Öfgar eiga hvergi að líðast

Þegar umdeildir menn þekktir fyrir öfgar og ósvífni gagnvart öðrum, setja sig í dómarasæti þá er ekki von á góðu. Hitler & Co töldu útrýming Gyðinga vera í fullu samræmi við þýsk lög sem kennd voru við Nürnberg. Sú framkoma var af nákvæmlega sama sauðahúsi og sú sem þessi herramaður fyrir botni Miðjarðarhafsins telur sig vera að framfylgja.

Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna Ísrael á sínum tíma. Þeir höfðu víða átt í erfiðleikum, verið ofurseldir ómannúð og öfgastefnum ýmissa stjórnvalda. Nú vilja þeir framfylgja óréttlæti af fullri hörku gagnvart varnarlítillri þjóð og hafa gengið allt of langt sem ekki verður hægt að færa undir neitt annað en hroka og óbilgirni. Þeir hafa farið mjög illa með Palestínumenn að jaðrar við hliðstæðar ofsóknir sem þeir fyrrum máttu þola. Hafa þessir stjórnmálamenn í Ísrael ekkert lært?

Við eigum hiklaust að hóta að slíta öllum samskiptum við öfgamenn hvar sem þá er að finna, hvort sem þá er að finna í Afríku, Ameríku, Asíu, Ástralíu, Evrópu eða Ísrael.

Mosi


mbl.is Netanyahu: Árásin á skipalestina var lögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er rétt hjá þér að Ísraelar hafa ekki komið vel fram við Palestínumenn. Það er einnig rétt að Palestínumenn hafa ekki komið vel fram við Ísraela. Palestínumönnum voru boðin um 99% af því landi sem þeir vildu í Oslóarsamningunum en Arafat kaus að hafna þeim, þú ættir að kynna þér af hverju hann gerði það.

Því miður er orðin lenska hér að úthýða Ísraelum um leið og einhver mál koma upp á þessu svæði. Þeir sem hafa séð myndbönd af þessu atviki, þegar Ísraelskir hermenn fóru um borð í Mavi Marmara, sjá hve rakalaus og einkennilegur málflutningur friðarsinnanna er. Sjaldan veldur einn þá tveir deila en hér er skuldinni alltaf skellt á Ísraela.

Hér fer ekki hátt að í þessari skipalest, sem Mavi Marmara var hluti af, voru 6 skip. 5 þeirra þáðu boð Ísraela um að láta skoða varninginn í Ashdod og svo máttu aðgerðarsinnarnir fylgja honum til Gaza ef engin vopn fyndust. Það gerðu þeir og afhentu varning sinn íbúum Gaza. Friðarsinnarnir um borð í Mavi Marmara ákváðu hins vegar að láta sverfa til stáls og sumir þar áttu sér þann draum heitastan um að deyja píslarvættisdauða. Mönnum hér, þ.á.m. utanríksimálanefnd, dettur ekki í hug að setja út eða efast um nauðsyn allra þeirra vopna sem fundust um borð í Mavi Marmara. Þeir spyrja heldur ekki hvers vegna Mavi Marmara þáði ekki boð Ísraela um að láta skoða varning sinn. Hvers vegna?

Jon (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband