Hvað er „eðlileg“ vinna?

Ásbjörn hvetur listamenn að fá sér það sem hann kallar „eðlilega vinnu“. Hvaða fyrirbæri er það? Er það sama eða öðruvísi vinna en venjuleg launastörf? Eða er það eitthvað sem tengist eðli manna og dýra eins og Þórbergur gerði að umtalsefni og frægt er í upphafskafla Ofvitans?

Þingmaður þessi er flæktur í fjármálamisferli þannig að hann ætti nú að sitja á strák sínum. Að væna listamenn um að vera ofdekraðir kemur því úr allra hörðustu átt.

Af hverju ræðst Ásbjörn ekki fremur á kvótabraskið, svínaríið í kringum fjármálahneykslið, múturnar, undirferlin, skattsvikin og þar fram eftir götunum? Er hann kannski flæktur sjálfur í slíkt að hann sér ofsjónum yfir nokkrum krónum í listaspírurnar okkar?

Ef Ásbirni tækist að sýna fram á að unnt væri að leysa öll vandamál heims með því að strika út listamannalaun, þá fengi Ásbjörn örugglega næst margar tilnefningar um Nóbelsverðlaun í hagfræði.

Mosi


mbl.is Ásbjörn fundar með listamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Á niðurskurðartímum þá er líklega peningum betur varið á annan hátt en að ausa þeim í listamannaelítuna. Merkilegt að það sé hægt að auka útgjöld til listamanna þegar skorið er niður í heilbrigðiskerfinu og sífellt klipið meir og meir af örorkubótum.

Það ætti að leggja listamannalaun af með öllu en stofna nýja tegund örorkubóta fyrir listamenn sem eru ófærir um að sjá fyrir sér með list sinni.

Hreinn Sigurðsson, 7.10.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil sjónarmið þín en í listaheiminum er umtalsverð velta. Þar verður yfirleitt stöðugur vöxtur og þeim fjármunum er yfirleitt vel varið og skila sér aftu út í samfélagiðr. Ef við klippum á þetta er mikil hætta á stöðnun. Þess vegna er ekki rétt að skera fjárframlög til lista niður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 13:31

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ef við skerum niður til heilbrigðismála þá er hætta á að fleiri lifi það ekki að fá lækningu, eins er hætta á að lengist í þjáningum sjúklinga. Ef vöxtur og velta er svona mikil í listaheiminum þá þarf ríkið líklega ekki að ausa peningum þangað.

Hreinn Sigurðsson, 7.10.2010 kl. 13:49

4 identicon

Ásbjörn hefur að mestu leiti rétt fyrir sér - og ég er ekki fylgimaður Sjálfstæðismanna þegar ég segi það!  Hann bendir (sem einn a fáum sjálfstæðismönnum) á "ruglið sem var hér í gangi" !!, og vekur réttilega athygli á því að ríkið á ekki að hlaupa endalaust undir sjálfstætt gróðaframtak eins og tónlistarhúsið Harpa átti að vera.  Núna hefur ríkið hlaupið undir þetta rándýra verkefi, þegar venjulegur markaður átti að tapa á sínu framtaki, en ekki hinn almenni borgari.  Hann vill að húsið verði "minnisvarði um allt ruglið sem hér var í gangi".  Já ég hefði haldið það, höfum við einhvern slíkan minnisvarða?  Þetta hús má vera það og án þess að fella niður efnahagskerfið hér á Íslandi.

Jonsi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 14:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hreinn: við þurfum að sinna nýliðun og veita viðurkenningu til þeirra sem skara fram úr. Auðvitað er ekki gott að horfa upp á þennan mikla niðurskurð í heilbrigðismálum. En mætti ekki strika út gjöld til mannvirkjasjóðs Nató? Í fjárlagafrumvarpinu er rætt um að byggja eigi nýjar aðalstöðvar Nátó í Brussel. Kemur okkur það við?

Jónsi: ef við höfum ekki efni á að listum og listalífi þ. á m. að byggja og reka tónlistahús þá erum við að skrúfa okkur til baka um áratugi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 15:03

6 identicon

ef við höfum ekki efni á að listum og listalífi þ. á m. að byggja og reka tónlistahús þá erum við að skrúfa okkur til baka um áratugi.

