Metsölubókin?

Verður skýrslan um martröð íslensku þjóðarinnar metsölubókin í ár? Það er ekki ólíklegt enda vill þjóðin fá að þetta verði upplýst og þeir sem hlut áttu að máli verði dregnir til ábyrgðar.

Tugþúsindir Íslendinga fóru mjög illa út úr þessu hruni. Fyrst er að telja alla þá sem höfðu tekið lán í „góðærinu“ sem aldrei ætti að vera. Lán voru borin fram á silfurfötum bæði í bönkum, í skólum og verslunarhöllum og jafnvel á heimilum af útsendingum útrásarvíkinganna sem smeygðu sér hvarvetna til að koma boð'skap sínum á framfæri. A.m.k. tveir íslenskir stjórnmálaflokkar tengdust einkavæðingu bankanna mjög náið og hafa ábyggilega þegið miklar fyrirgreiðslur frá útrásarvíkingunum fyrir að sýna „skilning“ á málefninu.

Þá má ekki gleyma öllum þeim þúsundum einstaklinga einkum meðal miðaldra og eldri borgara þessa lands sem hafa viljað sýna hagsýni og hafa „fjárfest“ sparnað sinn í hlutabréfum. Allt í góðri trú að það væri verið að festa fé í alvöru fyrirtækjum. Flest þessara fyrirtækja eru gjaldþrota eða nálægt því og hlutafé glatað fé. Og hverjir stýrðu þessum fyrirtækjum? Voru það ekki fjárglæframennirnir sem fjárfestu ótæpt með lánsfé og komust jafnvel í þá aðstöðu að hafa meirihluta atkvæðarétt í fyrirtækjunum. Þessir aðilar lögðu meiri áherslu á að stýra fyrirtækjunum þannig að þau gætu lifað næstu viku af, jafnvel næsta klukkutímann. Engin fyrirhyggja allt lagt í sölurnar fyrir skyndigróða.

„Hrunskýrslan“ mun ábyggilega vekja mikla athygli og sjálfsagt mun flestum þykja þar vera mikil bísn hvernig unnt var að koma þjóðinni svo skjótt á kné án þess að þáverandi yfirvöld gerðu nokkurn skapaðan hlut til að koma í veg fyrir hrunið.

Þeim verður erfitt að fyrirgefa, þetta voru ákvarðanir teknar með bestu vitund og þegar svo ber undir er ekki unnt að fyrirgefa. Menn verða að axla þá ábyrgð sem þeim ber.

Mosi


mbl.is Skýrslan slær glæpasögunum út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband