19.5.2010 | 13:06
Óreiðan mögnuð
Eigi er að sjá að þetta Magma fyrirtæki eigi bót fyrir boruna á sér. Það er jafnvel skuldsettra en Geysir Green Energy og Atorka jafnvel til samans.
Svo er að sjá að þeir sem enn eru í forystusveit hrunflokkanna séu enn við sama heygarðshornið og að enn sé 2007.
Árni Sigfússon á sér nafna sem uppi var á Sturlungaöld. Hann var að vísu Magnússon og bjó í Brautarholti á Kjalarnesi. Ásamt Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni síðar jarl, var hann fyrrum tengdasonur Snorra Sturlusonar. Þeir ákváðu að hittast einu sinni og voru þá samantekin ráð þeirra að ríða í Reykholt um miðjan septembermánuð 1241 og ryðja fyrrum tendaföður sínum úr vegi. Varð Árni til að leggja til Snorra fyrstur manna sem sagði: Eigi skal höggva.
Sturla Þórðarson sagnaritari kvað Árna þennan hafa fengið viðurnefnið óreiða enda varð þvílík vitleysa og vandræðagangur í öllu sem Árni þessi kom nærri.
Nú mun Árni í Brautarholti búinn að fá sér annan nafna sem gjarnan mætti klína við sama viðurnefni: Árni Sigfússon bæjarstjóri í Keflavík mætti gjarnan vera nefndur óreiða enda mun líða langur tími uns greitt verður úr allri flækjunni sem þessi bæjarstjóri hefur magnað upp með hverju árinu sem líður.
Mosi
Magma fær 14,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óreiðan er á ýmsum stöðum en til að losa óreiðuna þarf fólk sem kann að leysa úr henni, það átti Steingrímur og Jóhanna að gjöra en ekki að færa þjóðina aftur á steinöld, Eins og allir vitibornir menn sjá þá er þetta ríkisstjórninni að kenna svo mikið er víst.
Jón Sveinsson, 19.5.2010 kl. 13:50
Var hann ekki kallaður Árni beiskur?
"Eftir það urðu þeir varir við hvar Snorri var og gengu þeir í kjallarann Markús Marðarson, Símon knútur, Árni beiskur, Þorsteinn Guðinason, Þórarinn Ásgrímsson. Símon knútur bað Árna höggva hann.
„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.
„Högg þú,“ sagði Símon.
„Eigi skal höggva,“ sagði Snorri.
Eftir það veitti Árni honum banasár og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum.Þetta voru lokaorð Snorra Sturlusonar sem var drepinn varnarlaus á heimili sínu. "
Heimild:
Sturlunga saga ritstjóri Örnólfur Thorsson, Svart á hvítu, Reykjavík 1988.
Skiptir reyndar ekki öllu, því beyskur er þessi kaleikur sem nafni hans Sigfússon býður sínum þegnum og þjóð að bergja á!
Kristján H Theódórsson, 19.5.2010 kl. 14:53
Jón: ertu ekki að hengja bakara fyrir smið?
Kristján: Vel má það vera að í Sturlungu þeirri sem þú ert með undir höndum sé annað viðurnefni Árna í Brautarholti. Í minni útgáfu frá 1946 er hann nefndur óreiða og undir það tekur Páll Eggert Ólason í Íslenskum æviskrám, I. bindi bls. 60-61. Hann var kvæntur Hallberu en eftir að þau skildu giftist hún Kolbeini unga. Árni var í Noregi og naut hylli Hákonar konungs, kannski fyrir að hafa rutt Snorra úr vegi? Eftir Árna liggur eitt kvæðaerindi PEÓl).
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.