá ráðgjafarþjónustu heimilanna. Starfsfólk sem vinnur með þau skjöl sem skuldari kemur með. Vinna sem tekur öll sinn tíma!
Það kemur ekkert því við hvort þetta sé leikrit eða ekki. Starfsfólkið sjálft getur verið hið fínasta og algjörlega heiðarlegt. Það er líka unnið eftir ákveðnum reglum.
"Ég veit um tilfelli þar sem ekkert hefur verið hægt að gera fyrir manneskju..........." Það er alltaf hægt að reyna og það er alltaf hægt að gera sitt besta. Það er ekkert til sem heitir "að ekkert sé hægt að gera fyrir einhvern" Það er mállýska Rikisstjórnar Íslands.
Það eru ákveðnar reglur sem farið er eftir eins og tildæmis varðandi íbúðareigendur og stundum hefur fólki verið ráðlagt að láta eignina fara í gjaldþrot. Það var tildæmis svo að fólk gat notað að aðhafast ekkert í einhverja mánuði. Bíða síðan eftir kunngjöringu um eignatöku og mæta síðan til nýrra samninga (veit tildæmis með frest í þrjú ár) með aðstoð frá RÞH.
Það hefur verið allur gangur á þessu, allt eftir því hvers eðlis skuldin er. En skuldari getur verið með allskonar lán á bakinu, allt upp í tvær milljónir í yfirdrátt svo nefnt sé mögulegt dæmi (til að fresta) og allskonar fleiri lán eins og bílalán þar með. Öllum lánum þarf að raða upp og setja í forgangsröðun. Sumum er sleppt kannski og sumum er byrjað að mjatla á og síðan geta lánin verið tekin fyrir eftir tímaröð eftir umfangi og stærð.
Allt þetta er unnið með ótrúlega stórum bunka af skjölum sem þarf öll að skila inn til starfsmanna og þeir þurfa að fara yfir hvert og eitt og forgangsraða. Aftur og aftur til að athuga möguleika á að viðkomandi eigi einhversstaðar möguleika að komast inn í aðstæður að ráða við vissan hluta. Meira að segja búin til reikningsskil.
Ath. Ég veit nokkuð um svona vinnu þó ég sé ekki að skrifa um mig sjálfan í þessu sambandi!
Guðni Karl Harðarson, 14.10.2010 kl. 02:29
Ég>(veit tildæmis með frest í þrjú ár) Með því að borga bara vexti á meðan.
Ég hef dálítið verið að fylgjast með þessu meðfram öðrum verkum mínum. Mér finnst vera mikið sjónarspil í gangi. Ég yrði ekkert hissa þó lítið sem ekkert kæmi út úr þessu. En finnst þó að það eigi að vera möguleiki að frysta stærstu skuldir í einhvern tíma án vaxta á meðan að fólk vinnur upp hinar skuldirnar og kemur sér í þá stöðu að ráða við dæmið..........
Guðni Karl Harðarson, 14.10.2010 kl. 02:41
Það þarf að vera til staðar fólk sem kann og getur tekið einhverjar ákvaðrðanir. Ef það er hægt að afskrifa 55 milljarða lán á 8 fyrirtæki og að menn sjá sér hag í því,ætti eftirleikurinn að vera auðveldur. Og það er algjörlega ófært að hundsa fólk með hjálp af sýsteminu.
Sem dæmi: Þegar talva "frýs" er hægt að starta henni aftur. Og það virkar stundum.Ef það virkar ekki þá þarf að leggja inn öll prógrömm upp á nýtt. Þetta þarf að gerast hratt og örugglega af fólki sem kann. Ástandið er orðið þannig að það eru ALLIR óheiðarlegir sem reyna að nota pólitík sem bremsu á þessari þróun. Eiginlega ætti að fá hingað reynda útlenskan forstjóra sem hefur engar tengingar í landið til að laga þetta.
Reka landið eins og fyrirtæki þar sem eigendum sendur ekki á sama um þá sem vinna þar. Skrifstofa "Umbosðmanns Skuldara" er "fake" og þeir sem settu hana upp vita allt um það. Það má bara ekki viðurkennast eins og svo margt annað.
Óskar Arnórsson, 14.10.2010 kl. 08:08
Góðir hálsar:
Hvet ykkur að hlusta á samtal Ævars Kjartanssonar í þættinum Heimur hugmyndanna við Pál Skúlason á rás 1 í útvarpinu sem útvarpað var s.l. sunnudagsmorgun og endurtekið var núna rétt áðan. Slóðin er: http://dagskra.ruv.is/nanar/10824/
Þar kemur Páll nokkuð inn á þann vanda okkar samfélags þegar reiðin brýst fram þegar allt er komið í kaldakol. Hann kveður það taka auðvitað lengri tíma að byggja samfélagið úr rústunum þar sem allt var byggt meira og minna á sandi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2010 kl. 14:13
Guðjón ef engin þorir að taka áhættu og allir hugsa sem svo að það sé best að bíða með allar hugmyndir og framkvæmdir hvar værum við stödd. Ef engin vildi taka að sér að standa í áhætturekstri. Fyrirtækjarekstur er áhættusamur og það þarf ekkert sérstaklega mikið að bregða útaf til að ílla fari.
Sigurður Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 15:05
Páll Skúlason bendir á, að samfélag okkar er að stofni til veiðimannasamfélag þar sem oft þarf að taka skjótar ákvarðanir, m.a. vegna náttúrulegra aðstæðna eins og veðurs.
Þegar mikilvægar fjármálaákavrðanir voru teknar af útrásarvíkingum voru þær oft ekki alltaf rétt teknar, sumt var byggt á forsendum sem ekki gátu staðist. Smáinnskot frá mér: voru fjármálamennirnir ekki að kaupa heilu jarðirnar og aðrar fasteignir, stofnuðu síðan fyrirtæki sem þeir seldu sömu eignir á uppsprengdu verði. Þar með voru þeir búnir að hækka markaðsverð þessara eigna upp úr öllu valdi, gengu í bankana og fengu lán út á þessar ofmetnu eignir. Síðan koll af kolli uns mikil fjármunablaðra án nokkurra raunverulegra verðmæta. Síðan freistuðust lífeyrissjóðir að kaupa hlutabréf í nokkrum þessara fyrirtækja sem og þúsundir einstaklinga að beina sparnaði sínum í hlutabréfakaup. Þessar raunverulegu eignir urðu að engu í höndunum á þessum spákaupmönnum sem voru á ofurlaunum. Þeir greiddu hvorum öðrum himinháa starflokasamninga og lánuðu stórfé gegn lélegum eða jafnvel engum veðum.
Er þetta ekki sá raunveruleiki sem við situjum uppi með Sigurður?
Útgerðarmaðurinn tekur auðvitað áhættu í sinni starfsemi. Framleiðandinn tekur áhættu í sínum störfum, ekki er víst að hann geti fengið ásættanlegan hagnað af. Og verslunareigandinn tekur auðvitað einnig áhættu að taka vöru sem kannski selst ekki. Þannig má áfram telja. En eigum við að taka áhættu t.d. að sýna þá léttúð að leyfa sölu eða öllu heldur afhendingu á orkuforða þjóðarinnar til erlends braskara eins og virðist vera í þessu Magma máli? Þar var freklega gengið á rétt lífeyrissjóða og hluthafa í Atorku sem var yfirtekið af bönkum, vogunarsjóðum og öðrum áþekkum hrægömmum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.10.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.