9.8.2010 | 11:02
Öfgar eiga hvergi að líðast
Þegar umdeildir menn þekktir fyrir öfgar og ósvífni gagnvart öðrum, setja sig í dómarasæti þá er ekki von á góðu. Hitler & Co töldu útrýming Gyðinga vera í fullu samræmi við þýsk lög sem kennd voru við Nürnberg. Sú framkoma var af nákvæmlega sama sauðahúsi og sú sem þessi herramaður fyrir botni Miðjarðarhafsins telur sig vera að framfylgja.
Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna Ísrael á sínum tíma. Þeir höfðu víða átt í erfiðleikum, verið ofurseldir ómannúð og öfgastefnum ýmissa stjórnvalda. Nú vilja þeir framfylgja óréttlæti af fullri hörku gagnvart varnarlítillri þjóð og hafa gengið allt of langt sem ekki verður hægt að færa undir neitt annað en hroka og óbilgirni. Þeir hafa farið mjög illa með Palestínumenn að jaðrar við hliðstæðar ofsóknir sem þeir fyrrum máttu þola. Hafa þessir stjórnmálamenn í Ísrael ekkert lært?
Við eigum hiklaust að hóta að slíta öllum samskiptum við öfgamenn hvar sem þá er að finna, hvort sem þá er að finna í Afríku, Ameríku, Asíu, Ástralíu, Evrópu eða Ísrael.
Mosi
Netanyahu: Árásin á skipalestina var lögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Það er rétt hjá þér að Ísraelar hafa ekki komið vel fram við Palestínumenn. Það er einnig rétt að Palestínumenn hafa ekki komið vel fram við Ísraela. Palestínumönnum voru boðin um 99% af því landi sem þeir vildu í Oslóarsamningunum en Arafat kaus að hafna þeim, þú ættir að kynna þér af hverju hann gerði það.
Því miður er orðin lenska hér að úthýða Ísraelum um leið og einhver mál koma upp á þessu svæði. Þeir sem hafa séð myndbönd af þessu atviki, þegar Ísraelskir hermenn fóru um borð í Mavi Marmara, sjá hve rakalaus og einkennilegur málflutningur friðarsinnanna er. Sjaldan veldur einn þá tveir deila en hér er skuldinni alltaf skellt á Ísraela.
Hér fer ekki hátt að í þessari skipalest, sem Mavi Marmara var hluti af, voru 6 skip. 5 þeirra þáðu boð Ísraela um að láta skoða varninginn í Ashdod og svo máttu aðgerðarsinnarnir fylgja honum til Gaza ef engin vopn fyndust. Það gerðu þeir og afhentu varning sinn íbúum Gaza. Friðarsinnarnir um borð í Mavi Marmara ákváðu hins vegar að láta sverfa til stáls og sumir þar áttu sér þann draum heitastan um að deyja píslarvættisdauða. Mönnum hér, þ.á.m. utanríksimálanefnd, dettur ekki í hug að setja út eða efast um nauðsyn allra þeirra vopna sem fundust um borð í Mavi Marmara. Þeir spyrja heldur ekki hvers vegna Mavi Marmara þáði ekki boð Ísraela um að láta skoða varning sinn. Hvers vegna?
Jon (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.