Er það vondur hlutur í þessu samhengi ?

Eðlileg vinna er verðmætaskapandi vinna, hvar sem hana er að finna.

Óeðlileg vinna er t.d tilbúin störf pólitíkusa fyrir vini og vandamenn, einnig vinna þar sem menn eru áskrifendur að launum sínum.

List er nauðsynleg en aðeins upp að vissu marki.

List er munaðarvara sem ætti að vera með því fyrsta sem niðurskurðarhnífurinn sker í.

runar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:24

7 identicon

Mosi þú misskilur mig nokkuð:

Ég tel mig vera listamann og hef notið góðs af stuðningi ríkis og bæjarfélaga við tónlistaskóla, kennslu og viða að útvega gott umhverfi til lista.  Ég er þó ósammála því að í einni ríkisstjórn sé ákveðið að gera nýju tónlistarhöll íslands að óstjórnanlegu gróðaframtaki,  en svo allt í einu ákveðið þegar sú höll hrinur að koma til stuðnings við þau einkafyrirtæki sem að henni standa.  ÞAÐ er óásættanlegt. Þarna njóta ákveðnir einkaaðilar trygginga og stuðnings hjá hinum almenna borgara,  þarnar er ekki tryggt fyrirfram, þetta kallast að tryggja eftirá og er ótrúlega ósanngjarnt fyrir okkur, hvort sem listamenn eða ekki.  Sem listamaður munt þú ekki fá fríðindi og ókeypis aðgang að þessu húsi get ég sagt þér. Þarna á bak við tjöldin eru núna mun stærri lánadrottnar sem vilja fá borgað fyrir þetta sérstaka fyllerí!

Jonsi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 18:32

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfsagt telst menning seint til nauðsynlegustu þarfa mannsins en er það ekki listin og menningin sem dregur okkur ögn upp fyrir hversdagsleikann og hið dagsdaglega strit? Ef við höfum ekki efni á að njóta listarinnar hvað er þá okkar starf?

Sjálfur hefði eg óskað að farið hefði verið hægar í aðrar framkvæmdir eins og Kárahnjúkavirkjunar sem reyndist okkur mjög dýrt spaug ásamt einkavinavæðingu  bankanna og kvótabrasksins. Þar er tónlistarhúsið eins og örlítill lifrarpylsukeppur í sláturtíðinni.

Mér fannst alveg nóg um að heyra þessa niðurlægjandi athugasemd þingmannsins sem hefur greinilega séð að sér og beðið alla þá afsökunar sem tóku sneiðina til sín.

Vonandi er að þeir braskarar sem hugðu gott til glóðarinnar við byggingu tónlistarhússins sjái einnig að sér og dragi sig sem snarast út úr því gróðabralli sem þeir hugðu þessa framkvæmd. Og óskandi er að allir þeir mörgu frábæru tónlistamenn sem Ísland hefur alið megi hafa sem greiðastan aðgang að húysina til að flytja sem flestum list sína.

Með bestu kveðjum og þökkum fyrir góðar ábendingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 22:52

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rúnar, er list munaðarvara? Ertu viss?

Er "eðlileg vinna" verðmætaskapandi? Ertu alveg viss?

List er reyndar (m.a.) form tjáningar hjá einstaklingum sem telja sig knúna til að skapa. Og þess vegna ættu þeir að geta gert það á eigin spýtur. Eins og ég hef verið að í einhverja áratugi og að mestu borgað fyrir sjálfur með "venjulegri vinnu."

Ef hægt er að styrkja listamenn með framlagi, þá er það fínt, annars detta þeir fljótlega inn í viðarfalsa hverdagsleikans. Og þegar listin hverfur, verður líf þitt heldur betur fátæklegra, jafnvel þó deila megi um einstaka listsköpun.

Ólafur Þórðarson, 8.10.2010 kl. 16:43

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála pistli þínum, Guðjón. Hafðu þökk fyrir hann.

Þó tel ég þörf á róttækum breytingum á þessum málum.

Með bloggvinarkveðju,

Jón Valur Jensson, 11.10.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband