1.9.2010 | 08:04
Nútíma Stjórnarráð
Þessi nýja skipan Stjórnarráðsins er fyrir löngu tímabær. Við höfum verið með of mörg ráðuneyti þar sem verkefni hafa skarast.
Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd, voru ýmsar ástæður fyrir því að þessir flokkar tóku ekki þetta skref. Fyrir löngu hefur komið fram helmingaskiptafyrirkomulag þegar þessir flokkar hafa verið við völd í Stjórnarráðinu. Fyrir vinstra fólk er þetta auðveldara enda hagsmunagæsla um völdin ekki að flækjast fyrir.
Líklega á forysta innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eftir að klóra sig í handarbökin yfir því að það varð hlutverk vinstri manna að breyta þessu. Uppgjörið eftir bankahrunið mjakast þó hægt fari. Rannsókn hefur reynst torveldari enda ekki allir hlutaðeigandi par hrifnir af að verið sé að fletta ofan af ýmsu sem fyrri ríkisstjórn taldi vera í góðu lagi.
Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju með skynsamlega ákvörðun. Verkefnin verða erfið og þá sérstaklega hjá Ögmundi sem tekur við mjög stóru ráðuneyti sem þarf að stýra af nærgætni en ákveðni og festu. Hins vegar er nokkur söknuður af þeim Rögnu og Gylfa sem hafa staðið sig mjög vel þó oft hafi verið stormasamt kringum þau einkum Gylfa.
Með bestu vonum um að vel takist vel til.
Mosi
Fjórir á leið úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er helmingaskiptapólitíkin horfin með þessum ráðherrabreytingum, að þínu mati?
Geir Ágústsson, 1.9.2010 kl. 10:50
Aðdáun þín á ríkisstjórninni er óhugnanleg!
Auðbergur Daníel Gíslason, 1.9.2010 kl. 11:05
Ekkert bendir til á núverandi ríkisstjórn hafa annarleg sjónarmið varðandi meðferð valds.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forystu Davíðs Oddssonar tók oft umdeildar ákvarðanir án þess að bera þær áður undir þjóðina.
Man einhver framsóknarmaður eða íhaldsmaður eftir því hverjir gerðu kvótann að söluvöru? Eða ákvað að rjúka í byggingu Kárahnjúkavirkjuna? Eða lýsti yfir stuðning við umdeilt stríð í Írak sem leysa hefði mátt án blóðsúthellinga? Og ekki síst: man nokkur úr þeirra ranni hverjir ákváðu að einkavæða bankana og hafa allt eftirlit með fjármálum þjóðarinnar í höndum á steinsofandi mönnum?
Er ekki hættan frá hægri? Mætti biðja fremur um vinstri stjórn! Svo virðist vera hlutverk vinstri stjórna að hreinsa til eftir hörmunarárin þegar braskaranir fengu að leika lausum hala á kostnað okkar hinna. Þeir fóru með fjármálin og þar með sparnaðinn okkar til andskotans og virðist ekkert mega koma neinni ábyrgð á þessa þokkapilta.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2010 kl. 20:56
Enda engin baraátta um völd??? .þetta er bara hlægilegt/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.9.2010 kl. 21:41
Halli:
Mér er ekki hlátur í hug. Bankahrunið er grátlegt dæmi um hversu sumir stjórnmálamenn töldu sig vera að gera rétt þegar þeir voru í raun að taka kolrangar ákvarðanir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2010 kl. 16:03
Eins og þú hlýtur að skilja er ég ekki að hlæja að hruninu,alls ekki en að þessi hreina vinstri stjórn sé frí af baráttu um völd er mjög svo brosleg/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 6.9.2010 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.