4.10.2010 | 18:13
Mótmæli á röngum stað
Skiljanleg er reiði þeirra sem hafa farið illa í samskiptum sínum við bankana. Bönkunum hefur verið stýrt af mikillri óbilgirni og engin miskunn sýnd nema þeim sem skulda nógu mikið eins og útrásarvíkingarnir og braskaranir. Það er ekki rétt að mismuna þegnunum varðandi lán sem verða líklega aldrei greidd.
Á dögunum var sýnt í fréttatímum sjónvarps þar sem hugrökk kona mætti í Landsbankann og krafðist réttlætis í skuldamálum sínum. Þar var hún að mótmæla ranglæti því sem hún hafði verið beitt, á réttum stað á réttum tíma og á réttan hátt.
Þegar þingið var sett núna á dögunum var það mótmælendum til vansa að fleygja eggjum í varnarlaust fólk. Að rúður hafi verið brotnar benda til að þetta hafi að einhverju verið skrílslæti. Mótmæli eiga að vera friðsöm og þeim til sóma sem þeim beita. Þau geta kannski verið hávaðasöm en þau eiga ekki að skaða neinn eða vera neinum óviðkomandi til móðgunar.
Mosi
Girðing um Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma því að stór hluti uppboðsbeiðna kemur frá ríki, sveitarfélögum og íbúðalánasjóði.
Jú það er verið að mótmæla á réttum stað.
Sigurður Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 18:18
Guðjón, þú segir að ekki sé verið að mótmæla á réttum stað. Það má satt vera en fer þó eftir því hverju verið er að mótmæla. Bankahrunið er staðreynd, mikil mótmæli voru haustið 2008 og fyrripart vetrar 2009 vegna þess, sem leiddi m.a. til þess að stjórnin hrökklaðist frá.
Nú er hinsvegar verið að mótmæla þeirri aðferð sem stjórnvöld hafa valið til að koma okkur út úr þeirri kreppu sem þá skapaðist. Það er verið að mótmæla forgangsröðun stjórnvalda. Það er verið að mótmæla aðgerðarleysi til að koma hjólum atvinnulífsins af stað, en það er jú forsenda fyrir því að við komumst á rétta braut aftur. Það er verið að mótmæla því að stjórnvöld skuli hafað valið þá leið að láta almenning borga fyrir óráðssíu og í sumum tilfellum rán nokkurra einstaklinga. Það er verið að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda til hjálpar fjölskildunum, sem margar hverjar munu vera á götunni eftir næstu mánaðarmót. Það er verið að mótmæla þeirri eindrægu afstöðu sem stjórnvöld hafa tekið með fjármálastofnunum, stofnunum sem með óbilgyrni ráðast að lántakendum, stofnunum sem stóðu fremst í fylkingu við hrunið, stofnunum sem dæmd hafa verið fyrir lögbrot í Hæstarétti.
Það er vissulega verið að mótmæla á réttum stað!!
Gunnar Heiðarsson, 4.10.2010 kl. 19:31
Því miður mismuna bankarnir þegnunum gríðarlega. Þar kemur fram í gríðarleg mismunun og greinilega ekki allir jafnir fyrir lögunum.
Á dögunum var fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar gefnar upp verulegur hluti skulda vegna útgerðarfyrirtækis síns. Samt var unnt að greiða út gríðarlegha háan arð.
Ómari Ragnarssyni taldist svo til á heimasíðu sinni að ef sama hlutfall hefði verið haft til hliðsjónar við að fella niður skuldir fjölskyldna, væru margir skuldlitlir eða jafnvel skuldlausir.
Þessi ákvörðun um vaxtaokrið og mismunun þegnanna var EKKI tekin af ríkisstjórninni heldur bönkunum. Því er rétt að beina mótmælum fremur gegn bönkunum en ekki húsunum okkar Álþingishúsinu og Dómkirkjunni. Það var til mikils vansa að rúður hefðu verið brotnar. Það er ekki rétt að beina reiði sinni að húsum og henda eggjum að samborgurunum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.